Morgunblaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 73
ÍÞRÓTTIR 73 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020 Ég held að karlalandsliðið í knattspyrnu geti vel við unað eftir að dregið var til und- ankeppni HM 2022. Nú fer víst að líða að þessari umtöluðu keppni í Katar sem manni fannst lengi vera í fjarlægri framtíð. Þannig týnist tíminn. Þegar riðillinn er borinn saman við aðra í undankeppninni þá eru Þjóðverjar örugglega ánægðir. Ekki ætti að vefjast mjög fyrir þeim að komast áfram. Möguleikar íslenska liðsins á að ná öðru sætinu virðast fínir. Ef liðið verður á svipuðu róli og í undankeppni EM eru möguleik- arnir fyrir hendi. En þar sem nýr þjálfari mun taka við liðinu er erfiðara að spá í spilin. Ég hef þó áhyggjur af einu atriði og það eru þessar leikjahrinur sem eru boðaðar. Þrír leikir á einni viku í lok mars og þrír leikir í byrjun september. Hvernig hentar þetta okkar mönnum? Við erum með lið þar sem menn eru farnir að eldast í íþróttaárum. En það er ekki kennitalan ein og sér sem veldur þessum áhyggjum. Leikmenn eins og Kolbeinn Sigþórsson, Jóhann Berg Guð- mundsson og Alfreð Finn- bogason hafa átt erfitt upp- dráttar síðustu árin vegna meiðsla. Í tilfelli Kolbeins er það auðvitað vægt til orða tekið enda héldu flestir að hans ferill væri á enda. Alfreð og Jóhann hafa ekki náð keppnistímabili án meiðsla í langan tíma. Um tíma virtist Aron Einar Gunnarsson vera í svipaðri stöðu en hitinn í Katar virðist fara vel með fyrirliðann sem kominn er af fólki frá hlýjum slóðum eins og Eyjafirði og Skutulsfirði. Aron spilar nú flesta leiki. Er það vel. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is HEIMKOMA Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Ég er ekki á leið heim til Íslands vegna þess að ég sé að hugsa um að fara að hætta í fótbolta. Þvert á móti, ég er ótrúlega spenntur fyrir því að spila með Val og ætla að gefa enn meira í en áður ef eitthvað er,“ sagði Arnór Smárason knattspyrnumaður frá Akranesi sem snýr heim eftir sautján ár í atvinnumennsku erlendis og hefur skrifað undir samning við Íslandsmeistara Vals til næstu tveggja ára. Arnór sagði við Morgunblaðið að þetta væri búið að vera í bígerð í nokkurn tíma. „Ég hef hinsvegar einbeitt mér að því að hjálpa við að koma Lilleström aftur upp í úrvalsdeildina ásamt því að komast sjálfur aftur í leikform eft- ir langa fjarveru. Ég er farinn að æfa á fullu með liðinu og er að vonast til þess að vera í hópnum í lokaumferð- inni um næstu helgi. Ég glímdi við álagsmeiðsli í langan tíma og ég þurfti að fara í aðgerð vegna þeirra í sumar. Þau komu til vegna þess að ég píndi mig til að spila meiddur tíma- bilið 2019 og ég þurfti að súpa seyðið af því,“ sagði Arnór en hann missti alveg af tímabilinu 2020 vegna meiðslanna, kannski að því und- anskildu að hann gæti spilað loka- leikinn um næstu helgi. Lilleström hefur nú endurheimt úrvalsdeild- arsætið eftir árs fjarveru. Atvinnumannsbragur á umhverfinu hjá Val „Mér finnst þetta vera flottur tímapunktur til að koma heim eftir að hafa leikið erlendis í sautján ár, meira en helming ævinnar. Ég hef alltaf verið með það á bak við eyrað að koma heim og spila í deildinni þeg- ar það hentaði vel. Þetta hefur verið æðislegur tími, þar sem gengið hefur verið upp og niður eins og gengur og gerist. En ég ákvað að þetta væri besti tíminn til að koma heim, á með- an ég hefði eitthvað fram að færa, í stað þess að bíða með það í nokkur ár. Samningurinn er til tveggja ára, ég stefni á að spila mun lengur en það en við ákváðum að halda okkur við þessa tímalengd og síðan er allt opið eftir það. Mér líst vel á uppsetninguna hjá Val, á hópinn og plönin. Valsmenn eru í þessu til að vinna titla og svo verða þeir í Meistaradeildinni sem heillaði mig líka. Það er mikill at- vinnumannsbragur á umhverfinu hjá Val og eftir að hafa verið í slíku um- hverfi í sautján ár þá veit ég að ég er á leiðinni á góðan stað,“ sagði Arnór. Hann ólst upp á Akranesi og lék með yngri flokkum ÍA til 15 ára ald- urs en samdi þá við Heerenveen í Hollandi. Þar lék hann frá 2003 til 2010, með aðalliðinu frá 2007, síðan með Esbjerg í Danmörku frá 2010 til 2013, með Helsingborg í Svíþjóð 2013 til 2015 og fór þá um tíma sem lánsmaður til Torpedo Moskva í Rússlandi. Síðan lék Arnór með Hammarby í Svíþjóð í þrjú ár en hef- ur verið í röðum Lilleström síðustu þrjú tímabil. Bikartitlar í Hollandi og Danmörku hápunktar „Ég er stoltur af mínum atvinnu- mannsferli erlendis, ég hef lært mik- ið á þessum sautján árum og tek það með mér í næsta verkefni. Vonandi næ ég að miðla einhverju af því inn í hópinn hjá Val,“ sagði Arnór og nefndi tvo hápunkta á ferli sínum með erlendum félagsliðum. „Það var mjög stórt að verða hol- lenskur bikarmeistari með Heeren- veen árið 2009 og vera þar í stóru hlutverki, og eins að vinna danska bikarinn með Esbjerg árið 2013. Þá var frábært að taka þátt í verkefnum með íslenska landsliðinu og vera mikið í kringum það á þeim árum sem Lars Lagerbäck var nýtekinn við því. Þó ég hefði ekki spilað mjög mikið þá var það flottur og dýr- mætur tími og ég náði þó að spila 26 landsleiki og skora í þeim þrjú mörk. Lágpunktarnir á ferlinum eru eft- irminnilegir, alveg eins og hinir, sér- staklega þar sem mér tókst alltaf að vinna mig til baka eftir þá. Hjá Hee- renveen var ég frá keppni í eitt ár, 2010, og hjá Esbjerg var ég kominn út úr liðinu og á leiðinni burt en vann mig inn í það aftur og endaði þar sem bikarmeistari. Eins gekk ég í gegnum erfiða tíma hjá Helsingborg þegar Henke Lars- son tók við liðinu og vildi losna við okkur sem vorum á hæstu laununum hjá félaginu. Staðan var svört á þeim tíma en ég lagði allan minn metnað og ástundun í að snúa blaðinu við og endaði með því að vera í stóru hlut- verki hjá Larsson í Helsingborg. Þetta er reynsla sem ég tek með mér í baráttuna sem er fram undan hjá Val,“ sagði Arnór Smárason. Kem ekki til Íslands til þess að hætta í fótbolta  Arnór Smárason samdi við Val til tveggja ára eftir sautján ára feril erlendis AFP Valsmaður Arnór Smárason hefur aldrei leikið meistaraflokksleik á Íslandi en hefur nú samið við Íslandsmeistara Vals til næstu tveggja ára. Áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti í gær úrskurð aga- og úrskurð- arnefndar KSÍ í máli KR gegn KSÍ og dómstóllinn vísað máli Fram gegn KSÍ frá. KR-ingar kærðu þá ákvörðun KSÍ að hætta keppni á Íslandsmóti og í bikarkeppni í lok október og láta bráðabirgðareglugerð um lykt- ir móta sem sett var í júlí ráða end- anlegri niðurstöðu mótanna. Framarar kærðu þá ákvörðun KSÍ að nota markatölu til að skera úr um sætaniðurröðun eftir að Ís- landsmótinu var hætt en það þýddi að Leiknir R. fékk úrvalsdeild- arsæti á betri markatölu en Fram. „Fyrst og fremst eru þetta mikil vonbrigði og ég er ósammála efn- islegri niðurstöðu dómsins. Það já- kvæða er að við fengum þó alla vega efnislega umfjöllun sem er alla vega faglegri afgreiðsla en í stefndi um tíma. Dómstóllinn gefur stjórn KSÍ mikið svigrúm til ákvarðana. Það er þeirra skoðun. Ég er ekki sammála henni en mað- ur er ekki alltaf sammála lög- fræðilegri niðurstöðu,“ sagði Páll Kristjánsson, formaður knatt- spyrnudeildar KR, við Morg- unblaðið í gær. Ásgrímur Helgi Einarsson, for- maður knattspyrnudeildar Fram, vildi ekki tjá sig um dóminn að svo stöddu. sport@mbl.is Fram og KR varð ekki ágengt ÍTALÍA Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Hólmbert Aron Friðjónsson vonast til þess að geta spilað sinn fyrsta leik með ítalska knattspyrnuliðinu Brescia áður en árinu lýkur en hann hefur nú verið í herbúðum þess í rúm- lega tvo mánuði án þess að ná að komast inn á völlinn í búningi félags- ins. Brescia keypti Hólmbert af Aale- sund í Noregi í byrjun október og samdi við hann til þriggja ára. Þá var framherjinn meiddur og biðin eftir fyrsta leiknum er orðin löng. „Ég meiddist í leik gegn Sarpsborg um miðjan september, skaddaði lið- band í hnénu ásamt því að sprunga og beinmar komu í aðra ristina, og það hefur því tekið þennan tíma að jafna sig. Núna er þetta loksins að koma, ég byrjaði að hlaupa aftur á mánu- daginn og á næstu dögum fæ ég að koma smám saman inn í boltann á æf- ingum liðsins. Vonandi tekst mér að komast inn í hóp og inn á völlinn fyrir lok desember en eins og er legg ég áherslu á að komast sem fyrst í góða æfingu án þess að fá eitthvert bak- slag,“ sagði Hólmbert við Morg- unblaðið í gær en hann kvaðst kunna afar vel við sig hjá félaginu, liðsfélag- arnir séu skemmtilegir og borgin fín. Búið að vera bras á liðinu Brescia, sem er frá samnefndri 200 þúsund manna borg á Norður-Ítalíu, féll úr A-deildinni í sumar en meðal samherja Hólmberts þar er Birkir Bjarnason landsliðsmaður. Liðið hef- ur ekki byrjað vel, hefur aðeins unnið tvo af fyrstu tíu leikjunum og er sem stendur í tólfta sæti af tuttugu liðum. „Ég sé fram á að fá tækifæri strax og ég er orðinn heill heilsu. Það er bú- ið að vera talsvert bras á liðinu til þessa, fullt af kórónuveirusmitum sem hafa komið upp ásamt meiðslum en það fer vonandi að skána,“ sagði Hólmbert sem var fenginn til félags- ins til að skora mörk, enda gerði hann 11 mörk í 15 leikjum með Aalesund í úrvalsdeildinni áður en hann var seld- ur, þrátt fyrir að liðið sæti á botni deildarinnar. Nokkrum dögum fyrir leikinn gegn Sarpsborg fékk Hólmbert tækifæri í byrjunarliði íslenska landsliðsins gegn besta liði heims, Belgíu, í Þjóða- deild UEFA. Framherjinn nýtti það vel og skoraði mark Íslands í 5:1- ósigri. Það var hans annað mark í fyrstu fjórum A-landsleikjunum. Nokkrum dögum áður krækti hann í vítaspyrnu gegn Englendingum, nokkrum sekúndum eftir að hafa ver- ið skipt inn á sem varamanni. Ólýsanlega svekkjandi að missa af landsleikjunum En meiðslin urðu til þess að hann var út úr myndinni í landsleikjunum í október og nóvember. „Ég get varla lýst því hversu svekkjandi það er að hafa lent í þessu í fyrsta leiknum í Noregi eftir lands- liðsverkefnið, og þar með misst af hinum tveimur. Ég hef fulla trú á að ég hefði verið með í þeim ef ég hefði verið heill. Það er mjög sárt að þetta skyldi koma fyrir, loksins þegar ég var kominn á radarinn hjá landslið- inu. En svona er þetta, árið 2020 er búið að vera fullt af hæðum og lægð- um hjá mér. Vonandi endar það á góðum nótum og með því að ég nái að spila einn leik áður en því lýkur,“ sagði Hólmbert Aron Friðjónsson. Vonast eftir að ná leik á árinu  Hólmbert Aron Friðjónsson hefur verið frá keppni vegna meiðsla eftir að Brescia keypti hann af Aalesund Ljósmynd/Aalesund 2020 Hólmbert Aron vonast eftir því að spila aftur áður en árið er liðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.