Morgunblaðið - 10.12.2020, Síða 63
„Sjáðu hérna tví-
burana í mínum
bekk!“ Það eru frí-
mínútur á skólalóð-
inni í Langholtsskóla í kringum
1970. Sigrún Sigurbergsdóttir
tekur utan um okkur og sýnir
samkennara sínum tvenna tví-
bura í sínum bekk.
Við tvíburarnir, árgangur 1963,
bjuggum í Njörvasundi, tvíbbarn-
ir á eitt og tvíbbarnir á tvö, og vor-
um nemendur Sigrúnar fyrstu ár-
in okkar í skólanum. Við vorum í
SS-bekknum í fjóra vetur og
minningarnar eru ljúfar um þessi
ár og umsjónarkennarann okkar.
Kennararnir í skólanum höfðu
flestir starfað þar frá stofnun
skólans og voru einvalalið mennt-
aðra og metnaðarfullra grunn-
skólakennara sem sumir voru
landsþekktir skólafrömuðir.
Í fyrsta tíma í náttúrufræði lét
hún okkur ekki opna bókina á
fyrstu blaðsíðu heldur aftar í bók-
inni því hún vildi byrja á því að
kenna okkur um uppáhaldsblómið
sitt, sóleyna.
Hún bar mikla umhyggju fyrir
okkur og er það minnisstætt að
einhvern veturinn hófst fyrsti tími
klukkan 7.30, sem Sigrúnu fannst
ansi snemmt. Hún brá á það ráð
að hefja tímann í róglegheitum,
láta okkur fara með bæn og hvíla
fram á borðið drykklanga stund.
Hún sagði okkur frá ýmsu sem
er minnisstætt, t.d. frá æsku sinni
í Garðskagavita og við erum ekki
frá því að við höfum haldið að hún
hafi búið í vitanum eins og Tóbías
í turninum og gáð til veðurs.
Hún var samviskusamur kenn-
ari sem þurfti auðvitað að fylgja
námskrá. Á þeim árum var verið
Sigrún
Sigurbergsdóttir
✝ Sigrún Sig-urbergsdóttir
fæddist 10. október
1931. Hún lést 8.
nóvember 2020.
Sigrún var jarð-
sungin 20. nóv-
ember 2020.
að innleiða mengi,
sem var ný nálgun í
reikningi, og hún
lagði mikið á sig til
þess að við næðum
árangri í námsgrein-
inni sem varð hins
vegar misjafn eftir
því hvaða nemendur
áttu í hlut. Þar voru
tvíburastelpurnar
brattari en við tvíbu-
rastrákarnir sem
duttum snemma af baki og höfum
kannski aldrei komist á bak síðan
í stærðfræðinni. Verst þótti okkur
bræðrum að kennarinn tók tíma
af frjálslegu átthagafræðinni til
þess að berja inn í okkur mengi
þegar vorprófin nálguðust.
Sigrún leyfði nemendum að
njóta sín og skemmtilegasta
dæmið úr okkar bekk var kannski
þegar hún lét Önnu Siggu standa
uppi á borði og syngja fyrir allan
bekkinn „Ennið bjart og augun
blá, hollarí, hollará “.
Anna Sigríður Helgadóttir
varð auðvitað söngkona og syngur
þetta lag fyrir okkur þegar við
bekkjarsystkin eigum endur-
fundi.
Hún kenndi okkur skólaljóðin
og við fundum að þau voru henni
kær enda móðir hennar skáldkon-
an í vitanum. Það er minnisstætt
þegar hún sagði okkur einn morg-
uninn gráti næst að Jóhannes
skáld úr Kötlum væri fallinn frá.
Nú líður að jólum og auðvitað
eigum við líka endurminningar
tengdar aðventunni í Langholts-
skóla. Við fengum að skreyta
skólastofuna og kveikja á kertum.
Svo kom Sigrún með stóran
bakka með eldrauðum ilmandi
eplum sem allir fengu að gæða sér
á. Aldrei hafa epli smakkast eins
vel og þessi.
„Tíminn líður trúðu mér“ sagði
Sigrún oft þegar við unnum að
verkefnum. Hennar tími er nú lið-
inn. Við minnumst kennarans
okkar með þakklæti og sendum
fjölskyldu hennar innilegar sam-
úðarkveðjur.
Hrafnhildur
og Berglind,
Arinbjörn og Þórhallur
úr SS-bekknum.
Það er af hlýhug sem við hugs-
um til baka um skólagönguna í
Langholtsskóla. Ekki síst fyrir
þær sakir að þar tók á móti okkur
kennari sem sinnti starfi sínu af
ást og alúð. Sigrún var kærleiks-
rík kona, hún hafði góða nærveru
og bar hag nemenda sinna fyrir
brjósti. Hún kenndi okkur vísur
og ljóð af mikilli natni með fram-
úrskarandi árangri.
Kennarastarfið var henni í blóð
borið og innti hún það af hendi af
mikilli hugsjón. Við kveðjum Sig-
rúnu Sigurbergsdóttur en eftir
situr þakklæti fyrir umhyggju
sem hún sýndi okkur í kennslu-
stofum Langholtsskóla á níunda
áratugnum.
Aðstandendum sendum við
samúðarkveðjur.
Guðbjörg Árnadóttir fyrir
hönd F.S.S bekkjar 1987.
MINNINGAR 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020
✝ Guðrún Hall-dórsdóttir
fæddist á Blöndu-
ósi 21. október
1928. Hún lést á
heimili sínu, Eir-
arholti, 29. nóv-
ember 2020. For-
eldrar hennar voru
hjónin Kristjana
Guðmundsdóttir, f.
1909, d. 2005, og
Halldór Alberts-
son, f. 1886, d. 1961, frá Blöndu-
ósi. Systkini hennar voru Jón
Albert, f. 1930, d. 1930, Kristján
Albert, f. 1932, Haukur, f. 1938,
d. 1942, Sverrir Haukur, f.
1943, Dóra, f. 1947, og Haukur,
f. 1949. Þann 20. desember 1952
giftist hún Steinþóri Carli
Ólafssyni frá Skagaströnd, f.
1923, d. 1985. Foreldrar hans
voru Björg Berndsen, f. 1895, d.
1963 og Ólafur Lárusson, f.
1887, d. 1953.
Börn Guðrúnar og Steinþórs
eru fimm: 1) Steinunn, f. 1952,
gift Karli Rósinbergssyni, f.
1952, d. 2004, og eiga þau fjög-
ur börn: Maríu Rós, Steinþór
Carl, Gunnar Dór og Karen
áhrif á allt hennar líf en með
dugnaði og þrautseigju lét hún
fötlun sína ekki hefta sig. Hún
kynntist eiginmanni sínum,
Steinþóri Carl Ólafssyni frá
Skagaströnd, árið 1949 og giftu
þau sig á Blönduósi árið 1952
og hófu búskap í Reykjavík. Ár-
ið 1957 fluttu þau aftur í Húna-
vatnssýsluna og bjuggu þau á
Skagaströnd þar sem Steinþór
var stöðvarstjóri Pósts og síma.
Guðrún var heimavinnandi árin
sem þau bjuggu á Skagaströnd.
Árið 1963 fluttu þau aftur til
Reykjavíkur. Þar vann Guðrún
ýmis störf utan heimilisins, en
lengst af vann hún á Saumastof-
unni Bót. Guðrún var mikil
handverkskona og liggja eftir
hana mörg falleg verk auk þess
sem hún hannaði og saumaði föt
á börnin sín langt fram á full-
orðinsár þeirra. Guðrún var
alla tíð ósérhlífin og gekk í þau
verk sem vinna þurfti. Síðustu
árin bjó Guðrún á hjúkr-
unarheimilinu Eirarholti í
Reykjavík.
Útför Guðrúnar fer fram í
dag, 10. nóvember 2020, í Lang-
holtskirkju, klukkan 13. Vegna
aðstæðna verða aðeins nánustu
aðstandendur viðstaddir.
Streymt verður frá athöfninni á
slóðinni: https://youtu.be/
RL5II2vthIo
Virkan hlekk á slóð má nálg-
ast á: https://www.mbl.is/andlat
Petu. 2) Kristjana,
f. 1956, gift Indriða
Ívarssyni, f. 1951,
og eiga þau fjögur
börn: Sævar Má,
Steinar Örn, Hildu
Björk og Aðal-
björgu Rósu. 3)
Halldór Carl, f.
1959, d. 1985, hann
var giftur Hörpu
Harðardóttur, f.
1960, og eiga þau
tvö börn: Aðalheiði og Arnór. 4)
Ólöf Björg, f. 1962, gift Lee H.
Madden, f. 1953, dætur hans og
stjúpdætur Ólafar eru Jaime og
Haley. 5) Theodór Carl, f. 1970,
giftur Guðbjörgu Kristjáns-
dóttur, f. 1973, og eiga þau einn
son, Steinþór Carl. Barna-
barnabörn Guðrúnar eru orðin
19 og eitt barnabarna-
barnabarn.
Guðrún átti kærleiksríka og
áhyggjulausa æsku í foreldra-
húsum á Blönduósi ásamt systk-
inum sínum. Á unglingsárunum
veiktist hún af berklum og lá
hún á Landspítalanum á ár-
unum 1946 til 1949 vegna þess.
Þessi veikindi hennar höfðu
Nú hefur hún kvatt þessa
jarðvist eftir langa ævi, hún
Gunna stóra systir mín.
Gunna var elst okkar fimm
systkina sem komust á legg en
tvö létust á barnsaldri. Við ól-
umst upp á Blönduósi á ástríku
heimili foreldra okkar, þeirra
Kristjönu og Halldórs.
Heil 15 ár skildu á milli okk-
ar og alla tíð leit ég fremur á
hana sem mína aðra móður
fremur en systur. Gunna hélt
mér undir skírn á fermingar-
daginn sinn og einnig hélt hún í
hönd mína er ég ungur að árum
flutti frá heimahögunum til
borgarinnar.
Á unglingsárum glímdi hún
við langvinn veikindi vegna
berkla. Í þeirri erfiðu baráttu
komu persónueiginleikar henn-
ar vel í ljós en þeir einkenndust
af miklu þolgæði og þraut-
seigju.
Gunna trúlofaðist ungum
manni frá Skagaströnd, Stein-
þóri Carli Ólafssyni, sem síðan
varð eiginmaður hennar. Ekki
er því að neita að það örlaði í
fyrstu á efasemdum mínum um
ráðahaginn er ég stráklingur-
inn heyrði fyrst af því að
Gunna stóra systir hefði tekið
saman við mann frá Skaga-
strönd enda mikill rígur í þá
daga milli Blónduósinga og
Skagstrendinga. Efasemdir
mínar hurfu þó fljótt er ég
kynntist Steinþóri. Hann
reyndist einn sá allra besti og
greiðviknasti maður sem ég hef
kynnst og urðum við fljótt
miklir mátar.
Gunna og Steinþór eignuðust
fimm börn sem ég hef ávallt lit-
ið fremur á sem systkini mín en
frændsystkini.
Fleiri erfiðar áskoranir
mættu Gunnu systur á lífsleið-
inni en berklarnir. Eiginmann
sinn og son missti hún með
nokkurra vikna millibili árið
1985. Blessuð ég minning
þeirra.
Elsku bestu stóru systur á
ég mikið að þakka og kveð
hana hinstu kveðju með trega
og söknuði.
Ég og dætur mínar, Anna
Rut og Eydís, sendum börnum
Gunnu og fjölskyldum þeirra
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Þinn
Sverrir.
Guðrún
Halldórsdóttir
✝ María Olgeirs-dóttir fæddist í
Reykjavík 30. sept-
ember 1947 og ólst
þar upp. Hún lést á
Líknardeildinni í
Kópavogi þann 4.
desember 2020 eft-
ir stutt veikindi.
Foreldrar henn-
ar voru Olgeir
Þórðarson, f. 10.
desember 1915, d.
2. mars 1997, og Jóhanna
Bjarnadóttir f. 13. júlí 1922, d.
11. mars 2019. María var einka-
dóttir þeirra hjóna.
Eiginmaður Maríu er Hreiðar
S. Albertsson, bifreiðastjóri, f.
5. janúar 1949. Foreldrar hans
janúar 2012. Sonur Davíðs af
fyrra sambandi er Aron Bjarni
Davíðsson, f. 3. desember 1994.
María ólst upp með for-
eldrum sínum í Kleppsholtinu í
Reykjavík, fyrst á Langholts-
vegi en lengst af á Kleppsvegi
36. Þá bjó María föðuramma
hennar á heimilinu þar til hún
lést 1967.
María gekk í Langholtsskóla
og fór svo í Kvennaskólann í
Reykjavík. Hún starfaði alla
sína starfsævi, frá 17 ára aldri,
hjá Strætisvögnum Reykjavíkur
eða í um rúm 50 ár.
Útför Maríu fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 10. desember
2020, og hefst athöfnin klukkan
13. Vegna aðstæðna geta aðeins
nánir aðstandendur og vinir
verið viðstaddir.
Útförinni verður streymt á
slóðinni: http://streyma.is/utfor/
eru Albert Þor-
björnsson, f. 23.
maí 1925, d. 23.
mars 1998, og
Laufey Þorleifs-
dóttir, f. 8. maí
1930.
María og Hreið-
ar gengu í hjóna-
band 30. september
1987.
Dóttir þeirra er
Jóhanna Olga
Hreiðarsdóttir, f. 14. maí 1984.
Þá átti Hreiðar fyrir soninn
Davíð Kristján Hreiðarsson, f. 3.
nóvember 1971. Eiginkona hans
er Guðrún Petra Árnadóttir f.
31. ágúst 1980. Sonur þeirra er
Davíð Steinberg Davíðsson, f. 6.
Við kveðjum hér kæra mág-
konu og tengdadóttur sem féll frá
einungis þremur vikum eftir að
hún greindist með illvígan sjúk-
dóm. Ekki grunaði okkur að veik-
indi hennar væru orðin svo alvar-
leg þótt vissulega hefði heilsu
hennar hrakað að undanförnu.
Mann setur hljóðan við sára frétt
og sér hversu stutt getur verið á
milli lífs og dauða. Vegna heims-
faraldurs gátum við ekki kvatt
sem var sömuleiðis afar sárt.
María var hógvær kona, næst-
um hlédræg, en gestrisin og tók
vel á móti fólki enda einstaklega
heimakær. Myndarleg húsmóðir
sem eldaði og bakaði af mikilli
snilld.
Hún var virðuleg í fasi og
hreinskilin en laus við alla yfir-
borðsmennsku. María var fylgin
sér og ákaflega trygg vinnuveit-
endum sínum en hún starfaði á
skrifstofu Strætisvagna Reykja-
víkur allan sinn starfsferil sem
þykir býsna merkilegt nú til
dags.
Desember er erfiður mánuður
til að kveðja sína nánustu. Það er
skarð fyrir skildi við andlát Mar-
íu. Við vottum Hreiðari, Jóhönnu,
Davíð, Guðrúnu Petru og barna-
börnum okkar dýpstu samúð.
Laufey Þorleifsdóttir,
Sigurlaug, Guðrún,
Elín og Þorbjörg ásamt
fjölskyldum.
Mæja frænka mín er látin. Það
kom mjög á óvart og okkur var
verulega brugðið þegar við frétt-
um það. Við vissum ekki að veik-
indi hennar væru svona alvarleg
fyrr en nokkrum dögum fyrir
andlátið. Við Mæja vorum frænk-
ur og umgengumst mikið sem
krakkar. Hún var bóngóð, ljúf og
kát og hafði góða nærveru. Mæð-
ur okkar voru systur og feður
okkar bræður og mikið samneyti
milli fjölskyldnanna.
Fjölskyldurnar skiptust oft á
heimsóknum. Það var alltaf mjög
ánægjulegt að koma á Klepps-
veginn til þeirra Onnu, Olgeirs og
Mæju. María amma bjó hjá þeim.
Hún var móðir pabba og Ol-
geirs og Mæja var skírð í höfuðið
á henni. Alltaf var tekið opnum
örmum á móti okkur með hlýjum
hug og veisluborði.
Fjölskyldurnar ferðuðust oft
saman. Stundum fóru foreldrarn-
ir einir en oft fengum við stelp-
urnar að fara með. Við fórum allt-
af akandi lengri eða skemmri
vegalengdir og ferðirnar voru
stundum krefjandi á vondum
malarvegum þess tíma. Við fór-
um oft á Vestfirðina, gistum þá
gjarnan í Reykjanesi í Ísafjarð-
ardjúpi og heimsóttum frænd-
fólkið í Reykjafirði. Við fórum
stundum um verslunarmanna-
helgi í Bjarkalund og gistum
þar. Þaðan eru margar góðar
minningar um indælar sam-
verustundir.
Við Mæja brölluðum ýmis-
legt saman í bernsku. M.a. fór-
um við í dansskóla ásamt Krist-
ínu systur og Sævari frænda.
Þessi minning kom í huga minn
þegar ljósmyndari nokkur aug-
lýsti nýlega eftir nöfnum fjög-
urra barna á mynd sem hann
tók á grímuballi fyrir u.þ.b. 60
árum. Myndin var af okkur
frændsystkinunum.
Á fullorðinsárum bjuggum
við, þá giftar konur, hvor á sínu
landshorninu með fjölskyldum
okkar. Þá fækkaði heimsóknun-
um enda langt á milli. Við vor-
um samt alltaf í símasambandi.
Mæja giftist Hreiðari og þau
eignuðust Jóhönnu Olgu sem
Mæja var svo stolt af og þótti
svo vænt um. Jóhanna Olga var
skírð í höfuðið á Jóhönnu ömmu
sinni og Olgeiri afa sínum.
Elsku Mæja, við söknum þín
og þökkum vináttu þína alla tíð.
Ég vil gjarna lítið ljóð
láta af hendi rakna.
Eftir kynni afargóð
ég alltaf mun þín sakna.
(Guðrún V. Gísladóttir)
Kæru Hreiðar, Jóhanna Olga
og aðrir aðstandendur. Guð gefi
ykkur styrk í sorginni.
Guðrún Ólafsdóttir og
Pétur Friðrik Þórðarson.
Það var í Langholtsskóla
haustið 1954 að ég hitti æskuvin-
konu mína Maríu Olgeirsdóttur
fyrst. Við vorum að byrja í skóla
og vorum svo heppnar að lenda í
bekk, ásamt 30 öðrum krökkum
hjá Ragnheiði Finnsdóttur, þeim
góða kennara. Hjá henni vorum
við allan barnaskólann eða frá 7
ára aldri til 12 ára. Við Mæja sát-
um saman allt frá byrjun og allan
barnaskólann og svo þau fjögur
ár sem við vorum í Kvennaskól-
anum. Allan þennan tíma vorum
við vinkonur en það var lengra en
svo á milli heimila okkar að við
hittumst mikið eftir skóla því
ekki var til siðs að skutla börnum
milli staða, fæst heimili voru með
bíl til ráðstöfunar. Mæja var
einkabarn foreldra sinna en ég
kom úr stórri og barnmargri fjöl-
skyldu og því fannst mér mikið til
um rólegheitin heima hjá Mæju
vinkonu minni þegar ég kom til
hennar. Á heimilinu bjó María
föðuramma Mæju og lengi vel sá
hún að einhverju leyti um heim-
ilið en Jóhanna móðir Mæju var
alltaf útivinnandi. Það var gaman
að koma inn á heimilið, Jóhanna
kát og glettin, Olgeir öllu hæglát-
ari. Þau hjónin héldu margar
góðar veislur og var mér oft boð-
ið með í fjölskylduveislur og allt-
af var jafnvel tekið á móti fólki og
má segja að borðin hafi svignað
af glæsilegum veitingum, alls
konar hnallþórum ásamt fleira
góðgæti, og gestrisnin í fyrir-
rúmi.
Þegar Mæja var 17 ára var
kominn bíll á heimilið og þá
breyttist nú veröldin hjá okkur
stelpunum því Mæja tók strax
bílpróf og var þá farið á rúntinn
eins og sagt var á þessum árum.
Kvöld eftir kvöld var farið á
rúntinn þar sem önnur ung-
menni voru á ferð og oft mikið
fjör og gaman. Á þessum árum
voru ekki útvörp í bílum og því
var farið með ferðaútvarp af stað
á laugardagskvöldum þegar
danslögin voru og sungið og
trallað með. Oft var bílunum lagt
og þá komu ungir piltar yfir í bíl-
ana til stúlknanna og eflaust hafa
einhver langtímasambönd orðið
til á þessum tímum. Á afmælis-
degi Mæju þegar hún varð 19 ára
var mikill viðbúnaður á heim-
ilinu. Þar var nýbúið að festa
kaup á sjónvarpi og þetta var
daginn sem fyrsta útsending ís-
lensks sjónvarps var send út.
Það var mikil veisla á Kleppsveg-
inum þetta kvöld og systkini Jó-
hönnu og Olgeirs mætt með
börnum sínum og ég fékk að vera
með. Þessi kvöldstund hefur
fylgt mér í gegnum árin og hugsa
ég með hlýhug til margra góðra
stunda sem ég átti með fjöl-
skyldu Mæju vinkonu minnar á
þessum árum.
Ég sendi Hreiðari, Jóhönnu
og öðrum ástvinum Mæju mínar
dýpstu samúðarkveðjur.
Magnea Ingólfsdóttir.
María Olgeirsdóttir HINSTA KVEÐJA
Hver minning dýrmæt perla að
liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf,
sem gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu
að kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Guðný, Kolbrún og
fjölskyldur.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Minningargreinar