Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 38

Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 38
38 HAUST 2017 Miklar breytingar hafa síðustu árin orðið á skólastarfi, kennsluháttum og þeirri tækni sem nýtt er við kennslu. Á sama tíma hefur skólastofan þar sem námið fer fram lítið breyst. En er þörf á breytingum þar? „Já,“ segir hópur kennara við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, sem hannaði og setti upp skólastofu 21. aldarinnar. Vinnuna leiddi Anna Kristín Sigurðardóttir, dósent við Menntavísindasvið HÍ. Útsendari Skólavörðunnar settist niður með henni á dögunum og forvitnaðist um verkefnið. Við byrjuðum á að ræða hvernig verkefnið kom til. „Fyrir nokkrum árum var hafist handa við að hanna nýja byggingu fyrir Mennta- vísindasviðið á háskólalóðinni vestur í bæ. Þó ekkert hafi orðið af þeirri framkvæmd þá vaknaði á þessum tíma spurningin um hvernig við viljum kenna í framtíðinni og við hvaða aðstæður? Við fórum þá í svolitla sjálfsskoðun og komumst að því að allt kennsluumhverfi háskólans er í raun mjög gamaldags,“ segir Anna Kristín. Hópurinn lagði upp með að í stofunni þyrfti að vera hin fullkomnasta tækni til m.a. kennslu og samstarfs nemenda. Umhverfið þyrfti enn fremur að bjóða upp á fjölbreyttar leiðir í námi og kennslu, til dæmis hópastarf en einnig einstaklingsbundna vinnu og heildstæða vinnu til jafns við hefðbundna miðlun þekkingar. „Við gerum ráð fyrir að nemendurnir sem við erum að mennta í stofunni fari að námi loknu út í skólana og nýti sér tæknina þar. Við erum fyrirmynd í kennsluháttum á öllum skólastigum þegar við menntum kennara og því gengur ekki að við bjóðum aðeins upp á tuttugustu aldar umhverfi og kennsluhætti,“ segir Anna Kristín. Styður við fjölbreytta kennsluhætti „Við hönnun stofunnar, sem og í öllu starfi hér í deildinni, þarf að taka tillit til þess að við erum með marga nemendur í fjarkennslu. Það þýðir að við erum reglulega að kenna á sama tíma nemendum sem sitja í skólastofunni fyrir framan kennarann og nemendum sem fylgjast með í gegnum tölvur víðsvegar á landinu. Því til viðbótar eru nemendur sem horfa á upptökur af kennslustundinni. Þetta er því ekki hreint staðarnám eða fjarnám, heldur blanda af hvoru tveggja. Kennararnir eru líka mismunandi. Við erum auðvitað með mikið af fyrirlestrum en margir kennarar leggja sérstaka áherslu á hópavinnu og almennt SKÓLASTOFA TUTTUGUSTU OG FYRSTU ALDARINNAR Nýjustu tækni og fislétt húsgögn má finna í nýrri skólastofu í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Anna Kristín Sigurðardóttir og Guðjón H. Hauksson framhaldsskólakennari prófa húsgögn í skólastofu 21. aldarinnar við opnum hennar á Alþjóðadegi kennara, 5. október. Ingvar Sigurgeirsson prófessor og Áslaug Björk Eggertsdóttir fylgjast með. MYND: KRISTINN INGVARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.