Skólavarðan - 2017, Side 46
46 HAUST 2017
kominn svo langt að þú getur ekki einu sinni
haldið í við hann. Áhugi er góður en stundum
getur hann verið of mikill.
10 mínútna pása. Hún hefði getað farið í
að gera ekkert, fá þér kannski annan kaffibolla
en þú þarft að fara yfir próf sem þú lagðir fyrir
10. bekk í þeim eina tilgangi að hafa algjöra
þögn í 80 mínútur. Það er margt á sig lagt en
það er þess virði.
9. bekkur er næstur. Örugglega ekki
ein sála að hlusta á þig. Einhverjum heigli
fannst nefnilega svo sniðugt að segja þessum
krökkum að einkunnirnar sem þú færð í 9.
bekk skipta þig í rauninni engu máli. Þú ert
líka komin með upp í kok af bókinni sem þú
kennir þeim. Sama grútleiðinlega sveppabókin
sem gæti alveg eins verið merkt þér af því
að þú lærðir þessa bók sjálf í grunnskóla.
Þú veltir því fyrir þér í smá stund hvaða fag
væri gaman að kenna og endar á því að velja
íslensku. Það eru nefnilega til alls konar
skemmtilegar og sniðugar kennsluaðferðir í
íslensku svo að bæði kennarinn og nemend-
urnir deyi ekki úr leiðindum.
Eftir fjörutíu mínútur kemur hinn 9.
bekkurinn sem er öllu hræðilegri en hinn
og þú þarft að endurtaka fyrri tímann. Aftur
hlustar enginn á það sem þú hefur að segja en
þér er eiginlega orðið alveg sama, þú ert farin
að hlakka til matartímans, það er hvort eð er
þeim að kenna að þau vilji ekki læra.
Loksins hringir bjallan og þú getur
farið í mat. Þér finnst maturinn óspennandi
í mötuneytinu þannig að þú tókst með þér
nesti. Allir hinir kennararnir öfunda þig af
fínu pítsusneiðum sem þú tókst með þér og þú
finnur fyrir smá sektarkennd því þau sitja öll
með þér og borða kjötfarsbollur.
Eftir matartímann er tími til kominn að
losa sig við alla unglingana og færa sig yfir í
heimilisfræðistofuna. Þú færð klígjutilfinningu
þegar þú labbar inn í svínastíuna því að allt er
skítugt. Gólfið, áhöldin,vinnuborðin. Bara allt.
Þú hugsar með þér af hverju í ósköpunum þú
bauðst þig fram til að kenna heimilisfræði í
3. bekk. Þú sagðir nefnilega við skólastjórann
þegar hann spurði hvort þú gætir kennt
3. bekk að þér þætti „ótrúlega gaman að kenna
litlum krökkum“ sem er hrein lygi. Þú bara
gast með engu móti neitað. Krakkarnir koma
inn, öll litlu krúttlegu börnin í skólanum. Þú
útskýrir vandlega fyrir þeim hvað á að gera,
einfaldar kornflexkökur. Um leið og þú ert
búin að útskýra allt í bak og fyrir byrja þau
strax að hrópa og kalla. Spurningum rignir
yfir þig um hluti sem þú varst að enda við
að útskýra. Þú verður fljótt leið á þessu og
endar með því að láta þau hita kakó meðan þú
gengur frá.
Þú ferð aftur inn í stofu þar sem bunkinn
með hálf yfirförnu prófunum liggur. Þig
langar að komast heim sem fyrst, þannig að
þú ákveður að skrifa bara nákvæmlega sömu
einkunn á hvern og einn nemanda og hann
fékk í síðasta prófi. Einfalt og þægilegt. Segir
svo bara að þú hafir týnt prófunum þegar þú
ætlar að „sýna þeim prófin“.
Eftir erfiðan vinnudag er komið að því að
fara heim. Þú varst sniðug og baðst manninn
að sækja krakkana í skólann svo að þú gætir
átt smá næði. Tíminn líður þó hratt og allt
í einu ertu búin að ganga frá eftir matinn
og farin að huga að því að fara í háttinn. Þú
horfir á sjónvarpsþátt sem þú ert búin að gera
tilraun til að horfa á í viku en þú sofnar alltaf
í miðju kafi. Nærð þó ekki heldur að klára
þáttinn í þetta sinn og endar á því að skríða
upp í rúm uppgefin eftir daginn.
Þrátt fyrir mikla þreytu ertu samt tilbúin
að endurtaka sama fyrirkomulag aftur á
morgun. Því þegar öllu er á botninn hvolft
myndirðu aldrei vilja skipta um starf.
Börn fædd 2012 í leikskólanum Skýjaborg. Þau heita Enok Einar,
Guðrún Birna, Haraldur Magnús, Markus, Olivier, Víkingur Aron og
Þóra Kristín.
Hvernig er traustur og góður kennari? Börnin í leikskólanum
skrifa um það í verðlaunasögunni Kennarinn með blað í fanginu.
Krakkarnir sýna flotta samvinnu og útkoman er skemmtileg saga.
Umsögn dómnefndar
Þetta er saga um öryggið sem fylgir góðum og traustum
kennara. Blaðið sem hann er með í fanginu er tákn margvíslegra
og nauðsynlegra upplýsinga um heiminn. Og, eins og skáldin
hitta svo oft á, getur orð eins og blað þýtt svo margt, þannig
ber/inniheldur titillinn með sér töfra skáldskaparlistarinnar.
Kennarinn gætir þess meðal annars að nemendur hlaupi
ekki fyrir bíla, rífi ekki bækur og fari ekki ofan í skurði. Og
ef hann er góður kennari brosir hann og talar ekki hátt.
Kennarar eiga að segja börnunum að
sitja kyrr og það má ekki rífa bók og segja
krökkunum að fara ekki ofan í skurð. Að
það megi bara hjóla með hjálm. Það er
bannað að ganga yfir þegar það eru bílar að
fara af stað. Krakkar mega ekki fara sjálfir í
göngutúr og ekki fara burt. Kennarar eiga að
passa krakkana. Kennarinn passar krakkana
þegar þau fara yfir götuna. Góður kennari
er brosandi og talar ekki svona hátt. Þeir
passa krakkana svo þeir hlaupi ekki burtu í
skóginn.
KENNARINN MEÐ BLAÐ Í FANGINU SÍNU
framhald – Hringrás
Va
rm
ás
-
Sk
ól
av
ör
ur
M
ar
kh
ol
t 2
, M
os
fe
lls
bæ
sí
m
i 5
66
-8
14
4
N
ýt
t á
Ís
la
nd
i
Pe
rlu
r s
em
e
kk
i þ
ar
f a
ð
st
ra
uj
a,
ei
nu
ng
is
sp
ra
ut
a
va
tn
i y
fir
o
g
pe
rlu
rn
ar
lí
m
as
t s
am
an
.