Morgunblaðið - 10.12.2020, Side 72

Morgunblaðið - 10.12.2020, Side 72
72 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020 Meistaradeild karla D-RIÐILL: Midtjylland – Liverpool .......................... 1:1  Mikael Anderson kom inn á hjá Midtjyll- and á 63. mínútu. Ajax – Atalanta......................................... 0:1 Lokastaðan: Liverpool 13, Atalanta 11, Ajax 7, Midtjyll- and 2.  Liverpool og Atalanta í 16-liða úrslit, Ajax fer í Evrópudeildina. H-RIÐILL: París SG – Istanbul Basaksehir.............. 5:1  Haldið áfram frá 14. mínútu eftir að leik var hætt í fyrrakvöld. Lokastaðan: París SG 12, Leipzig 12, Manchester Unit- ed 9, Istanbul Basaksehir 3.  París SG og Leipzig fara í 16-liða úrslit en Manchester United í Evrópudeildina  Öðrum leikjum gærkvöldsins í Meistara- deild karla var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Sjá mbl.is/sport. Meistaradeild kvenna 32ja liða úrslit, fyrri leikir: Guria Lanchkhuti – Rosengård............. 0:7  Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik- inn með Rosengård og skoraði sjötta mark liðsins. Juventus – Lyon....................................... 2:3  Sara Björk Gunnarsdóttir lék fyrstu 57 mínúturnar með Lyon. SL Benfica – Chelsea .............................. 0:5  Cloé Lacasse lék allan leikinn með Ben- fica en María Þórisdóttir kom inn á hjá Chelsea á 61. mínútu. Minsk – Lilleström................................... 0:2 Zhilstroy – Kazygurt ............................... 2:1 Sparta Prag – Glasgow City.................... 2:1 Subotica – Wolfsburg............................... 0:5 Gautaborg – Manchester City ................ 1:2 PSV Eindhoven – Barcelona................... 1:4 St. Pölten – Zürich ................................... 2:0 Servette – Atlético Madrid...................... 2:4 Noregur Aalesund – Strömsgodset....................... 1:4  Davíð Kristján Ólafsson lék fyrstu 68 mínúturnar með Aalesund.  Valdimar Þór Ingimundarson kom inn á eftir 33 mínútur hjá Strömsgodset og Ari Leifsson eftir 77 mínútur. Haugesund – Bodö/Glimt....................... 0:4  Alfons Sampsted lék allan leikinn með Bodö/Glimt. Start – Brann ........................................... 1:1  Guðmundur Andri Tryggvason lék ekki með Start vegna meiðsla. Jóhannes Harð- arson þjálfar liðið.  Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn með Brann. Sarpsborg – Sandefjord ......................... 0:0  Emil Pálsson lék allan leikinn með Sarpsborg og Viðar Ari Jónsson lék síðari hálfleikinn. Danmörk Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: Nyköbing – OB......................................... 0:3  Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði fyrra mark OB og fór af velli á 68. mínútu. Aron Elís Þrándarson lék ekki vegna meiðsla. B-deild: Vendsyssel – Esbjerg .............................. 1:2  Andri Rúnar Bjarnason lék ekki með Esbjerg vegna meiðsla. Ólafur H. Krist- jánsson þjálfar liðið.  Meistaradeild karla A-RIÐILL: Pick Szeged – Meshkov Brest............ 30:27  Stefán Rafn Sigurmannsson lék ekki með Pick Szeged vegna meiðsla. Evrópudeild karla D-riðill: GOG – Tatabánya ................................ 30:28 Viktor Gísli Hallgrímsson varði 14 skot í marki GOG. Leikið var í Ungverjalandi en fyrri leikurinn var einnig þar í fyrradag og þá vann GOG 35:32. Danmörk Skjern – Fredericia ............................. 36:30  Elvar Örn Jónsson skoraði 5 mörk fyrir Skjern og gaf 3 stoðsendingar. Noregur Halden – Drammen ............................. 24:34  Óskar Ólafsson skoraði ekki fyrir Dram- men en átti 2 stoðsendingar. Svíþjóð Skövde – Sävehof ................................ 23:32  Bjarni Ófeigur Valdimarsson lék ekki með Skövde.   Evrópubikarinn C-riðill: Andorra – Lokomotiv Kuban......... 100:106  Haukur Helgi Pálsson var stigahæstur hjá Andorra með 21 stig.  Staðan: Virtus Bologna 8/0, Lokomotiv Kuban 7/2, Mónakó 4/3, Andorra 3/4, Lietkabelis 1/7, Antwerpen 1/8.   Atalanta komst áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar karla í knattspyrnu ásamt Liverpool. Atalanta vann Ajax 1:0 í Amsterdam. Mikael And- erson lék rúman hálftíma með Midt- jylland gegn Liverpool og litlu mun- aði að hann næði að skora rétt fyrir leikslok. Liðin gerðu 1:1 jafntefli í Danmörku en enska liðið hafði tryggt sér efsta sætið í riðlinum fyr- ir lokaumferðina. Alexander Scholz, fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar, tryggði dönsku meisturunum jafn- tefli með marki úr vítaspyrnu. Mo Salah skoraði fyrir Liverpool. Mikael mætti Liverpool AFP Spjaldaður Mikael fær að sjá gula spjaldið gegn Liverpool í gær. Glódís Perla Viggósdóttir landsliðs- kona í knattspyrnu er á leið með sænska liðinu Rosengård í sextán liða úrslit Meistaradeildar kvenna. Glódís skoraði eitt marka Rosen- gård í gær þegar það vann auðveld- an sigur á georgísku meisturunum Guria Lanchkhuti, 7:0, en leikið var í Tbilisi. Seinni leikurinn í Malmö er formsatriði. Þá fagnaði Sara Björk Gunnarsdóttir góðum útisigri, 3:2, með Evrópumeisturum Lyon sem sóttu Ítalíumeistara Juventus heim til Tórínó. Saki Kumagai skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok. Glódís og Sara á sigurbraut Morgunblaðið/Eggert Skoraði Glódís Perla Viggósdóttir gerði eitt marka Rosengård í gær. SUND Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Árið 2020 hefur verið krefjandi fyrir sundkonuna Ingibjörgu Kristínu Jónsdóttur en hún hafði sett stefn- una á að ljúka sundferlinum á Ól- ympíuleikunum í Tókýó 2020. Eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á í upphafi árs var hverju sund- mótinu á fætur öðru frestað og að lokum var Ólympíuleikunum frestað til næsta árs. Ingibjörg, sem er 27 ára gömul, vann til fimm gullverðlauna á Ís- landsmótinu í 25 metra laug sem haldið var í Ásvallalaug í nóvember 2019 en Íslandsmótinu í ár var frest- að vegna veirunnar. Sundkonan hefur æft með hléum á þessu ári og er óvíst hvað tekur við hjá henni á nýju ári. „Sundsambandið fékk undanþágu frá sóttvarnayfirvöldum seinni hluta nóvembermánaðar þannig að ég, ásamt átta öðrum sundmönnum sem höfðu náð lágmarki eða voru nálægt lágmörkum inn á Evrópumeist- aramót og Evrópumeistaramót ung- linga á næsta ári, höfum getað æft einu sinni á dag síðan 21. nóvember síðastliðinn,“ sagði Ingibjörg í sam- tali við Morgunblaðið. „Við sem erum landsliðsmenn í sundi höfum þess vegna getað æft einu sinni á dag, síðustu daga, en undir mjög ströngum skilyrðum. Við erum fyrst og fremst þakklát fyrir að fá tækifæri til þess að æfa en ég er orðin 27 ára gömul og ég hef hætt tvisvar sinnum í sundi á þeim tíma. Ég ætlaði að hætta eftir Ólympíu- leikana í Tókýó 2020 og það komst ekkert annað að í hausnum á mér ef svo má segja. Þegar fyrsta bylgjan skall á sá ég ekki að þessi kórónuveirufaraldur væri eitthvert svakalegt vandamál. Ég man mjög vel eftir því að ég gjör- samlega trompaðist út í þjálfarann minn degi áður en sundlaugum og líkamsræktarstöðvum var skellt í lás. Við þurftum að gera drög að nýjum æfingum fyrir mig og mér fannst hann vera að gefast upp á bæði mér og mínum draumum því ég einfald- lega neitaði að trúa því að það væri verið að fara að loka öllu hérna. Ég var í raun bara eins og veð- hlaupahestur sem sá ekkert annað en Ólympíuleikana. Það var ekki búið að fresta leikunum á þessum tímapunkti og ekki heldur Evrópumótinu. Þang- að stefndi ég að sjálfsögðu og það var ekkert að fara að koma í veg fyrir þátttöku mína þar. Svo kom þessi til- finning stuttu síðar, eins og maður stæði á teppi, og því var allt í einu kippt undan manni. Ég féll með því og ég hef í raun bara verið í lausu lofti síðan í júlí og ég veit satt best að segja ekkert hvort ég eigi að halda áfram í sundinu eða kalla þetta gott,“ bætti Ingibjörg við. Hefur haft það náðugt Ingibjörg hefur getað einbeitt sér að sundinu undanfarin ár en eftir að hún keypti sína fyrstu íbúð hefur ým- islegt breyst hjá henni. „Ég er búin að halda mér í mjög góðu formi, meðal annars með því að æfa í Mjölni þegar það hefur verið í boði, og ég hef verið að synda með landsliðinu undanfarnar vikur en þetta er erfitt. Ég fékk eingreiðslu- styrk frá SSÍ fyrir allt árið en hann er meira hugsaður fyrir íþróttafatn- að og eitthvað í þá áttina, ekki helstu nauðsynjar. Þá ætlaði ég mér að reyna að nýta séreignarsparnaðinn minn á dögunum til þess að greiða niður höfuðstólinn á húsnæðisláninu mínu. Ég fór að hlæja þegar ég sá upphæðina sem ég var búin að vinna mér inn, svo lág var hún. Ég er ekki búin að vera að vinna neitt undanfarin ár þar sem ég hef bara verið að synda. Ég fæ ekki borg- að fyrir að synda og eins og staðan er í dag þá er ég bara 27 ára gömul og hef í raun aldrei unnið neitt þannig, þótt sundið sé klárlega 100% vinna. Maður hefur haft það ansi náðugt undir verndarvæng mömmu og pabba undanfarin ár og fyrir það er ég að sjálfsögðu afar þakklát. Þegar maður þarf svo að fara að hugsa um sig sjálfur þá áttar maður sig á ýmsu. Sundið hefur gefið mér þvílíkt mikið og ég er virkilega þakklát fyrir það en ég er líka orðin eldri og þroskaðri og þarf að fara að taka stórar ákvarð- anir um mína framtíð.“ Tekur einn dag í einu Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á keppnistímabilið hjá Ingibjörgu líkt og öðrum íþrótta- mönnum. „Ég keppti á fyrsta mótinu mínu í janúar í 50 metra laug og þá hafði ég ekkert synt í einn og hálfan mánuð. Ég náði strax lágmörkum inn á Evr- ópumótið sem átti að fara fram í maí. Markmiðið var svo að ná lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana á EM en svo var öllu frestað og það breytti öllu. Ég ætlaði mér að sækja um styrk hjá ÍSÍ, eftir að hafa náð ólympíu- lágmarki, sem hefði þá framfleytt manni en það var einhvern veginn allt tekið af manni eftir þessar frestanir. Í dag er ég kennari, ásamt því að vera að reyna að synda, og það er erf- itt að púsla þessu saman. Það er erfitt að vera afreksíþróttamaður á Íslandi í dag svo við segjum það bara eins og það er. Ég tek einn dag í einu því mér finnst enn þá mjög gaman að synda en það er líka erfitt að vita ekki hve- nær maður getur keppt. Það er þess vegna erfitt að setja niður einhverja æfingaáætlun og ég veit satt best að segja ekki hvort stefnan sé enn þá á Ólympíuleikana,“ bætti Ingibjörg við. Trompaðist út í þjálfarann áður en skellt var í lás  Krefjandi ár hjá Ingibjörgu sem var með Ólympíuleikana í Tókýó í sigtinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Óvissa Sundkonan Ingibjörg Kristín Jónsdóttir er ekki viss um hvort hún sé enn með Ólympíuleikana í sigtinu en hún hafði stefnt á leikana í ár. Sara Björk Gunnarsdóttir landsliðs- fyrirliði í knattspyrnu sagði í yfir- lýsingu sem hún birti á Twitter í gær að hegðun Jóns Þórs Hauks- sonar þjálfara kvennalandsliðsins eftir leikinn í Ungverjalandi í síð- ustu viku hafi verið óásættanleg. Það sé hins vegar ekki ákvörðun leikmanna heldur KSÍ hver þjálfi landsliðið. Sara lýsti jafnframt yfir óánægju með fullyrðingar í fjölmiðlum um að hún væri ekki sátt við ákveðinn þjálfara eða ráðningu einhvers þjálfara. Um atvikin eftir leikinn sem leiddu til þess að Jón Þór sagði af sér sagði Sara m.a.: „Þar átti hann persónuleg samtöl við leikmenn um önnur mál en fótbolta sem valdið hafa trúnaðarbresti milli hans og leikmanna liðsins.“ Yfirlýsing Söru var í tveimur hlutum, annars vegar fyrir hönd leikmanna og hins vegar fyrir hönd hennar sjálfar. Í þeirri seinni sagði hún m.a.: „Alhæfingar í fjölmiðlum um að ég Sara Björk sé ekki sátt með ákveðinn þjálfara eða ráðningu ein- hvers þjálfara og að sá aðili myndi ekki fá né halda starfi eru rangar. Þessar ósönnu fullyrðingar skapa ímynd um mig sem er kolröng og kæri ég mig ekki um svona frétta- flutning.“ Hún sagði enn fremur: „Í ljósi at- viksins í Ungverjalandi snýst málið um að brotið var á leikmönnum liðsins og ég sem fyrirliði liðsins mun alltaf standa þétt við bakið á leikmönnum og hugsa um hag þeirra og hópsins sem heild.“ Yfirlýsingu Söru Bjarkar má sjá í heild sinni á íþróttavefnum á mbl.is. Ekki ákvörðun leikmanna hver þjálfar liðið Morgunblaðið/Eggert Fyrirliði Sara Björk Gunnarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.