Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 35

Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 35
HAUST 2017 35 aðstæðum sem verða til þess að þeir spenna röddina upp. Það er alveg sama með þetta og aðra vöðvastarfsemi, þú spennir undir ákveðnum kringumstæðum, í þessu tilfelli ef þú ert í hávaða eða ef þú ert langt frá þeim sem á að heyra það sem þú segir. Áður en fólk veit af er þá er það byrjað að tala afar hátt og með klemmdri röddu. Svoleiðis raddbeiting er stundum kölluð kennararödd, sem segir ýmislegt um vinnuaðstæður kennara. En þetta er ekki einkamál þeirra, því til að nemendur læri þá þurfa þeir augljóslega að heyra hvað kennarinn er að segja. Það gera þeir hins vegar alls ekki alltaf. Rannsóknir sýna til að mynda mikinn mun á því hversu mikið nemendur heyra eftir því hvar þeir sitja í skólastofunni. Þannig heyra nemendur sem sitja í fremstu röð í um sjö metra „langri“ skólastofu um 90% af því sem kennarinn er að segja. Þeir sem sitja í miðri stofu heyra um helming þess en þeir sem sitja aftast í stofunni heyra ekki nema um 36% þess sem kennarinn segir.“ Leiðinleg rödd = leiðinlegur kennari En hvað er til ráða? Valdís segir ýmis úrræði til staðar, t.d. þurfi að vinna markvisst í að draga úr umhverfishávaða í skólastofum. Það sé hægt að gera á einfaldan hátt, t.d. með því að setja tennisbolta undir stólfætur o.s.frv. Til að tryggja að rödd kennarans berist, og þar með að nemendur heyri hvað hann er að segja, væri áhrifaríkast að setja upp hljóðkerfi í öllum kennslustofum. „Vandinn er að fyrirtæki sem búa til hljóðkerfi sjá skóla ekki sem sérmarkað. Það þýðir nefnilega ekkert að vera með sama hljóðkerfi í skólastofu og t.d. fyrirlestrasal, heldur þarf hljóðkerfi fyrir skólastofur að vera einfalt og vistvænt en samt í miklum gæðum. En þetta er brýnt því um leið og kennari fer að nota svona kerfi þá heyrir hann eigin rödd sem leiðir til þess að tónninn lækkar, kennararöddin hverfur og samtalsröddin kemur í staðinn. Þetta er líka mikilvægt því rannsóknir sýna að ef t.d. þér þóknast ekki rödd þá hefur það áhrif á það hvað þér finnst um þann sem talar. Í skólastofunni þýðir þetta að ef nemenda hugnast ekki rödd kennarans, þá er alveg sama hvað kennarinn segir eða gerir, hann er alltaf leiðinlegur.“ Skortur á sársauka Valdís telur að mun fleiri eigi í raddvand- ræðum heldur en átti sig á því. „Flestir þeirra væru búnir að gera eitthvað í málinu ef þeir fyndu fyrir sársauka, sem þeir gera ekki. Það er vegna þess að raddböndin sjálf eru tilfinningalaus, þau eru eins og fiðlustrengir. Raddvandamál lýsa sér því í hlutum á borð við hæsi og kökk-tilfinningu og að lokum brestur röddin. Þá gefst fólk upp, dregur sig í hlé og reynir að forðast aðstæður þar sem það þarf að tala, oftast án þess að vilja það eða gera sér í raun grein fyrir vandanum sjálft.“ Hvar eru löndin í heimsálfunum? Afríka Evrópa Norðu r-Ame ríka Asía Eyjaálfa Skólavefurinn.is kynnir Suður- Ameríka MYND: ANTON BRINK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.