Skólavarðan - 2017, Side 28

Skólavarðan - 2017, Side 28
28 HAUST 2017 „HÆFILEG BLANDA AF ELDRI OG YNGRI KENNURUM ER GÓÐ FYRIR ALLT SKÓLASTARFIГ Rétt eins og aðrar íslenskar starfsstéttir þurfa kennarar að taka mið af hröðum samfélagsbreytingum í störfum sínum, enda eru gerðar kröfur til skóla um að veita menntun í samræmi við þarfir samfélags- ins á hverjum tíma. Út hafa verið gefnar margar skýrslur sem lúta að því að efla þurfi hæfni stéttarinnar með einum eða öðrum hætti. Sömuleiðis er oftar en ekki bent á að kennarar þurfi að vera í fararbroddi í breytingum og þróun skólastarfs. Sigurbjörg Bjarnadóttir hefur starfað sem kennari í nærri þrjátíu ár og Sigrún Helga Snæbjörnsdóttir í liðlega tvo áratugi. Báðar starfa þær við Síðuskóla á Akureyri. Karl Eskil Pálsson, tíðindamaður Skólavörðunnar, settist niður með þeim einn daginn eftir kennslu. Mikill tími í fundi „Þegar ég byrjaði að kenna var ég með ansi stóran hóp og fékk takmarkaða hjálp við kennsluna en í dag er mönnunin mun betri í bekkjunum. Ábyrgðin dreifist á fleiri fagaðila í dag en áður fyrr, auk þess sem auðveldara er að ræða ýmis fagleg atriði við aðra. Mér fannst ég svolítið ein á báti þegar ég byrjaði,“ segir Sigrún og Sigurbjörg tekur undir með henni. Báðar eru þær sammála um að mikill tími fari í fundi, sem komi jafn- vel niður á öðrum nauðsynlegum störfum. „Þegar ég byrjaði var ég umsjónar- kennari tveggja bekkja og þá var skólinn sem sagt tvísetinn. Ég var föst í kennslu nánast allan daginn og eftir kennslu tók við undirbúningur fyrir næsta dag og yfirferð ýmissa verkefna. Kennarafundir voru ekki haldnir oft en í dag fer ansi mikill tími í alls konar fundi. Þetta er mikil breyting, en

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.