Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 6

Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 6
6 HAUST 2017 FRAMTÍÐIN ER Í HÚFI Útgjöld hins opinbera til menntamála á hvern landsmann hafa lækkað um 13,5 prósent frá því þau náðu hámarki árið 2008. Þetta kemur fram í úttekt hagfræðings KÍ sem unnin var upp úr Hagtíðindum Hagstofu Íslands. Þar kemur einnig fram að á sama tíma hafi framlög heimila til menntamála hækkað um fimm prósent og heimilin greiði nú 9,5 prósent af heildarútgjöldum til málaflokksins. Í yfirlýsingu sem stjórn KÍ sendi frá sér í tengslum við samantektina segir að stjórnmálamenn beri ríka skyldu til að tryggja þeirri kynslóð sem nú vex úr grasi sem besta framtíð. „Fyrir þennan hóp er ekkert mikilvægara en að hafa aðgang að öflugu menntakerfi. Samdráttur í framlögum til menntamála er því óverjandi. Á komandi árum mun góð menntun hafa úrslitaáhrif á afkomu þeirra einstaklinga sem hér munu búa sem og þjóðarinnar í heild. Stjórnmálamenn verða að hafa framtíðarsýn því ákvarðanir dagsins í dag munu hafa áhrif á afkomu þjóðarinnar næstu áratugi. Þó stjórnmálamenn staðhæfi á tyllidögum að þeir vilji veg menntakerfisins sem mestan sýna þær tölur sem hér er vitnað til að slíkur vilji endurspeglast ekki í útgjöldum hins opinbera til menntamála. Stjórn KÍ hvetur því stjórnmálamenn til góðra verka við að styrkja menntakerfið. Framtíðin er í húfi.“ Veistu um eign á landsbyggðinni eða erlendis? Orlofssjóður KÍ óskar eftir orlofseignum, góðum sumarbústöðum og/ eða íbúðum, til framleigu fyrir félagsmenn sumarið 2018. Leigutímabil er frá 8. júní til 10. ágúst, eða níu vikur. Möguleiki er á að skoða styttri leigutíma en þó ekki skemur en fimm til sex vikur. Áhugasamir eru beðnir að senda tilboð til Orlofssjóðs, netfangið er orlof@ki.is. Í tilboði þarf að vera lýsing eignar, ástand, stærð, byggingarár, herbergjaskipan, staðsetning og verðhugmyndir. Ljósmyndir af eign og nánasta umhverfi þurfa einnig að fylgja. ORLOFSSJÓÐUR KÍ LEITAR AÐ HÚSUM Orlofshús Kí á Flúðum. EFTIRLAUN OG LÍFEYRIS- RÉTTINDI Fræðslufundur um eftirlaun og lífeyr- isréttindi fer fram þriðjudaginn 21. nóvember 2017 í fundarsal LSR við Engjateig. Fundurinn er fyrir félagsmenn KÍ sem eru að nálgast töku eftirlauna, 60 ára og eldri, og er hann haldinn í samstarfi við BRÚ – lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga og Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Nánari upplýsingar á vef KÍ. FRÆÐSLUNÁMSKEIÐ UM STARFSLOK Námskeið fyrir þá félagsmenn KÍ sem eru að nálgast töku eftirlauna, um félagslega og heilsufarslegar hliðar starfsloka vegna aldurs verður haldið 21. nóvember. Námskeiðið er haldið í samstarfi við fræðslufyrirtækið Auðnast, og sjá þær Hrefna Hugósdóttir hjúkrunar- og fjöl- skyldumeðferðarfræðingur og Ragnhildur Bjarkadóttir B.s. í sálfræði og fjöl- skyldumeðferðarfræðingur um fræðsluna. Skráningargjald á námskeiðið er krónur 5.000 og greitt með kreditkorti. Þeir sem mæta á námskeiðið fá gjaldið endurgreitt. Nánari upplýsingar á vef KÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.