Morgunblaðið - 10.12.2020, Síða 74

Morgunblaðið - 10.12.2020, Síða 74
74 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Berhöfða líf er yfirskrift bókar sem hefur að geyma úrval ljóða hinnar bandarísku Emily Dickinson sem fæddist árið 1830 og lést árið 1886 og er talin til merkustu ljóðskálda síðari alda. Þýðandi er Magnús Sigurðsson og ritaði hann einnig ítarlegan og fróðlegan inn- gang í bókina. „Dregin er upp mynd af róttæku skáldi sem gekk gegn viðteknum samfélags- venjum; af konu sem hlýddi kröf- um eigin tilfinn- ingalífs í trássi við ýmsa ríkjandi siði og þjónaði köllun sinni af dirfsku,“ segir um bókina á vef forlagsins Dimmu sem gefur hana út. Formódernískur höfundur „Ég var í doktorsnámi í almennri bókmenntafræði uppi í Háskóla Ís- lands og Emily Dickinson var ákveð- inn fókus í því námi. Ritgerðin fjallar um ljóðaþýðingar með hliðsjón af Emily Dickinson. Þetta er ekki auka- afurð af doktorsnáminu því ég vildi alltaf ráðast í að þýða þessi ljóð,“ svarar Magnús þegar hann er spurð- ur að því hvers vegna hann hafi valið þetta tiltekna ljóðskáld. „Hún er merkileg skáldkona og hafði í raun og veru lítið verið þýdd á íslensku. Það er til ljóðasafn frá árinu 1995, Hallberg Hallmundsson þýddi 100 ljóð en þau eru þýdd í svolítið gamal- dags anda. Hann sá líkindi með Dick- inson og íslensku ferskeytluhefðinni en ég skoða hana sem formódern- ískan höfund,“ svarar Magnús. Dick- inson hafi verið að yrkja sín ljóð frá því um 1850 og fram að andláti og því í raun um 40-50 árum á undan hinum svonefndu módernistum í Bandaríkj- unum. Ljóðin fremur en sérviskan – Þetta var mjög sérstök kona, bjó hún ekki í einangrun mjög lengi? „Jú, hún gerði það svolítið undir lokin og í orði kveðnu er talað um hana sem merkustu skáldkonu eða kvenskáld Bandaríkjanna á 19. öld. Þessu „kven“ er alltaf skeytt framan við sem ég held að sé algjör óþarfi, hún og Whitman eru helstu skáld Bandaríkjanna á 19. öld. Í almannavitund er hún þekkt fyr- ir þessa sérvisku sína, fyrir að hafa lokað sig af og fyrir að hafa talað við fólk án þess að opna inn til sín í svefnherbergið. En mér finnst þetta bara svo lítið áhugavert, ef ég á að segja eins og er, miðað við ljóðin. Ljóðin eru miklu áhugaverðari en þessi sérviska og þessi sérviska hef- ur verið alltof fyrirferðarmikil og plássfrek í allri umræðu um Dick- inson. Ljóðin hafa legið svolítið óbætt hjá garði og hvað hún er fram- sækið skáld, djörf og óvanaleg.“ Aukin afköst með húshjálp Magnús telur ekki ólíklegt að Dickinson hafi valið sér líf sköpunar- innar og fórnað ýmsu samhliða því. Dickinson og fjölskylda hennar hafi verið betri borgarar í smábæ sem hún bjó í alla ævi og því hafi hún get- að einbeitt sér að listsköpuninni. „Þegar Dickinson-fjölskyldan naut aðstoðar húshjálpar ruku afköstin upp, þá þurfti hún ekki að sinna þeim skyldum,“ bendir Magnús á. – Mér skilst að það sé mikið þrek- virki að þýða ljóðin hennar, að þau sé erfitt að þýða? „Já, bara eins og öll góð skáld, held ég. Formið á þessum ljóðum er ansi sérstakt. Hún beitir hálfrími mikið og ryþminn er svolítið skrykkj- óttur og af þessum ástæðum var þessi bandaríski bókmenntaheimur í raun ekki tilbúinn fyrir ljóðin á sín- um tíma. Hún sendi þau til mikils metins ritstjóra sem sagði henni að bíða með að birta þessi ljóð þar sem þau væru of óvanaleg í forminu. Hún er þekkt fyrir notkun þankastrika, brýtur upp ljóðlínurnar með þanka- strikum og í þeim eru í rauninni tón- þagnir í hrynjandi ljóðanna þannig að þetta er svona stakkató-ryþmi svolítill og maður hefur ekki mikið pláss því hún er líka skáld mikillar nákvæmni og velur orð sín af kost- gæfni. Það er mjög lítið svigrúm fyr- ir þýðandann, það er svo mikið sem þarf að koma til skila í svo fáum orð- um,“ svarar Magnús. Fór frjálslega með tungumálið Magnús bendir á að þýðingum sé oft skipt í tvo flokka, orðréttar þýð- ingar annars vegar og innblásnar hins vegar. Aðferðirnar séu sagðar tvær, annaðhvort fylgi þýðandinn frumtextanum í stafkróka eða leyfi sér nýsköpun. „Ég held að það sé vel hægt að blanda þessu saman og val- möguleikarnir eru fleiri. Það er hægt að fara í stafkróka í einni línu og gera eitthvað allt annað í þeirri næstu. Ég leyfi mér visst frelsi, hef engar áhyggjur af því að eitthvert ósam- ræmi sé í aðferðinni. Skáld hafa eng- ar slíkar áhyggjur og mér finnst að þýðendur ættu ekki heldur að þurfa að múlbinda sig með þessum hætti,“ segir Magnús. – Hvernig er enskan hjá Dick- inson? „Hún er í aðra röndina bókleg og svo bregður fyrir talmálskenndari málnotkun. Hún steypir þessu sam- an á mjög sérstakan hátt og það ríkir spenna á milli þessara tveggja mál- sniða,“ svarar Magnús og segir að tungutak Dickinson sé mjög per- sónulegt og sérviturt. „Hún notar stundum orð nánast eftir geðþótta, gæðir þau eigin merkingu í sinni eig- in ljóðaveröld. Orð sem skjóta upp kollinum í mörgum ljóðum sem eru ákveðin einkennisorð fyrir hana, orð sem enginn notar á þennan hátt. Hún var líka mikill orðasmiður, býr til ný orð og gerir sagnorð að nafnorðum, atviksorð að sögnum og snýr upp á enska málfræði mjög frjálslega.“ Magnús segir að mörgum hafi á sínum tíma þótt kveðskapur Dick- inson of drungalegur og skáldið helst til of hugfangið af dauðanum. „En hún býr lika yfir svörtum húmor,“ bendir hann á. Drungalegur kveðskapur Ljóðin eru í tímaröð í bókinni og segir Magnús yrkisefni Dickinson hafa verið klassísk á borð við dauð- ann og náttúruna. „Hún elst upp í strangkristnu og púrítanísku sam- félagi sem boðar að þetta líf sé tára- dalur, að hið raunverulega líf sé handanlífið, en hún braust gegn þessari hugmyndafræði og hæðist að guði, hæðist að prestum og leyfir sér alls konar goðgá,“ segir Magnús og bendir á að Dickinson hafi mikið not- að vísindatengd orð í kveðskap sín- um. „Hún beitir vísindalegu orðfæri sem er mjög óvenjulegt fyrir skáld á þessum tíma, yrkir mikið um heilann, taugar og líkamsstarfsemi á mjög nútímalegan hátt.“ Ekki kom til greina á þessum tíma að birta ljóð sem hæddust að guði al- máttugum, segir Magnús, og að ljóð Dickinson hafi verið ritskoðuð þegar þau voru gefin út að henni látinni. Dregnar úr þeim tennurnar, eins og hann lýsir því. Kartöflumóðir Dickinson var stórmerkilegt skáld og hefur veitt mörgum listamann- inum innblástur og þá líka á okkar tímum. „Án þess að geta fullyrt það held ég að Dickinson sé það skáld síðustu alda sem hefur verið einhvers konar kartöflumóðir annarra lista- verka. Listamenn hafa gengið í hennar verk og ort til hennar; það eru dansverk, myndverk og skáld- sögur sem byggjast á henni,“ segir Magnús. Dickinson tali til annarra listamanna og þá líklega vegna þess að hún leyfði engar málamiðlanir og lifði fyrir list sína. Tvær kvikmyndir um Dickinson og sjónvarpsþáttaröð hafa verið gerðar á síðustu þremur árum og segist Magnús telja að fókusinn hafi færst af henni sem fórnarlambi yfir á geranda í eigin lífi og djarfa konu. „Það eru ekki síst femínistar sem hafa velt þessum hliðum upp og varpað skýrara ljósi á þessa þætti, bæði í karakter hennar og ljóðunum sjálfum,“ segir Magnús. Ljóðin séu tyrfin á köflum en persóna Dickinson og saga öllu aðgengilegri. „Það er svolítið undir manni sjálfum komið að kalla fram það sem býr í þessum ljóðum.“ Framsækin, djörf og óvanaleg  300 ljóð eftir Emily Dickinson hafa nú verið gefin út í þýðingu Magnúsar Sigurðssonar  „Það er mjög lítið svigrúm fyrir þýðandann, það er svo mikið sem þarf að koma til skila í svo fáum orðum,“ segir Magnús Morgunblaðið/Hari Merk „Hún og Whitman eru helstu skáld Bandaríkjanna á 19. öld,“ segir þýðandinn Magnús Sigurðsson um hina stórmerku Emily Dickinson. Eftirfarandi eru tvö stutt ljóð eftir Dickinson, það fyrra í hugljúfari kant- inum en hið seinna öllu ofbeldisfyllra. Vatn, af þorsta þekkjum. Land – af sjávarferðum. Gleðina – af þrautum – Frið, af stríðsins veinum – Ást, af bautasteinum – Fuglana, af snjónum. --- Hefði ég fallbyssu stóra gæti ég þurrkað mannkynið út í dýrðarljóma! TVÖ STUTT LJÓÐ EFTIR DICKINSON ÚR BERHÖFÐA LÍF Ljóðskáld Emily Dickinson. Hugljúft og ofbeldisfullt SKECHERS SMÁRALIND - KRINGLAN LÉTTIR OG ÞÆGILEGIR GÖTUSKÓR MEÐ MEMORY FOAM INNLEGGI SPORT COURT 92 15.995.- / ST. 41-47,5 Gildir á alla viðburði í húsinu Nánar á harpa.is/gjafakort Gjafakort sem hljómar alltaf vel
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.