Morgunblaðið - 10.12.2020, Qupperneq 79
MENNING 79
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020
Signe Sillén hafi séð um leynileg
samskipti Moskvumanna við nor-
ræna kommúnista, þar á meðal hina
íslensku. Kjartan gerir hins vegar
eins skilmerkilega grein fyrir hinum
mikla fjárstuðningi Kremlverja við
Sósíalistaflokkinn og hann getur (frá
1938). Hann segist ekki hafa vitað af
honum, fyrr en skjöl fundust um
hann í Moskvu, en heldur því fram,
að féð hafi allt runnið til bókafélags-
ins Máls og menningar. Hann virðist
þó ekki gera ráð fyrir þeim mögu-
leika, að einhver fjárstuðningur til
viðbótar hafi verið veittur á vegum
leynilögreglunnar, sem síðast hét
KGB, eða leyniþjónustu hersins,
GRÚ, og eru engin gögn þessara
stofnana aðgengileg.
Kjartan skýrir enn fremur frá því,
að sumir Alþýðubandalagsmenn hafi
ekki virt samþykkt flokksins frá
1968 um að rjúfa öll tengsl við þau
kommúnistaríki, sem réðust það ár
inn í Tékkóslóvakíu. Lúðvík Jós-
epsson vildi taka slík tengsl upp aft-
ur og hitti oft fulltrúa Kremlverja á
laun. Ingi R. Helgason hafði líka að
minnsta kosti tvisvar samband við
sendiráð Ráðstjórnarríkjanna í
Reykjavík samkvæmt skýrslum þess
og bauðst til að taka við greiðslum
fyrir sýndarstörf, og myndi hann síð-
an láta þær renna til flokksins, en
þessum boðum hans var hafnað.
Deilir Kjartan hart á þá fyrir þetta.
Lítið gert úr ofbeldiseðli
og austurtengslum
Þótt Kjartan vilji vera heiðarlegur í
uppgjöri sínu við fortíðina, gerir
hann miklu minna en efni standa til
úr ofbeldiseðli hinnar íslensku hreyf-
ingar og austurtengslum hennar.
Skiptingin í kommúnista og jafn-
aðarmenn var ekki einungis um af-
stöðuna til fyrri heimsstyrjaldar,
eins og er á Kjartani að skilja (bls.
19), heldur líka og miklu frekar um
afstöðuna til ofbeldis. Jafnaðarmenn
höfnuðu því og vildu fara þingræð-
isleiðina, taka völdin friðsamlega.
Kommúnistar voru hins vegar
byltingarmenn, sem skeyttu því
engu, hvort þeir hefðu lýðræðislegt
umboð.
Eitt dæmi um tilhneigingu Kjart-
ans til að gera of lítið úr austur-
tengslunum er svokallað Stalínsbréf,
en í rússnesku tímariti haustið 1931
gagnrýndi Stalín allt samstarf
kommúnista við vinstri jafnaðar-
menn. Kjartan segir (bls. 100 og
139), að þetta bréf hafi aldrei birst á
íslensku þrátt fyrir brýningar
Moskvumanna, og hefur hann það til
marks um, að íslenskir kommúnistar
hafi ekki alltaf verið þægir í taumi.
En eins og ég bendi á í bók minni,
Íslenskum kommúnistum 1918-1998,
birtist Stalínsbréfið í fjölritaða tíma-
ritinu Bolsjevikkanum í maí 1934.
Raunar skiptir Stalínsbréfið ekki
eins miklu máli og sú staðreynd, að
íslenskir kommúnistar fylgdu
umyrðalaust þeirri línu frá Moskvu í
nokkur ár, að jafnaðarmenn væru
„höfuðstoð auðvaldsins“, og höfnuðu
öllu samstarfi við þá, þótt það ætti
eftir að breytast með nýrri línu frá
Moskvu.
Ýmislegt fleira er hæpið eða
rangt. Kjartan lætur að því liggja, að
stofnun Sósíalistaflokksins haustið
1938 hafi verið í óþökk Alþjóða-
sambands kommúnista, Kominterns
(bls. 192-193), en Þór Whitehead
hefur hrakið þá kenningu með gild-
um rökum. Kjartan minnist ekki
heldur á skjal frá 1939, sem ég fann í
gögnum Sósíalistaflokksins á Lands-
bókasafni og get um í bók minni. Það
er bréf frá forseta Alþjóðasambands
ungra kommúnista í Moskvu til for-
manns æskulýðssamtaka Sósíalista-
flokksins, þar sem einmitt er lýst
ánægju með hinn nýja flokk og
stefnu hans. Það segir líka sitt, þeg-
ar Kristinn E. Andrésson gaf
skýrslu um Sósíalistaflokkinn í
Moskvu vorið 1940, að þá var ekki
vikið einu orði að því, að íslenskir
kommúnistar hefðu stofnað flokk í
óleyfi.
Furðuleg yfirsjón
Furðulegasta yfirsjón Kjartans er,
þegar hann fullyrðir (bls. 214), að
allt frá skýrslugjöf Kristins vorið
1940 hafi forystumenn Sósíalista-
flokksins ekki verið í neinu sam-
bandi við Kremlverja, uns sendiráð
Ráðstjórnarríkjanna var sett á lagg-
ir í Reykjavík snemma árs 1944.
Þetta er ekki rétt, þótt sambandið
væri vissulega stopult vegna stríðs-
ins. Í júlí 1941 tóku Kremlverjar því
illa, þegar þingmenn sósíalista
greiddu atkvæði gegn herverndar-
samningi við Bandaríkin. Íslensku
sósíalistarnir voru á gömlu línunni
frá Moskvu, sem var að telja „auð-
valdsríki“ eins og Bretland og
Bandaríkin engu skárri en þýska
nasista.
Hafði Einar Olgeirsson, ritstjóri
Þjóðviljans, ráðist heiftarlega á
breska hernámsliðið og þess vegna
verið hnepptur í fangelsi í Bretlandi.
Nú hafði Hitler hins vegar ráðist á
Rússland, og vildu Kremlverjar ólm-
ir fá liðsinni Bandaríkjanna í stríð-
inu við Nasista-Þýskaland.
Vjatseslav Molotov utan-
ríkisráðherra hringdi í Georgí Dí-
mítrov, forseta Kominterns, og skip-
aði honum að leiðrétta línuna til
Íslands. Dímítrov sendi skeyti til
Williams Gallachers, þingmanns
kommúnistaflokksins breska, sem
hafði tal af Einari Olgeirssyni, en
Einar var þá að búa sig til heim-
ferðar eftir fangelsisdvöl sína ytra.
Eftir heimkomuna hélt Einar fund
með innsta hring sósíalista og til-
kynnti þeim, að nú hlytu þeir að
söðla um og veita Bandaríkjunum
alla þá aðstoð, sem þeir mættu.
Urðu sósíalistar um skeið „hávær-
ustu vinir Bandaríkjanna“ á Íslandi,
eins og bandarískur sendiherra
sagði í skýrslu.
Annað dæmi um austurtengsl á
þessu tímabili er, að sumarið 1942
kom nefnd frá flotamálaráðuneytinu
í Moskvu í kynnisför til Íslands. Með
í för voru menn úr leyniþjónustu
flotans, sem sneru sér til sérstaks
trúnaðarmanns Kremlverja á Ís-
landi, Eggerts Þorbjarnarsonar
(sem Kjartan starfaði með um
skeið). Eggert kom á leynifundi Ein-
ars Olgeirssonar með leyniþjón-
ustumönnum, og sagði Einar þeim,
að hann vildi taka aftur upp sam-
band við Kremlverja, sem rofnað
hefði vegna stríðsins. Skýrsla um
þennan fund er í skjalasafni leyni-
þjónustunnar og því ekki aðgengi-
leg, en afrit af henni var sent á skrif-
stofu kommúnistaflokks
Ráðstjórnarríkjanna, og þess vegna
er vitað um hann. Sérstakir kaflar
eru um bæði þessi atvik í bók minni.
Smíðagallar og smávillur
Þótt bók Kjartans sé fróðleg, eru á
henni ýmsir smíðagallar. Mörg rúss-
nesk manna- og staðanöfn eru nefnd
í bókinni. Ég er hissa á Kjartani að
nota ekki umritunarreglur Árna-
stofnunar, sem kunnáttumenn settu
saman fyrir mörgum árum. Þess í
stað stafsetur Kjartan stundum
rússnesk nöfn á þýsku! Hann skrifar
til dæmis Kharkow í stað Kharkov
(bls. 128) og telur Stalín á einum
stað vera Vissarionowitsch (bls.
130), ekki Víssaríonovítsj. Skírn-
arnafn Stalíns er mjög á reiki í verk-
inu, ýmist Jósef, Jósep eða Josif, en
ætti að vera Josíf. Málið er ekki
heldur eins hreint og ég hefði búist
við af gömlum nemanda í Mennta-
skólanum á Akureyri. Kjartan notar
til dæmis dönskuslettuna „glimr-
andi“ (bls. 388) og segir „riftað“ (bls.
391) í stað þess að nota sterku beyg-
inguna, rift.
Furðumargar smávillur eru í rit-
inu. Til dæmis var Ólafur Frið-
riksson ekki formaður Jafn-
aðarmannafélags Reykjavíkur
veturinn 1920-1921, heldur varð
hann formaður í janúar 1922 (bls.
17). Bréf frá Ársæli Sigurðssyni fyr-
ir hönd Sambands ungra komm-
únista til Jafnaðarmannafélags
Reykjavíkur var ritað 1925, ekki
1923 (bls. 27). Þetta væri í sjálfu sér
aukaatriði (eða meinlaus prentvilla),
væri ekki fyrir það, að höfundur
leggur sérstaklega út af því. Kjartan
heldur því fram, að þeir Brynjólfur
Bjarnason og Hendrik Siemsen Ott-
ósson hafi verið gestir, ekki fulltrúar
á Komintern-þinginu 1920 (bls. 30 og
251). Um þetta höfum við Snorri G.
Bergsson sagnfræðingur báðir skrif-
að langt mál, en Kjartan gengur al-
veg fram hjá þeim skrifum og minn-
ist raunar ekki á stórfróðlega bók
Snorra um upphafsár kommúnista-
hreyfingarinnar,
Roðann í austri
Hníga ýmis rök að því að trúa Hend-
rik um það, að hann hafi verið full-
gildur fulltrúi, en hugsanlega hefur
Brynjólfur verið áheyrnarfulltrúi
eða gestur. Kjartan segir réttilega á
einum stað (bls. 25), að Jafet Ott-
ósson hafi verið fyrsti formaður Fé-
lags ungra kommúnista í Reykjavík,
en ranglega annars staðar (bls. 31 og
136), að Hendrik Ottósson hafi verið
fyrsti formaður félagsins. Svo mætti
lengi telja, en þess ber að geta, að
beinum villum fækkar, þegar frá-
sögnin færist nær samtíma Kjart-
ans.
Oftast sanngjarnir dómar
Ýmsa hnökra þessa yfirgripsmikla
verks hefði mátt fjarlægja, hefði út-
gefandinn lagt eins mikið í yfirlestur
handrits og hann gerir í útlit bók-
arinnar og frágang.
En þakklátustu lesendur Kjartans
verða áreiðanlega gömul flokks-
systkini hans. Hann lýsir vel ferð
þeirra um lífið. Jafnframt munu
áhugamenn um sögu vinstri hreyf-
ingarinnar á Íslandi hafa gaman af
bók hans. Þar er margt forvitnilegt,
auk löngu kaflanna um Einar,
Brynjólf og Kristin til dæmis styttri
þættir um þá Inga R. Helgason,
Guðmund J. Guðmundsson, Guð-
mund Hjartarson, Eðvarð Sigurðs-
son og fleiri. Dómar Kjartans um
gamla samherja eru oftast sann-
gjarnir. Hann reynir að draga ekk-
ert undan, hvorki gott né slæmt. En
kjarninn í gagnrýni hans á þessa
samherja á við um hann sjálfan:
Kjartan horfir fram hjá því, sem fell-
ur ekki að heimsmynd hans, þótt
vissulega sé mynd hans raunhæfari
en þeirra.
JÓLAVEISLAN HEIM
samanstendur af forréttum,
aðalréttum og eftirréttum
Villibráðaraskja II
19.900 kr.
9.850 kr. á mann
Brot af því besta frá Úlfari Finnbjörnssyni yfirmatreiðslumeistara á
Grand Hótel Reykjavík. Tilvalið til að útbúa fyrsta flokks veislu heima.
Hentar einnig vel í fyrirtækjagjafir.
– brot af því besta –
Sótt í aðalmóttöku á Grand Hótel Reykjavík
514 8000 | veitingar@grand.is | islandshotel.is/veislan-heim
lágmarkspöntun er 4 manns
Jólaveisla
að hætti Úlfars
Jólaglaðningurfylgir
hv
er
ri
pö
nt
un!
Villibráðaraskja I
29.900 kr.