Málfríður - 15.05.1996, Side 24

Málfríður - 15.05.1996, Side 24
norska, danska, íslenska, lúxem- borgíska og írska. Þátttakendur voru spurðir hvort eitthvað væri gert í þeirra löndum til að hvetja til náms í þessum tungu- málum og ef svo væri ekki hvað væri þá til ráða. Margar hug- myndir komu fram og var ein þeirra að kennarar í erlendum málum væru í einna bestri að- stöðu til að vekja áhuga nem- enda á öðrum tungumálum en þeim sem væru skyldufög. Bent var á að hvetja þyrfti fólk al- mennt til að sýna lit við að læra, þó ekki væri nema kveðjur og tölur þess lands, sem það væri statt í en þyrfti ekki nauðsynle- ga að læra málið til hlítar. Onn- ur dæmi um hvatningu væru a) fleiri styrkir b) blanda mætti t.d. saman tungumálakennslu og matargerð/ferðalagi til að kynn- ast betur menningu viðkomandi lands c) blönduð hjónabönd ýta einnig oft undir að fólk fær áhuga á að læra lítt talað mál. Hvað varðar þema hópsins þá kom fram að slæmt væri að styrkir til tungumálanáms voru of mikið miðaðir við ungan aldur umsækjenda og minnkaði það líkurnar á því að „eldra fólk“ færi t.d. utan í slíkt nám. Stjórnandi hópsins benti á að mjög margir færu eingöngu í málanám vegna vinnunnar, en í Finnlandi eru það um tveir þriðju hlutar, en hinir færu sér til skemmtuna eða vegna ferða- laga. Að lokum var bent á að kennaraþjálfun á milli landa lítt talaðra mála væri eflaust af hinu góða og gerði málakennara áhugasamari um að hvetja nem- endur sína til að læra „óvenju- leg“ mál. Hinir hóparnir voru auðvitað hver með sitt þema og skal hér aðeins drepið á það helsta sem þar kom fram. Talað var um að æskilegra gæti verið í byrjun að kennsla færi fram á því máli sem verið væri að kenna og svo kannski síðar á móðurmálinu (á efri stigum). Var Kanada nefnt sem dæmi um land þar sem þetta hefði borið góðan árangur. Annað mjög áhugavert, fyrir þá sem ekki vita, er að það er komið nýtt kennsluprógramm fyrir tungumálakennara á inter- netið „L’Albert". I því geta kenn- arar tengst öðrum kennurum með því að skiptast á verkefn- um. Hvar er markaður fyrir þessi lítt notuðu tungumál? Besti markaðurinn er sennilega þau lönd sem nota þessi mál en bent var á að kanna bæri hvar væri hægt að finna áhuga fyrir þeim óháð búsetu fólks. Einnig bráðvantar kennsluefni fyrir út- lendinga svo og efni með sér- hæfðum orðaforða. Seinni dagurinn hófst með nokkrum fyrirlestrum þar sem þemað var: Aðferðir til að hvetja til náms og kennslu á minna töl- uðum tungumálum. Rætt var um að tungumál N-Evrópu, þá sér- staklega hollenska, notuðu ekki það safn upplýsinga sem LIN- GUA hefur yfir að ráða. I Portú- gal er lítinn áhuga að finna á tungumálanámi þrátt fyrir hvatningu en hvatningin þyrfti kannski fyrst og fremst að koma frá kennurunum sjálfum. LIN- GUA sinnir þó starfi sínu vel og veitir ýmsa styrka tengda tungu- málanámi og hefur m.a. ýtt undir skiptiprógrömm nemenda og kennara til annarra landa. I Frakklandi er ótrulega mikil kennsla í forn- og nútímagrísku og var bent á að það hefði mikið með Grikklandsferðir Frakka að gera. Kennsla á lítt töluðum tungumálum eins og norrænum málum er þó enn bundin við héruð og borgir í Frakklandi. I Borginni Caen (N-Frakklandi) er t.d. mjög mikil áhersla lögð á kennslu í lítt notuðum málum. Frakkar bentu á að grískan t.d. skyldi vera aðgengilegt mál sem hægt væri að velja sem 2. eða 3. mál í Frakklandi. Eftir þessa áhugaverðu fyrir- lestra var svo farið í hópvinnu eins og fyrri daginn og for undirrituð þá í hóp þar sem rætt var um að tungumálanám skyldi vera hugsað til frambúðar og bar yfirskriftina „Life-long learn- ing of foreign languages". Þar kom m.a. fram að breyta þyrfti hugsunarhætti fólks um að það séu einhver aldurstakmörk við tungumálanám og það sé alltaf mun auðveldara fyrir ungt fólk að læra mál en þá sem eldri eru. Að loknum skýrslum frá hóp- unum var í lokin rætt um þá hugmynd að LINGUA styrkti kennara frá löndum lítt talaðra tungumála. Finnar stóðu sig einnig vel í að koma tungumáli sínu á framfæri við ráðstefnu- gesti og fengu allir blað með algengum orðum og setningum ásamt upplýsingum um finnsku- nám í Finnlandi fyrir útlendinga. Svona rétt til að efla finnsku- kunnáttu lesenda og þar með auka jafnvel áhuga þeirra á þessu lítt talaða tungumáli í leiðinni vil ég enda þessa grein með nokkrum nytsamlegum orð- um/setningum á finnsku: »Mita kuuluu? = Hvernig hefurðu það? *Kaike huvin = Ég hef það fínt. •Kiitos! = Takk fyrir *Tervetuloa = Velkomin. Sigrún Eiríksdóttir, spænskukenn- ari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. 24

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.