Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 36

Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 36
36 HAUST 2017 Ragnheiður Bjarnadóttir ólst upp á bæ í Skagafirði þar sem var gamalt, fótstigið orgel. „Ég hef sennilega byrjað að spila á það fimm eða sex ára og rétt náði niður á fótstigið. Ég hafði alltaf ánægju af þessu; mér fannst þetta vera spennandi og skemmti- legt. Ég fór í tónlistarnám á Hofsósi sjö ára og lærði þar á píanó þar til ég kláraði 10. bekk, en ári eftir að ég byrjaði í tónlistarskólanum fengum við píanó á heimilið. Svo fór ég í Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki og var jafnframt í tónlistarskólanum þar í þrjú ár. Veturinn 1994-95, þegar ég hafði útskrifast sem stúdent, fór ég aftur í tónlistar- skólann á Hofsósi og tók 8. stig um vorið.“ Ragnheiður flutti suður haustið 1996, þá 20 ára, og hóf nám við píanókennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík. Það nám tók þá þrjú ár. „Ég held að ég hafi valið píanókennaradeildina af því að ég er svo rosalega praktísk; ég taldi mig vita að ef ég ætlaði að vinna við tónlist yrði ég örugglega að kenna, a.m.k. líka, og þá væri málið að læra það.“ Ragnheiður segir að hún hafi verið ánægð með námið í deildinni. „Mér fannst þetta vera mjög flott nám. Ég sótti meðal annars tíma í kennslufræði og sálfræði. Mér Ragnheiður Bjarnadóttir hefur starfað sem píanókennari í 20 ár. Hún kennir í Tónskóla Eddu Borg sem er í samstarfi við grunnskóla í hverfinu þannig að Ragnheiður kennir sumum nemend- um sínum þar á morgnana. Svava Jónsdóttir fór á fund Ragnheiðar. SKÓLARNIR SPILI SAMAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.