Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 28

Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 28
28 HAUST 2017 „HÆFILEG BLANDA AF ELDRI OG YNGRI KENNURUM ER GÓÐ FYRIR ALLT SKÓLASTARFIГ Rétt eins og aðrar íslenskar starfsstéttir þurfa kennarar að taka mið af hröðum samfélagsbreytingum í störfum sínum, enda eru gerðar kröfur til skóla um að veita menntun í samræmi við þarfir samfélags- ins á hverjum tíma. Út hafa verið gefnar margar skýrslur sem lúta að því að efla þurfi hæfni stéttarinnar með einum eða öðrum hætti. Sömuleiðis er oftar en ekki bent á að kennarar þurfi að vera í fararbroddi í breytingum og þróun skólastarfs. Sigurbjörg Bjarnadóttir hefur starfað sem kennari í nærri þrjátíu ár og Sigrún Helga Snæbjörnsdóttir í liðlega tvo áratugi. Báðar starfa þær við Síðuskóla á Akureyri. Karl Eskil Pálsson, tíðindamaður Skólavörðunnar, settist niður með þeim einn daginn eftir kennslu. Mikill tími í fundi „Þegar ég byrjaði að kenna var ég með ansi stóran hóp og fékk takmarkaða hjálp við kennsluna en í dag er mönnunin mun betri í bekkjunum. Ábyrgðin dreifist á fleiri fagaðila í dag en áður fyrr, auk þess sem auðveldara er að ræða ýmis fagleg atriði við aðra. Mér fannst ég svolítið ein á báti þegar ég byrjaði,“ segir Sigrún og Sigurbjörg tekur undir með henni. Báðar eru þær sammála um að mikill tími fari í fundi, sem komi jafn- vel niður á öðrum nauðsynlegum störfum. „Þegar ég byrjaði var ég umsjónar- kennari tveggja bekkja og þá var skólinn sem sagt tvísetinn. Ég var föst í kennslu nánast allan daginn og eftir kennslu tók við undirbúningur fyrir næsta dag og yfirferð ýmissa verkefna. Kennarafundir voru ekki haldnir oft en í dag fer ansi mikill tími í alls konar fundi. Þetta er mikil breyting, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.