Morgunblaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 64
64 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020 ✝ Guðrún Dag-bjartsdóttir fæddist í Reykjavík 18. janúar 1935. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 29. nóvember 2020. Foreldrar henn- ar voru Jórunn Ingimundardóttir, f. 29.1. 1911 í Kald- árholti, Holta- hreppi, Rangárvallasýslu, d. 24.7. 2008, og Dagbjartur Lýðs- son kaupmaður, f. 10.2. 1906 í Hjallanesi í Landsveit, Rang- árvallasýslu, d. 9.7. 1957. Systkini Guðrúnar eru Ingv- eldur, f. 5.10. 1933, Sigríður, f. 8.6.1937 og Steingrímur Örn, f. 20.01. 1942. Guðrún giftist 3. maí 1958 eft- irlifandi eiginmanni sínum, Halldóri Jónatanssyni, fv. for- stjóra Landsvirkjunar, f. 21. jan- úar 1932 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Jónatan Hallvarðs- son, fv. hæstaréttardómari, f. 4) Steinunn innanhúss- arkitekt, f. 24.11. 1973, gift Raj Kumar Bonifacius viðskipta- fræðingi, f. 8.11. 1969. Börn þeirra eru: a) Rafn Kumar, f. 17.10. 1994, b) Ívan Kumar, f. 23.4. 2002, c) Mikael Kumar, f. 20.12. 2004 og d) Viktoría Inez, f. 3.5. 2007. Guðrún var fædd og uppalin í Reykjavík. Guðrún og Halldór stofnuðu sitt fyrsta heimili við Sörlaskjól í Reykjavík. Lengst af bjuggu þau á Þinghólsbraut í Kópavogi, eða í rúm 40 ár, og síðast í Efstaleiti í Reykjavík. Hún stundaði nám við hús- mæðraskóla í Kaupmannahöfn. Ásamt uppeldi dætra sinna vann hún sem fulltrúi hjá Saka- dómara, Borgardómi, Hagstofu Íslands og Hlutafélagaskrá. Guðrún greindist nýlega með ólæknandi krabbamein sem varð hennar banamein. Útförin fer fram frá Foss- vogskirkju 10. desember 2020 klukkan 13. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur við- staddir. Stytt slóð á streymi: https://tinyurl.com/y5wco5vb Virkan hlekk á streymi má nálgast á https://www.mbl.is/andlat 14. október 1903 í Skutulsey á Mýr- um, d. 19. janúar 1970 í Reykjavík og Sigurrós Gísladótt- ir, f. 9. nóvember 1906 í Reykjavík, d. 8. mars 1992. Börn þeirra eru: 1) Dagný verk- fræðingur, f. 22.10. 1958, gift Finni Sveinbjörnssyni hagfræðingi, f. 31.1. 1958. Börn þeirra eru a) Guðrún Halla, f. 25.2. 1984, gift Herði K. Heið- arssyni. Börn þeirra eru Heiðar Kári, f. 15.2. 2014 og Dagný Lilja, f. 27.8. 2017. b) Svein- björn, f. 30.3. 1989. 2) Rósa tölvunarfræðingur, f. 25.8. 1961, gift Vilhjálmi S. Þor- valdssyni verkfræðingi, f. 10.5. 1961. Synir þeirra eru: a) Hall- dór, f. 1.3. 1990, b) Ingimundur, f. 4.2. 1994 og c) Þorvaldur Kári, f. 11.3. 1997. 3) Jórunn verkfræðingur, f. 8.10. 1962. Með sorg í hjarta minnumst við okkar ástkæru tengdamóður og ömmu Siddu. Amma var alltaf til staðar fyrir okkur þegar þess þurfti. Þegar við krakkarnir vor- um yngri var hún tilbúin að að- stoða okkur með skólaverkefnin og þykir okkur afar vænt um það í dag. Aldrei fór maður svangur frá ömmu, hún átti alltaf til ís og annað góðgæti handa okkur krökkunum. Hjá ömmu máttum við gera allt; þó að mamma og pabbi bönnuðu það var amma alltaf með okkur í liði. Hátíðarstundirnar verða alltaf eftirminnilegar og ferðalögin bæði innanlands og utan sem við fórum saman í. Amma elskaði að vera úti í sólinni og eigum við margar dýrmætar minningar frá sumarfríum erlendis og úr sum- arbústaðnum. Hún hugsaði vel um heilsuna og fór reglulega í sund og út að ganga. Amma spilaði golf og gaman að rifja upp þann tíma þegar við spiluðum saman á golfvellinum við Egilsstaði eitt sumrið. Það var hlægilegt hversu mörgum golfkúlum við týndum í skurðum og skutum á vitlausar brautir. Árangur í lok dags var ekki tal- inn í höggum heldur frekar hversu margar golfkúlur voru eftir í töskunni. En það skemmti- lega var að bæði hún og afi náðu að bæta sig töluvert fram úr okk- ur og voru þau áhugasamir kylf- ingar í mörg ár. Það er svo sárt að kveðja þig elsku Sidda. Á þessum árstíma vorum við alltaf farin að hlakka til að njóta jólanna með þér og afa á fallega heimilinu ykkar. Ekkert getur komið í staðinn fyr- ir allar hlýju móttökurnar þínar um jólin. Þar leið okkur best á aðfangadag með gómsæta ham- borgarhrygginn og hugulsemi þína þegar kom að því að velja hver hneppti möndluna í möndlu- grautinn. Við erum þakklát fyrir öll árin sem við áttum með þér. Minn- ingar um ástkæra og hlýja ömmu og tengdamóður munu lifa áfram í hjarta okkar. Við elskum þig, hvíl í friði. Raj Kumar, Rafn Kumar, Ívan Kumar og Mikael Kumar. Það er erfitt að trúa því að Guðrún tengdamóðir mín skuli vera búin að kveðja í hinsta sinn. Ég var lánsamur er örlögin leiddu okkur Rósu dóttur hennar og Halldórs saman og ég varð hluti af fjölskyldu þeirra. Margs er að minnast á þeim árum sem síðan eru liðin. Guðrún, eða Sidda eins og hún var gjarnan kölluð, er mér sem góðhjörtuð, falleg og hlý kona, með góða nærveru, ró- leg, jarðbundin og glaðlynd. Hún bjó fjölskyldu sinni fallegt heim- ili. Það var ætíð gott að koma til hennar og Halldórs, fyrst í Kópa- voginn, síðar í Efstaleitið og í sumarbústaðinn. Þar áttum við saman margar góðar samveru- stundir, og þar hittist gjarnan öll fjölskyldan í kaffi um helgar. Jól og áramót eru að sjálfsögðu minnisstæð, en venjan var að vera hjá Siddu og Halldóri á að- fangadagskvöld. Áður fyrr skipt- ust Sidda og systkini hennar á að halda gamlársboð fyrir alla stór- fjölskylduna. Þessum sið hefur verið haldið við hjá dætrum Siddu sem nú skiptast á að halda boðin. Sidda unni fjölskyldu sinni vel og voru barnabörnin henni hug- leikin. Hún var heilsuhraust þar til undir það allra síðasta. Þau hjónin ferðuðust mikið og eigum við góðar minningar frá ferðalög- um með þeim og fjölskyldunni. Hún hafði gaman af að spila golf og spiluðu þau Halldór saman meðan heilsan leyfði. Hún fylgd- ist vel með og var fljót að taka upp nýjungar í tölvum og tækni. Þegar við Rósa stóðum í hús- byggingu bjuggum við hjá þeim Siddu og Halldóri í Kópavoginum og þar eignuðumst við okkar elsta son. Sú aðstoð og stuðning- ur sem við fengum verður seint þakkað. Ég minnist Siddu tengdamóður með virðingu, hlý- hug í hjarta og þakklæti fyrir allt það sem hún hefur gert fyrir mig. Hvíl í friði. Vilhjálmur Smári Þorvaldsson. Elsku amma. Ég vildi bara segja þér að ég sakna þín svo mikið að ég trúi ekki að þú sért farin upp í himnaríki. Þú varst alltaf svo góðhjörtuð, falleg, brosmild og skemmtileg að hitta og tala við. Þú lést mig alltaf fara með bros á vör og ég gat sagt þér allt í heiminum og þú mundir aldrei segja neinum. Ég vil bara fá að hitta þig aftur og segja þér að ég elska þig meira en allt. Ég man þegar ég kom heim til þín með garn og prjóna og bað þig að kenna mér að prjóna og þú kenndir mér að prjóna trefilinn sem ég síðan gaf þér í afmæl- isgjöf. Ég mun aldrei í heiminum gleyma þér vegna þess að allt sem þú gerðir fyrir mig gerðir þú með bros á vör. Þín ömmustelpa, Viktoría Inez. Kæra amma Sidda, nú ert þú lögst til hinstu hvílu. Ég skrifa til þín þessi orð til að kveðja þig og þakka fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og fjölskylduna okkar. Þau voru ófá skiptin sem ég kom í pössun til þín og afa á Þing- hólsbraut í Kópavogi og mínar elstu minningar af þér eru þaðan. Þú tókst á móti mér og okkur barnabörnunum með hlýjan faðm og glaðlegt bros. Heimilið ykkar var griðastaður en á sama tíma ævintýraheimur. Þú gafst okkur frelsi til að blómstra þegar við lékum ímyndunarleiki í stóra húsinu ykkar þar sem hvert her- bergi var framandi land og hver mubla spennandi skrímsli. Við gátum svo treyst því að á kvöldin var alltaf á boðstólnum vanilluís með Hershey’s-súkkulaðisósu. Það var toppurinn á tilverunni. Þú ræktaðir ættgarðinn vel enda rík kona með þinn mynd- armann, glæsidætur og afkom- endur. Þér tókst að skapa hlýtt og gott andrúmsloft í öllum fjöl- skyldu- og hátíðarboðum og þar tróna á toppnum aðfangadags- kvöldin. Þótt ég hafi lítið kynnst þeirri hlið á þér þá grunar mig að þú hafir verið nokkur stemm- ingskona og ein vísbending um það var Passoa-jóladrykkurinn sem skálað var í þegar klukkan sló sex á aðfangadagskvöld. Því miður ertu farin, ég hefði gjarnan viljað verja meiri tíma með þér og rækta okkar tengsl sem tvær fullorðnar manneskjur. Eiga með þér einlægar stundir og ræða lífið og tilveruna. Ég hefði dregið lærdóm af þínum sigrum og ósigrum í lífinu. Þeir hafa eflaust verið margir enda gæfuríkt líf að baki. Fyrst og fremst vil ég þó þakka þér. Takk fyrir að hafa alið upp mömmu, takk fyrir að hafa gætt mín og umvafið mig hlýju og takk fyrir allar góðu minning- arnar frá Þinghólsbrautinni, Grímsnesinu og Efstaleitinu. Það er sárt að kveðja þig en það er huggun að nú hvílist þú. Þinn dóttursonur, Sveinbjörn Finnsson. Elsku besta amma Sidda. Glæsilegri konu hef ég ekki þekkt og allt í kringum þig fékk ljóma af því. Sumar af mínum ljúfustu minningum úr barnæsku eru frá því að fylgjast með þér undirbúa jólin og fá svo að njóta afrakst- ursins með allri fjölskyldunni. Einu sinni hélt ég að jólin kæmu ekki nema haldið væri upp á að- fangadagskvöld hjá þér og afa á Þinghólsbraut 46. Mér fannst það ótrúlegt að ykkur skyldi detta í hug að minnka við ykkur og flytja, og þar með fórna jól- unum í leiðinni. En auðvitað kom þá í ljós að jólin eru ekki háð staðsetningu heldur fólkinu sem við fáum að vera með. Reyndar er það þannig að þegar ég lít til baka þá eru svo margar af mín- um góðu minningum tengdar umhverfi sem þú og afi sköpuðuð, hvort heldur sem var á heimili ykkar, í sumarbústaðnum eða annars staðar. Fátt virtist veita þér meiri ánægju en að njóta sólarinnar og þú varst alltaf fljót að stökkva til ef glitti í sól. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar við vorum einu sinni á Mallorca og þú varst farin að bera á þig olíu í stað sól- arvarnar. Enda dáðist ég líka alltaf að fallegu brúnu húðinni þinni. Það þótti ekkert tiltökumál í þá daga, en að þú skulir hafa séð um þrjár litlar stelpur og haldið heimili í toppstandi finnst mér hreint út sagt aðdáunarvert og ekki gæti ég leikið það eftir. Svo var alltaf jafn skondið að heyra hvað þú varst fegin að farið var að bjóða upp á leikskóla þegar litla örverpið þitt kom til sögunn- ar. Og það skil ég fullkomlega. Mér hefur alltaf fundist ég hafa fengið forskot á sæluna að vera fyrsta barnabarnið þitt og það gleður mig mikið að börnin mín hafi fengið að kynnast þér og gert þig að langömmu. Við mun- um öll sakna þín óskaplega mikið. Þín nafna og dótturdóttir Guðrún Halla. Elsku amma okkar Guðrún Dagbjartsdóttir, eða amma Sidda eins og við barnabörn hennar ávallt kölluðum hana, hefur kvatt okkur eftir erfiða baráttu við krabbamein. Það hef- ur verið okkur erfitt að sættast við það að hún sé farin. Meinið greindist undir lok liðins sumars, en aldrei grunaði okkar að enda- lokin myndi bera svo brátt að. Þótt síðustu mánuðir hafi verið erfiðir, sérstaklega í ljósi að- stæðna í samfélaginu, tók hún hverjum degi með jákvæðni og ró eins og henni einni var lagið. Í þau skipti sem við fengum að hitta hana í haust var ekki að sjá að eitthvað amaði að. Fyrir að- eins nokkrum dögum hlökkuðum við til að vera með henni á jól- unum, en nú er hún ekki hér. Söknuðinum er ekki hægt að lýsa, en þegar við hugsum til baka vakna hlýjar minningar um allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Eins erfitt og það er að missa ömmu Siddu svona rétt fyrir jól, þá vermir það okkur um hjarta- rætur að hugsa um allar stund- irnar sem við áttum saman í gegnum tíðina. Minningarnar um öll aðfangadagskvöldin, gamlárs- kvöldin, sumrin í Grímsnesinu, fríin okkar í Flórída og ekki síst öll kaffiboðin hjá þeim afa þar sem skipst var á skoðunum og líf- legar umræður áttu sér stað. Við minnumst þess einnig sérstak- lega að hafa verið í pössun hjá ömmu í Kópavogi þegar við vor- um krakkar. Í seinni tíð eftir að amma og afi fluttu í Efstaleitið héldum við mikið upp á að fara í sundlaugina sem tilheyrði hús- inu. Þessar minningar munu fylgja okkur alla tíð. Amma Sidda vildi alltaf hafa hreint og fínt í kringum sig. Þó svo að hún væri komin á níræð- isaldur var hún stundum staðin að því að þrífa ljósakrónuna fyrir ofan borðstofuborðið. Á jólunum var hún alltaf búin að ryksuga, skúra, pússa silfrið og gera allt fínt með margra daga fyrirvara. Á Þorláksmessu var hún meira að segja búin að leggja á kvöld- matarborðið fyrir aðfangadags- kvöld. Við bræðurnir viljum meina að við séum líkir ömmu að þessu leyti og að hún hafi innrætt okkur þessa siði. Öllum líðum okkur best þegar við höfum hreint í kringum okkur og skipu- lag á hlutunum. Hún amma var nægjusöm og lét lítið fyrir sér fara. Hún studdi okkur alltaf í öllu því sem við tók- um okkur fyrir hendur. Hvernig sem á stóð fann hún alltaf já- kvæðu hliðina. Við munum aldrei gleyma þér elsku amma. Hvíl í friði. Halldór, Ingimundur og Þorvaldur Kári. Skarð er höggvið í systkina- hópinn við fráfall Siddu systur minnar. Hún lést í byrjun að- ventu, er hátíð ljóss og friðar gekk í garð. Hennar er sárt sakn- að og mikill missir fyrir fjölskyld- una, einkum fyrir Halldór, ekki síst á erfiðum tímum. Sidda var næstelst okkar fjög- urra systkina, sem söknum henn- ar sárlega. Henni kippti í kyn móðurfólksins frá Kaldárholti í Holtum, dökk á brún og brá. Eins og mamma okkar. Þura fóstra þeirra Kaldárholtssystk- ina sagði um mömmu að hún væri engilfögur. Það fannst mér líka sem lítil hnáta, reyndar alla tíð. Að vera af Kaldárholtsætt höfum við í fjölskyldunni gjarnan gant- ast með, þegar fram koma þau ættareinkenni hjá okkur, sem lýsa yfirvegun og orðheldni. Átti það sannarlega við um systur okkar. Sidda var glæsileg kona, sem eftir var tekið, farsælum gáfum gædd. Sem ung stúlka stundaði hún nám í húsmæðraskóla í Dan- mörku. Er minnisstætt við heim- komuna þegar hún fór að spreyta sig í eldhúsinu. Aldrei hafði mað- ur bragðað eða séð jafn góðan og fallega fram borinn mat. Svo hóf hún hárgreiðslunám hjá móður- systur okkar, Kristínu Ingi- mundardóttur, en Kristín rak eina helstu og virtustu hár- greiðslustofu bæjarins á þessum tíma í Kirkjuhvoli þar sem nú er Klausturbar. Hún menntaði fjölda ungra stúlkna í sínu fagi og þar eignaðist Sidda sínar bestu vinkonur. Sidda var ritari við Sakadóm Reykjavíkur og síðar hjá borg- ardómara. Ég kom í kjölfar hennar í sakadóm sem ritari. Einn af dómurunum sagði mér að Sidda hefði verið besti ritari sinn. Hann hefði ávallt pantað hana þegar hann réttaði í erfiðum mál- um. Svo kom Halldór inn í hennar líf. Þau byggðu sér myndarlegt hús við Þinghólsbraut í Kópavogi er fjölskyldan fór stækkandi. Dæturnar urðu fjórar. Var mikill og góður samgangur milli fjöl- skyldna okkar á þessum tíma. Við minnumst skemmtilegra ferðalaga og þegar stórfjölskyld- an kom saman á gamlárs- kvöldum. Þau voru höfðingjar heim að sækja og heimilið list- rænt og menningarlegt. Það er margs að minnast á langri ævi. Við systur höfum haft þá reglu að bjóða í kaffi til skiptis und- anfarin ár, til að viðhalda góðu sambandi. Síðast hittumst við í júlí hjá Stellu á sólríkum hásum- ardegi. Við sátum úti í garði og dáðumst að fallegu útsprungnu rósunum og gróskunni allt um kring. Ekki grunaði mig þá að þetta væri í síðasta sinn sem við sætum með Siddu. Ég minnist hennar eins og hún var þá, fjörug og brosandi í miðjum rósagarð- inum. Við Eggert vottum Halldóri og fjölskyldunni innilegustu samúð okkar. Sigríður Dagbjartsdóttir. Guðrún Dagbjartsdóttir Það að Gunni vinur minn sé dáinn á ég erfitt með að skilja og meðtaka. Af því að við upplifðum svo margt saman og vorum búin að ákveða hvernig við myndum halda upp á áttræð- isafmælið saman. Í millitíðinni átti að búa til margar skemmti- legar minningar. Þær urðu því miður ekki að veruleika en þær sem við lifðum saman voru ótal- margar og ógleymanlegar. Við Gunni ólumst upp í sama hverfi, Háaleitishverfinu, geng- um í sama barnaskóla, gagn- fræðaskóla og síðar í Mennta- skólann við Hamrahlíð en þaðan útskrifuðumst við saman vorið 1981. Svo fórum við bæði í íslensku- deildina í HÍ þar sem leiðir okk- ar lágu reglulega saman. Á þess- um árum vorum við fyrst og síðast góðir kunningjar en kunn- Gunnar Þorsteinn Halldórsson ✝ Gunnar Þor-steinn Hall- dórsson fæddist 9. apríl 1960. Hann lést 19. október 2020. Útför Gunnars Þorsteins fór fram 3. desember 2020. ingsskapurinn breyttist í vináttu eftir að við fórum að kenna norræn- um stúdentum við sumarháskóla HÍ árið 1997. Þar kenndum við ásamt valinkunnu liði ár eftir ár og var margt skemmtilegt brallað á þessum árum. Rétt upp úr aldamótum urðu tímamót í lífi okkar beggja sem urðu til þess að vinátta okkar styrktist enn frekar, við urðum trúnaðarvinir og sá trúnaður brast aldrei. Við töluðum saman í síma á hverjum degi um margra ára skeið, hann skaust til mín þegar laga þurfti eldhús og ég yfir til hans þegar sauma þurfti gard- ínur. Hann málaði fyrir mig stofu, setti upp hillur og ég eld- aði lasagna. Þegar ég hélt að ég væri að fá hjartaáfall í París kom hann æðandi á línuskaut- unum dauðhræddur um konuna sem ekkert var að. Því þannig var hann, passaði upp á sína. Við vorum vinir í blíðu og stríðu og ég mun sakna svo margs. Ég mun sakna þess að heyra ekki lengur röddina hans í símanum, að geta ekki lengur bankað upp á í Garðastrætinu og að ekki verði framar valsað saman um strætin í París. Ég mun sakna allra sagnanna og hlátursins því það vantar sögur og hlátur í lífið þegar Gunni er farinn. Fyrir mína hönd og barnanna minna sendi ég Önnu, Eddu, börnum og öðrum aðstandend- um mínar dýpstu samúðarkveðj- ur. Sigríður Albertsdóttir. Gunnar Þorstein hef ég þekkt frá fæðingu, Anna mamma hans er æskuvinkona mín. Hann var glaðlyndur og fullur af orku, með fallega opna brosið sitt. Sem fullorðinn maður varð hann vinur minn og ég fylgdist með honum úr fjarlægð þar sem hann bjó í París og kenndi við Sorbonne. Ég á Gunnari margt að þakka, einstaka gestrisni í húsinu á Fáskrúðsfirði, hann bauð mér líka að búa með Önnu í íbúðinni í París, og allt bar vott um hans næma fegurðarskyn. Fyrir nokkru kom út ljóðabók eftir Gunnar, falleg og sterk, hún ber nafnið „TAKK“. Hann tileinkaði hana móður sinni, en á milli þeirra var óvenjulega fag- urt samband. Ég votta elsku Önnu, börnum hans og öllum ástvinum mína dýpstu samúð. Elsa Vestmann Stefánsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.