Málfríður - 15.05.1996, Qupperneq 5
eyri um gæðastjórnun í skóla-
kerfinu, vitnaði ég í bók eftir
breskan blaðamann, um þróun
og stefnu fram til ársins 2020.
Þar segir hann að í skólum séu
notuð sömu vinnubrögð við
kennslu og fyrir 150 árum. Þar
hljóti að verða breyting á tímum
nýrrar upplýsingatækni.
Fyrr í þessari viku var ég á
fundi vísinda- og tæknimálaráð-
herra OECD-ríkjanna í París. Þar
var hollenskur prófessor meðal
ræðumanna. Hann kvað svo fast
að orði að segja að í skólum
væri að finna einu starfsaðferð-
irnar sem ekki hefðu breyst frá
miðöldum. Hann færi af skrif-
stofu sinni, þar sem hann væri
tengdur við umheiminn í gegn-
um síma, tölvu og fjölmiðla, inn
í skólastofu sem væri friðhelgur
staður fyrir öllu ytra áreiti og
messaði yfir nemendum sínum á
eigin forsendum og ótruflaður.
Þeir tækju við boðskapnum og
ættu ekki kost á öðru.
Á ráðherrafundinum var með-
al annars rætt um það, hvernig
tengja ætti þróunar- og vísinda-
starf við þjóðlífið í heild; háskól-
ar yrðu að vera hluti af umhverfi
sínu þótt ekki mætti koma í veg
fyrir að þeir sinntu verkefnum
sem hefðu aðeins gildi innan
veggja þeirra.
Hvaða erindi á þessi boðskap-
ur á fund ykkar ágætu tungu-
málakennarar? Fyrir mér vakir
að draga fram þá staðreynd að
kennsla þarf í senn að leggja
traustan grunn og einnig að vera
hagnýt. I mínum huga er góð
tungumálakennsla eitt mikilvæg-
asta framlag íslenska skólakerf-
isins til að búa þjóðina undir
framtíðina.
Við eigum erfitt með að setja
okkur í sömu spor og sá sem nú
gengur sex ára í fyrsta sinni í
íslenskan skóla, engu að síður
berum við ábyrgð á því að 15 ár-
um síðar, eða árið 2010, geti
hann nýtt þekkingu sína sjálfum
sér og þjóðinni allri til góðs. Við
sjáum í hendi okkar að þetta
getur hann alls ekki án þekking-
ar í erlendum tungumálum. Hún
er að mínu mati lykillinn að því
að nemandinn lendi ekki á blind-
götu, sama hvaða nám eða starf
hann tekur sér fyrir hendur.
Á fyrrgreindum ráðherra-
fundi komu fram áhyggjur af því
að í mörgum löndum, sem við
teljum standa okkur framar í
tækni og vísindum, væri ekki
nægilegur áhugi hjá námsmönn-
um á að fara í tækni- og vísinda-
nám. Þeir sem ekki tileinkuðu
sér tæknina eða þekkingu á
henni stæðu höllum fæti. Að
mínu mati á hið sama við hér á
landi þegar tungumálakunnátta
er til umræðu.
Þörfin fyrir færni í beinum
samskiptum manna er miklu rík-
ari nú en áður þegar lestrar-
færni í erlendum tungumálum
var aðalatriðið. Breyttir tímar,
minni heimur, aukin samskipti
og ný tækni hljóta að hafa áhrif
á inntak kennslunnar. Góð
menntun tungumálakennara er
því mjög mikilvæg.
í menntun grunnskólakenn-
ara í KHI, þar á meðal tungu-
málakennara, er sérhæfing í
kennslugrein mjög lítill hluti
heildarnámsins. Nauðsynlegt er
að gerðar séu breytingar á
þessu ef vel á að takast til með
kennslu erlendra mála í grunn-
skólum.
Samstarf Evrópuþjóða á sviði
menntamála er í sífelldri þróun.
Sókratesáætlunin er nýjasta
dæmið um það, hún opnar nýjar
leiðir með undiráætlunum
Lingua, Comeniusi og Erasmusi.
Þær nýtast ekki nema með góðri
tungumálakunnáttu.
Evrópuþjóðir leggja nú mikla
áherslu á kennslu í erlendum
tungumálum vegna aukins sam-
starfs þessara þjóða og hug-
mynda annarra um Evrópuvídd-
ina svonefndu. Víða er verið að
endurskoða kennaramenntun í
þessu sambandi. Einnig á þessu
sviði verðum við Islendingar að
standast samanburð og aðeins
taka mið af því besta.
íslensk fyrirtæki eru að færa út
kvíarnar með fjárfestingu erl-
endis, t.d. í Chile og Mexíkó, svo
að dæmi sé tekið af Granda hf. Sú
ákvörðun krefst þess að einhverj-
ir íslenskir starfsmenn fyrirtæk-
isins tileinki sér spænsku. Fleiri
sambærileg dæmi má nefna. I
Háskóla Islands hefur viðskipta-
deild brugðist við auknum kröf-
um viðskiptalífsins um málakunn-
áttu með því að taka upp tungu-
málakennslu.
Nýlega kom út frönsk-íslensk
orðabók með stuðningi stjórn-
valda hér og í Frakklandi. Góðar
og nútímalegar orðabækur eru
ekki aðeins tæki til að læra
tungumál eða flytja þekkingu frá
einu máli yfir á annað heldur
einnig til að þróa íslenska tungu.
Við orðabókargerð glíma menn
við vandamál sem tengjast þró-
un málsins og menningarinnar.
Hið sama á við um tungumála-
kennslu, þess vegna er nauðsyn-
legt að menningarleg markmið
hennar séu háleit um leið og
nemendum er afhent tæki sem
þeir geta nýtt sér í daglegu lífi.
Eg vona að málþingið, sem nú
er að hefjast, eigi eftir að verða
þátttakendum í því til gagns og
ánægju og góðra áhrifa þess
gæti um allt skólakerfið og þar
með þjóðlífið.
Bjöm Bjamason
menntamálaráðherra.
5