Lögmannablaðið - 2020, Síða 14

Lögmannablaðið - 2020, Síða 14
14 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/20 Sex grunnreglur IBA um hegðun lögmanna Á árinu 2014 gaf International Bar Association út viðmið- unar reglur um hegðun lögmanna á samfélagsmiðlum (IBA International Principles on Social Media Conduct for the Legal Profession). Þar kemur fram að hegðun á samfélagsmiðlum eigi alltaf að vera í samræmi við skyldur lögmanns samkvæmt lögum og siðareglum og að mikilvægt sé að lögmenn valdi umbjóðendum sínum ekki tjóni eða skaði traust almennings á lögmannastéttinni. Til að aðstoða samtök lögmanna, og þá aðila sem hafa eftirlit með lögmönnum, við að setja reglur og meta hegðun lögmanna á samfélagsmiðlum settu samtökin fram eftirfarandi sex grunnreglur: 1. Óhæði Mikilvægt er að lögmenn séu óháðir og ekki undir áhrifum frá utanaðkomandi aðilum við störf sín. Á samfélagsmiðlum tengjast lögmenn með sjáanlegum hætti umbjóðendum sínum, dómurum og öðrum lögmönnum. Áður en lögmenn stofna til rafrænna tengsla ættu þeir að huga að því hvaða áhrif slík tengsl geti haft. Lögmenn eiga að gæta að því að sýna sama sjálfstæði og óhæði á samfélagsmiðlum og annars staðar. 2. Heilindi Gerð er rík krafa til lögmanna um heilindi og heiðarleika á öllum sviðum og þar með talið á samfélagsmiðlum. Það er því mikilvægt að hafa í huga hvaða áhrif samfélagsmiðlar geta haft á orðspor lögmanna. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að efni sem sett er fram í þrengri hóp á samfélagsmiðlum getur komist í almenna dreifingu og náð mikilli útbreiðslu. 3. Ábyrgð Lögmenn verða alltaf að hafa í huga að það sem þeir gera á samfélagsmiðlum fari ekki gegn lögum. Mikilvægt er að skilja notkun samfélagsmiðla og nota aðgangsstillingar, en jafnframt að skilja að þó að aðgangur að þeirri síðu sem efni er sett fram á sé takmarkaður geti efni sem þar er sett fram náð útbreiðslu hratt. Þá er rétt að hafa í huga að það innlegg og þær skoðanir sem settar eru á samfélagsmiðla verða þar HEGÐUN, ATFERLI OG FRAMKOMA LÖGMANNA Á SAMFÉLAGSMIÐLUM Óhætt er að segja að samfélagsmiðlar hafi breytt samskiptum, og raunar samfélaginu öllu, síðustu ár. Margir lögmenn nota samfélagsmiðla bæði persónulega og við atvinnu sína en rétt notkun á samfélagsmiðlum getur gefið lögmönnum möguleika til að markaðssetja sig, til að skapa umræðu um lögfræðileg málefni og til að taka þátt í umræðum við aðra lögmenn, viðskiptavini og fleiri aðila. Lögmenn verða hins vegar að nota samfélagsmiðla á ábyrgan hátt og gæta að því hvernig þeir tjá sig.

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.