Morgunblaðið - 10.12.2020, Side 60

Morgunblaðið - 10.12.2020, Side 60
60 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020 Sálm. 86.5 biblian.is Þú, Drottinn, ert góður og fús til að fyrirgefa, gæskuríkur öllum sem ákalla þig. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SKÚLI RÚNAR GUÐJÓNSSON, Strikinu 2, Garðabæ, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, föstudaginn 4. desember. Útför hans fer fram frá Vídalínskirkju þriðjudaginn 15. desember klukkan 13. Í ljósi aðstæðna er athöfnin einungis fyrir fjölskyldu og boðsgesti. Páll Skúlason Agnes Kragh Hansdóttir Jónas Skúlason Elísabet M. Jóhannesdóttir Skúli Rúnar Skúlason Sigríður Bergsdóttir Auður Skúladóttir Magnús V. Magnússon barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HRAFNHILDUR TRYGGVADÓTTIR, Elísabetarhaga 2, Akureyri, lést laugardaginn 5. desember á Öldrunarheimilinu Hlíð. Útför hennar mun fara fram frá Höfðakapellu mánudaginn 14. desember. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Birkihlíð og starfsfólks heimahlynningar á Akureyri fyrir einstaka umönnun. Þorgrímur Þorsteinsson Elínborg Þorgrímsdóttir Hallsteinn Guðmundsson Björn Þorgrímsson Drífa Kristjánsdóttir Anna Guðrún Þorgrímsdóttir Eirik Blix Madsen barnabörn og barnabarnabörn Útför JÓHANNS HJÁLMARSSONAR skálds fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. desember klukkan 15. Vegna fjöldatakmarkana er hægt að horfa á athöfnina í streymi: https://youtu.be/cCQ3yMeK-os Þorri Jóhannsson Dalla Jóhannsdóttir Jóra Jóhannsdóttir og barnabörn Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR J. N. INGÓLFSSONAR málarameistara, Fornastekk 3, Reykjavík. Þorsteinn V. Sigurðsson Hrefna G. Magnúsdóttir Ingólfur Sigurðsson Sigríður Þóra Þorsteinsdóttir Pétur Þór Guðjónsson Fanney Rut Þorsteinsdóttir Bjarki Heiðar Sveinsson Rakel Ósk Jóelsdóttir Jónas Birgir Jónasson Magnús Hlífar Jóelsson Kristín Nordal Ingólfsdóttir Fredrik Ingólfsson Kristófer, Sunneva, Pétur, Tristan, Eva, Natalía, Logi, Viktoría og Lovísa Hugheilar þakkir til allra er sýndu okkur hlýhug og samkennd vegna andláts okkar ástkæru, ELSU SIGURFINNSDÓTTUR sjúkraliða, Funalind 13, Kópavogi. Sérstakar þakkir til yndislega starfsfólksins sem starfar á líknardeildinni í Kópavogi, þið eruð öll einstök. Fyrir hönd fjölskyldnanna, Dagný Björk og Sóley Ósk ✝ Gunnar ÖrnHeimisson Maríuson fæddist í Reykjavík 22. maí 1982. Hann lést í Kaupmannahöfn 21. nóvember 2020. Foreldrar hans eru María Magnúsdótt- ir, f. 1.9. 1962 og Heimir Jón Gunn- arsson, f. 30.3 1961, unnusta hans er Sari Paavola. Systir hans er Tinna Heim- isdóttir, f. 9.7. 1988, eiginmaður hennar er Þorvald- ur Guðjónsson og börn þeirra eru Þorvaldur Jón og Matthías Örn. Dóttir hans er Sigríður María Weiss Gunn- arsdóttir, f. 10.2. 2012, búsett í Dan- mörku. Gunnar Örn ólst upp í Breið- holti en hafði búið í Kaup- mannahöfn síðan 2008. Hann gekk í Ísaksskóla en lauk grunnskólaprófi frá Breiðholts- skóla og stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund. Hann lærði sagnfræði og ís- lensku í Háskóla Íslands og stundaði nám í tungumálum og hugvísindum við Kaup- mannahafnarháskóla. Útförin fer fram 10. desem- ber 2020 klukkan 15 að við- stöddum nánustu aðstand- endum en henni verður streymt hér: https://youtu.be/Pe9YKDGtpm8 Virkan hlekk á streymi má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat Hinsta kveðja til skærasta ljóss lífs míns sem nú hefur slokknað. Ljós í myrkri, langt og mjótt markar upphafið hjá þér. Allt í einu ertu komin inní heiminn, lítill dofinn, dregur andann hið fyrsta sinn. Þú ert vorið, vindur hlýr vekur hjá mér nýja kennd. Og ég græt í gleði minni, þú gefur mér með návist þinni svo miklu meira en trúði ég. Líf. Ljómi þinn er skínandi skær. Líf. Augu þín svo saklaus og tær. Fegurra en nokkuð annað. Áhrifin ótvíræð; ég svíf því ég á þetta líf. Óskadraumur – ásýnd þín. Ekkert jafnast á við það. Þó mig þúsund drauma dreymi, þessa stund ég alltaf geymi í mínu sinni ókomin ár. (Stefán Hilmarsson) Takk fyrir allt, elsku Gunnar Örn minn. Takk fyrir að hafa val- ið mig sem móður þína. Takk fyrir þína yndislegu og sterku ást sem þú barst til mín. Takk fyrir góða hjartað þitt. Takk fyr- ir Siggu Maju. Ég lifi og þú munt lifa áfram í hjarta mínu. Þín elskandi mamma. Elsku sonur minn. Erfiða tíma einn þú átt einatt þú nú baslar. Sofa skal nú eina nátt sjáðu til, þú vaknar. Heimir Jón Gunnarsson. Minn besti vinur, uppáhalds- manneskja, stóri bróðir og fyr- irmynd. Það er svo sárt að fá aldrei að sjá þig framar. Aldrei að heyra frá þér framar. Ég get alltaf ylj- að mér við minningarnar sem ég á um okkar tíma saman, heppin ég að eiga minningar niður í tveggja ára, það eru 30 ár af minningum um þig. Það var allt- af gott að tala við þig. Þú varst hræddur um að það væri kvöð. Það var aldrei kvöð, það var allt- af yndislegt að tala við þig þó að það væri líka stundum erfitt. Þú vildir yfirleitt tala um eitthvað skemmtilegt, ég átti að láta þig hlæja svo þú gætir gleymt þér um stund. Hætt að finna til og finna eintóma gleði, þó ekki væri nema í stuttan tíma. Þú vildir vita allt sem Valdi Nonni og Matthías Örn væru búnir að gera síðan við töluðum síðast. Heyra um öll uppátæki og allt sem þeir væru búnir að læra. Þig langaði fátt meira en að fá tíma með þeim. Valdi Nonni á yndislega minningu um þig og það þykir mér svo vænt um. Ég lofa að kenna þeim allt sem þú kenndir mér. Líka að syngja Spillinga- dans og alla aðra slagara með dúettinum Plató, Tvíhöfða eða Fóstbræðrum. Enginn kunni það betur en ég og þú. En stundum voru samtölin erfið og sár, stund- um vildum við bara gráta og tala um það sem er erfitt. Stundum sungum við bara. Og þó að það hafi verið erfitt þá þykir mér mjög vænt um þau samtöl. Þú sagðir mér svo oft hvað ég væri heppin að hafa fundið hann Valda, hann væri besti maki sem hægt væri að hugsa sér fyrir litlu systur sína. Og það sem þú elsk- aðir syni mína, slík skilyrðislaus ást er meira virði en nokkur ver- aldlegur hlutur. Nú geyma þeir þig í hjarta sínu, og það sama gerum við Valdi. Þín verður allt- af minnst með hlýju og brosi en líka saknað með tárum. Takk fyrir að kenna mér að vera betri manneskja, takk fyrir að kenna mér um femínisma, skaðsemi neysluhyggju og umhverfis- vernd. Takk fyrir að kenna mér umhyggju, réttlætiskennd og náungakærleik. Takk fyrir að elska mig svo heitt. Takk fyrir að gefa mér yndislegu og fallegu bróðurdóttur mína, Siggu Maju. Það var bara einn Nunni, og við elskum þig út fyrir endimörk al- heimsins. Ég lofa að kyssa strákana frá þér, alla þrjá. Að eilífu, þín litla systir. Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys, hnígur að Ægi gullið röðulblys. Vanga minn strýkur blærinn blíðri hönd, og báran kveður vögguljóð við fjarðarströnd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró. Kom, draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. Syngdu mig í svefninn, ljúfi blær. Sorgmæddu hjarta er hvíldin jafnan vær. Draumgyðjan ljúfa, ljá mér vinarhönd, og leið mig um þín töfraglæstu friðarlönd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró. Kom draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. (Jón frá Ljárskógum.) Tinna Heimisdóttir. Elsku Nunni minn. Núna sakna ég þín sárt. Mér finnst of langt síðan ég fékk að heyra röddina þína, hlæja með þér, deila sögum eða tala um gömlu stundirnar. Samt er ekki langt síðan við gerðum þetta saman. Ég mun líklega aldrei venjast því að heyra ekki í þér í hverri viku. Þú varst ljósið mitt í myrkr- inu og stundum var ég þitt. Þú gafst mér alla þína ást og at- hygli, meira en ég hélt að ég þyrfti. Þú sýndir mér þolinmæði og gjafmildi. Þú varst einstakur. Þú varst bróðir minn, besti vinur og fyrirmynd. Ég mun sakna þín alla daga, þangað til við hittumst næst. Þín systir, Íris Björk. Elsku nafni, elsku Nunni minn. Það er erfitt að finna réttu orðin þegar maður sest niður með penna í hönd. Þú áttir alltaf auðvelt með að láta pennann virka. Þú þurftir ekki mörg orð til að segja svo margt. Þegar ég les það sem þú skrifaðir á fés- bókinni kallar það fram bros hjá mér, bros sem ég virkilega þarf á að halda nú í dimmasta skammdeginu sem er enn dimm- ara eftir fráfall þitt. En í þessu myrkri er gott að kalla fram minningar um einstaklega ljúfan dreng sem var annt um allt og alla. Dreng sem hugsaði fyrst og fremst um náungann án þess að hugsa nægilega vel um sjálfan sig í sínum veikindum. Nunni var vinmargur en hann var ekki bara vinur vina sinna heldur var hann vinur allra enda mátti hann ekki mæta manni á götu þá var hann orðinn vinur hans. En Nunni minn, þó svo að leiðir skilji að sinni þá ertu samt alltaf hjá mér. Elsku Mæja, Heimir, Tinna, Valdi og synir, amma Sigga og Sigga Mæja, megi ljúfar minn- ingar um drenginn okkar hjálpa okkur á þessum erfiðu tímum. Gunnar Örn frændi. Þakka þér fyrir allt elsku Gunnar minn. Það var alltaf yndislegt að fá þig í heimsókn þegar þú komst til Íslands og fá að spjalla við þig um lífið og til- veruna. Þín verður sárt saknað og ég mun oft bíða eftir símtöl- um frá þér. En í dag er komið að kveðjustund og ég veit að þér líður betur núna og að mamma og pabbi taka vel á móti þér. Þín frænka, Guðný Rósa Magnúsdóttir. Elskulegi Gunnar Örn er fall- inn frá, langt fyrir aldur fram. Þessi einstaklega viðkunnanlegi, indæli og góðhjartaði drengur var hvers manns hugljúfi og vildi allt fyrir alla gera og þáði ekkert nema bros og þakklæti í staðinn. Hann sýndi öllum skilyrðislausa ást og umhyggju, en það sem skipti hann mestu máli var fjöl- skyldan. Ekkert vandamál var óyfir- stíganlegt með hans leiðsögn og ráðleggingum. Símtölin við hann voru fjölmörg og löng, skemmti- leg og fræðandi. Það er erfitt að hugsa til þess að hann muni ekki hringja aftur til að ræða lífið og tilveruna; fá góð ráð frá honum og hlæja saman að skondnum at- vikum sem hann lenti í úti í Dan- mörku. Hvíldu í friði, elsku Nunni, takk fyrir allt sem þú kenndir mér. Þín verður sárt saknað en bros þitt lifir að eilífu í hjarta og hugum okkar allra. Þín Dagný Eir. Það er stundum sagt um fólk að það megi ekki neitt aumt sjá. Oft er það orðum aukið en þegar Gunnar Örn var annars vegar átti það sannarlega mjög vel við. Hann fann til með öllum nema sjálfum sér. Vildi allt fyrir alla aðra gera en lét sjálfan sig gjarnan mæta afgangi. Hann hafði áhuga á velferð af öllu tagi. Gunnar var einlægur umhverf- isverndarsinni og jafnréttissinni. Hann var opinn fyrir öllu fólki, öllum málefnum sem horfðu í réttlætisátt og drakk í sig hvers kyns fróðleik. Með íslenskuna og sagnfræðina að vopni var Gunn- ar jafnan vel með á nótunum og maður kom aldrei að tómum kof- unum hjá honum. Það sýndi sig fljótt þvílíkur hvalreki það var fyrir dýra- verndarstarf mitt að fá Gunnar til liðs við það árið 2004. Við komum okkur upp aðstöðu í kofa sem enn stendur á Skólavörðu- stígnum og þar inni voru inni- haldsríkir hugarflugsfundir haldnir. Gunnar var algjörlega óhræddur að stökkva inn í jafn umdeilt verkefni og hvalavernd- in var á þeim tíma. Gunnar Örn virtist aldrei nokkurn tíma í vafa um hvað rétt væri að gera og lét gagnrýni og háðsglósur sem vind um eyru þjóta. Hann var hugmyndaríkur og útsjónarsam- ur þegar kom að því að fram- kvæma eitthvað. En Gunnar Örn var líka fjarska viðkvæmur. Viðkvæm sál sem tók nærri sér það slæma og erfiða í veröldinni. Virtist taka það djúpt inn á sig og það gat nagað hann. Hann var saklaus sál og oft varnarlaus. Þrátt fyrir allt sem seinna gekk á í tilveru hans einkenndi sakleysið og ein- lægnin hann alltaf. Ef eitthvað slæmt beindist að honum þá breiddi hann bara út faðminn og lét sig hafa það. Hann var afar handlaginn. Allt lék í höndum hans, stórt og smátt. Árið 2005 bauðst Gunnar til að smíða kofa í garðinum mín- um sem varð að mikilli og fag- urri listasmíði. Færeyskur garð- kofi með torfþaki prýðir garðinn minn til minningar um einstakan mann. Þar sem ég skrifa þessa minn- ingargrein frá Andalúsíu á Spáni þá er algjörlega óraunverulegt að Gunnar Örn sé farinn. Ég er alls ekki búinn að meðtaka það. Við töluðum oft saman eftir að samstarfinu um hvalaverndina lauk. Hann sendi mér gjarnan greinar og fréttir um alls kyns efni sem hann rakst á. Þótt árin liðu og Gunnar væri fluttur til Kaupmannahafnar var hann allt- af jafn áhugasamur um dýravel- ferðina og hvatti mig óspart áfram. Og við ræddum um heima og geima. Ég reyndi að brýna fyrir honum að fara var- lega, að elska sig sjálfan og vera góður við sig svo hann hefði þrek og orku til að reynast öðr- um jafn vel og hann þráði. Við ræddum saman á samfélagsmiðl- um í sumar og haust og þá heyrði ég að hann var ekki á góðum stað. Honum var enn jafn umhugað um aðra og var að reyna að hjálpa öðru fólki en hafði mun minni áhuga á að hjálpa sér sjálfum. Ég hef aldrei kynnst mann- eskju með sterkari og einlægari réttlætiskennd en Gunnar Örn hafði. Hann var svo góður í gegn. Óréttlætið kvaldi hann. Nú hefur hann fengið frið í sál- ina. Minning um einstaklega góðan og fallegan dreng lifir að eilífu. Ég votta fjölskyldu Gunnars mína allra innilegustu samúð. Sigursteinn Róbert Másson. Við eigum erfitt með að trúa því að þetta sé raunveruleikinn, að þú sért farinn frá okkur, fal- lega sál, að við eigum ekki eftir að sjá þig né heyra í þér aftur. En það er engin spurning að þú ert hetjan okkar sanna. En minningarnar um þig eru svo margar og munu lifa og ylja okk- ur um hjartarætur. Takk fyrir allt yndislegi Gunnar Örn okkar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, Gunnar Örn Heim- isson Maríuson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.