Morgunblaðið - 10.12.2020, Side 52

Morgunblaðið - 10.12.2020, Side 52
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020 Við eldum, þú sækir, tilbúið beint á borðið hjá þér! Takmarkað magn í boði • Meðlæti: sykurbrúnaðar kartöflur, rauðkál og piparsósa • Eftirréttur: Marengsbomba Fyrir 4-6 manns Verð 12.990 kr. Pantaðu í síðasta lagi laugardaginn 12. des á info@matarkjallarinn.is eða í síma 558 0000 Afhent milli 17.30 og 19.00 á sunnudaginn Aðalstræti 2 | s. 558 0000 PURUSTEIK LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Hér á K100 stefnum við ávallt að því að „hækka í gleðinni“ og er því viðeig- andi að í hverri viku sé einhverjum gefið uppbyggilegt hrós. Það er sérstaklega mik- ilvægt að hrósa því sem vel er gert. Bæði höfum við öll gott af því að fá hrós, sem og að gefa það áfram. Hvað þá núna þegar vetur konungur er mættur í öllu sínu veldi og takmarkanir vegna Co- vid hafa verið gífurlegar. Samkennd á hrós skilið Það er Ragna Gestsdóttir blaða- maður hjá Birtingi sem veitir hrósið í þessari viku. „Hrós mitt fá allir þeir einstak- lingar sem gefa sér tíma til að sýna öðrum samkennd í verki með ýmsum sjálfboðaliðastörfum. Störfum sem þeir fá ekki krónu greidda fyrir, og oft leggja þessir einstaklingar jafnvel til eigin fjármuni við verkið, hvort sem það er í símakostnaði, bensíni, hráefni til baksturs eða annað. Hér er ég ekki að tala um fólkið í framlín- unni, sem fær greitt fyrir störf sín, og á fullt hrós skilið fyrir framlag sitt í heimsfaraldri, sem á öðrum tímum, heldur meira hina nafn- lausu, sem alltaf eru boðnir og búnir sem ein heild,“ segir Ragna. Sjálf er Ragna í stjórn slysavarna- deildarinnar Þórkötlu í Grindavík og situr í nefnd um slysavarnamál hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. „Ef ég ætti að velja einn eða tvo myndi ég setja þá Örvar Þór Guð- mundsson og Rút Snorrason hjá góð- gerðarsamtökunum Samferða á stall fyrir störf þeirra í þágu íslenskra fjöl- skyldna í neyð. Jólasöfnun samtak- anna hefur með stuðningi lands- manna skilað um níu milljónum, sem greitt verður í peningum til íslenskra fjölskyldna sem annars hefðu átt döp- ur jól. Því miður geta þeir ekki haft það lengi náðugt á stallinum, því neyðin verður að líkindum enn meiri eftir áramót. Allavega sé ég ekki að lausn sé í sjónmáli. Það ber að þakka fyrir samkennd og sjálfboðastörf eins og þeirra félaga. Mig langar líka að þakka Emmsjé Gauta og co fyrir skemmtilegasta söfnunarsöng síðari ára, ég held það verði seint hægt að toppa blankheitin sem hann vildi ráða bót á. Við ættum öll að gera það að ára- mótaheiti að taka smá tíma frá og gera góðverk með einum eða öðrum hætti, hvort sem það er með beinum fjárútlátum, tíma okkar og/eða öðru. Kærleikur þarf ekki að kosta krónu.“ Fylgist með á K100.is þar sem við höldum áfram með hrós vikunnar og ef þú lumar á hrósi endilega deildu því með okkur. Hrós vikunnar Hrós vikunnar fá hinir nafnlausu sjálfboðaliðar Ragna Gestsdóttir blaðamaður hjá Birtingi vill hrósa öllu nafnlausa fólkinu sem sýnir samkennd og leggur sitt af mörkum. Góðgerðarsamtökin Samferða hjálpa íslenskum fjölskyldum í neyð: Örvar Þór Guðmundsson og Rútur Snorrason. Unsplash/Joel Muniz Ragna Gestsdóttir: Hrós mitt fá allir þeir einstaklingar sem gefa sér tíma til að sýna öðrum samkennd í verki. Ragna Gestsdóttir „Við ákváðum fyrir þremur mán- uðum í Jólagestum Björgvins að bara hundsa Covid-ið, bara gleymið því. Við fórum bara í „pay per view“ sem er mjög þekkt í Bandaríkj- unum,“ segir Björgvin Halldórsson söngvari í viðtali við þá Sigga Gunn- ars og Loga Bergmann um þá ákvörðun að hafa Jólagesti Björg- vins í streymi. Björgvin segist ákaflega stoltur og ánægður að geta haldið tón- leikana og minnir á að hægt sé að kaupa kóða og horfa á þá á netinu. Þannig sé hægt að horfa á þá hvar sem er í heiminum. Björgvin segir áhorfendur heima fá að heyra klapp á milli laga sem er upprunaleg upptaka frá fyrri tón- leikum Jólagesta, en klappið mun ekki heyrast á tónleikunum sjálfum. Þá segir hann það mikla áskorun að halda svona tónleika og margt sem þurfi að huga að. „Þetta er æðislega spennandi. Við erum að fara að byrja að æfa tón- leikana í vikunni og þá kemur ým- islegt í ljós og þetta verður æðislegt. Það er eitt gott við þetta. Það er aldrei uppselt og þú ert alltaf í bestu sætunum,“ segir hann. Jólagestir Björgvins verða þann 19. desember klukkan 20 og hægt er að nálgast miða á þá hjá Tix.is. Morgunblaðið/Eggert „Það er aldrei uppselt og þú ert alltaf í bestu sætunum“ Björgvin Halldórsson er spenntur fyrir jólatónleikunum: Mikil áskorun að halda streymistónleika. Jólagestir Björgvins verða þann 19. desember klukkan 20 og segist Björgvin vera ákaflega stoltur og ánægður að geta haldið tónleikana.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.