Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 47

Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 47
„Krakkar hefur einhvert ykkar séð til bekkjarbróður ykkar, hans Stefáns? Nú eru foreldrar hans búnir að vera að leita að honum undanfarna viku en ekkert hefur sést til hans. Ef þið vitið eitthvað um ferðir Stefáns megið þið endilega láta mig eða...“ „Ætla þau í alvörunni að segja þessa ræðu á hverjum einasta morgni þangað til næsti krakki hverfur?“ hvíslaði Anna Dísa að vinkonu sinni, Elísu. „Mér finnst það mjög líklegt. Mér finnst líka mjög líklegt að næsta ræða komi á morgun. Hingað til eru þau búin að hverfa á hverjum fimmtudegi í sex vikur,“ svaraði Elísa. Eftir smá stund sagði hún: „Ég held að við ættum að reyna að finna þann sem að gerði þetta. Persónulega held ég að við ættum að sleppa því að fara heim núna seinni partinn og athuga hvort að einhver kennari hagar sér undarlega.“ „Ertu að meina þetta?! Hvað ef við náumst? Hvað á ég að segja mömmu? Ég held að ég geti þetta ekki Elísa!“ sagði Anna Dísa hrædd. „Vertu ekki svona mikil hæna, Anna! Ef þú gerir þetta ekki með mér geri ég þetta ein. Og þá er ég opið skotmark fyrir mannræn- ingjann. Og ekki viltu missa bestu vinkonu þína er það?“ „Ég hata þig. Ég virkilega hata þig, þú veist það.“ Dagný Ásgeirsdóttir, nemi á öðru ári í Menntaskólanum Tröllaskaga. Dagný bar sigur úr býtum í framhaldsskóla- flokknum fyrir söguna Kennarinn. Verðlauna- sagan er langt í frá fyrsta saga Dagnýjar og hún hefur skrifað fimm „almennilegar“ sögur eins og hún orðar það sjálf. Þá segist hún vera að vinna að skáldsögu sem byggir á sömu persónum og koma fram í verðlaunasmásögunni. Spænska er skemmtilegasta námsgreinin að sögn Dagnýjar og uppáhaldsbækurnar eru Harry Potter-serían. Umsögn dómnefndar: Sagan Kennarinn gerist í hættulegum heimi ungra stúlkna sem ekki geta treyst fullorðnum karlmönnum. Þeir setja eiturlyf í drykkinn þeirra, í þessu tilviki vatnsflöskur í prófum, og það getur orðið þeim að fjörtjóni. En skólinn getur ekki eitrað fyrir öllum og svipt þá meðvitund. Elísa og Anna taka ábyrgð og bjarga Rakel vinkonu sinni frá Hauki enskukennara sem er úlfur í sauðargæru. Ekkert getur bugað fólk sem þorir! Þræðir sögunnar eru ofnir kunnáttulega og vel saman í vefnað sem heldur og skín af. KENNARINN Framhald á næstu opnu Va rm ás - Sk ól av ör ur M ar kh ol t 2 , M os fe lls bæ sí m i 5 66 -8 14 4 N ýt t á Ís la nd i Pe rlu r s em e kk i þ ar f a ð st ra uj a, ei nu ng is sp ra ut a va tn i y fir o g pe rlu rn ar lí m as t s am an .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.