Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 24

Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 24
24 HAUST 2017 Um eitt hundrað trúnaðarmenn sátu árlegt fræðslunámskeið KÍ í byrjun október. Þarna komu saman trúnaðarmenn úr leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum. Skólavarðan var á staðnum og spjallaði við fjóra trún- aðarmenn um hvaða augum þeir litu starf trúnaðarmannsins. Trúnaðarmenn þurfa að kunna skil á mörgum hlutum og þess vegna hefur KÍ árum saman efnt til fræðslunámskeiða fyrir nýja og nýlega trúnaðarmenn. Meðal þess sem farið var yfir á nýafstöðnu námskeiði var skipulag og starfsemi KÍ, réttindi og skyldur trúnaðarmanna, ráðningarmál og réttindi félagsmanna KÍ, fæðingarorlof, veikindaréttur og orlof. Einnig fjallaði gestafyrirlesarinn Hjördís Sigursteinsdóttir, aðjúnkt við HA, um könnun á einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað sem gerð var meðal félaga í KÍ. TRÚNAÐARMENN HAFA MIKILVÆGU HLUTVERKI AÐ GEGNA GOTT SAMBAND VIÐ STJÓRNENDUR MIKILVÆGT Hrefna Bára Guðmundsdóttir, sérkennslustjóri í leikskólanum Tröllaborgum, á að baki tvö ár sem trúnaðarmaður. Hún segist hafa mætt á öll fræðslunámskeið sem hafi verið í boði. „Mér hefur þótt fræðslan góð, hnitmiðuð og skýr og ég hef grætt heilmikið á því að sækja námskeiðin.“ Hrefna Bára segir starf trúnaðarmanns á Tröllaborgum hafa verið tíðindalítið að undanförnu. „Það hefur verið afskaplega lítið að gera hjá mér síðustu mánuði og misseri. Ástæðan fyrir því liggur sennilega í því að ég er í mjög góðu sambandi við mína stjórnendur – þannig að ég fæ að fylgjast með flestum málum, svo sem ráðningarmálum nýrra starfsmanna og þar af leiðandi verða verkefnin færri,“ segir hún og bætir við gott samstarf við stjórnendur skipti miklu máli. Hrefna Bára segir mikilvægt að trúnað- armaður standi vörð um réttindi starfsmanna – og að sjálfsögðu líka skyldur hans. „Þetta tvennt er auðvitað samtvinnað. Flest þau mála sem rata á mitt borð snúa að því að starfsmaður telur að á sér sé brotið – oftast í vinnulegu til- liti. Þá gildir að skoða málið vel og ef samstarf er gott við stjórnendur þá gengur oftast vel að leysa málið,“ segir Hrefna Bára og bætir við að þjónustan hjá KÍ reynist vel – þangað sé gott að senda fyrirspurnir og svör berist alltaf fljótt. Hrefna Bára Guðmundsdóttir, sér- kennslustjóri og trúnaðarmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.