Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 48

Skólavarðan - 2017, Blaðsíða 48
48 HAUST 2017 framhald – Kennarinn „Ha! Mér tókst að sannfæra þig! Og meðan ég man, ég elska þig líka,“ sagði Elísa glottandi. „Stelpur! Ef þið hættið ekki að tala saman í tíma hjá mér læt ég ykkur sitja eftir. Er það eitthvað sem þið viljið? Nei, ég hélt ekki. Haldið áfram að læra!“ Það var enginn annar en enskukennarinn Haukur sem sagði þetta. Elísu hefur alltaf líkað illa við hann. „Við förum í þetta strax eftir skóla,“ hvíslaði Elísa að Önnu. „Þurfum við að gera þetta núna? Ég er alls ekki tilbúin í að fara að reyna að góma einhvern kennara í einhverju sem kemur okkur alls ekkert við,“ sagði Anna við Elísu eftir síðasta tímann. „Já, við þurfum að gera þetta núna. Ef ekki núna þá hverfur annað barn, og ég ætla ekki að láta það gerast!“ Þær lágu í felum undir stiganum upp á kennarastofu. Þær fylgdust með hverjum kennaranum á fætur öðrum ganga niður stigann og út úr byggingunni og útilokuðu þá jafn óðum. Þegar þær voru búnar að vera þarna í tvo tíma og flestallir kennararnir farnir kom stelpa úr bekknum fyrir ofan þær, eins og í leiðslu. Hún virtist ekki vita hvað hún væri að gera en fór beint upp á kennarastofu. „Þetta er Rakel, ætli hún sé næsta fórnarlambið,“ spurði Anna Elísu. „Mér finnst það líklegt,“ svaraði Elísa. „Eltum hana og komumst að því,“ bætti hún við um leið og hún hljóp af stað. „Nei, Elísa!“ Anna reyndi að stoppa Elísu en hún var alltof sein. Elísa var nú þegar komin langleiðina upp stigann á eftir Rakel. Anna stóð upp og fór á eftir Elísu. Þær eltu Rakel alveg að skrifstofunni hans Hauks. Þar fór Rakel inn en Elísa og Anna biðu fyrir utan hurðina. „Veistu hvað þú ert að gera hérna Rakel?“ heyrðu þær Hauk segja við Rakel. „Nei, herra,“ svaraði Rakel. En þetta hljómaði bara ekkert eins og hún. Það var eins og það væri vélmenni að tala með röddinni hennar. „Gott, við skulum bara halda því þannig.“ „Já, herra.“ Elísa og Anna sáu ekki hvað var í gangi inn á skrifstofunni en þeim heyrðist Haukur vera að standa upp. „Komdu þá með mér núna Rakel.“ Stelpurnar litu hvor á aðra og hlupu svo inn á næstu skrifstofu við hliðina. Þar biðu þær í góðan tíma áður en Haukur kom einn út af skrifstofunni. Hann slökkti öll ljósin á ganginum og yfirgaf bygginguna. „Komdu, hann hlýtur að hafa falið hana einhvers staðar þarna inni,“ sagði Elísa og fór inn á skrifstofuna hans Hauks áður en Anna náði að stoppa hana. „Og hvað eigum við að gera ef við finnum krakkana?“ spurði Anna áhyggjufull. „Við hringjum í pabba auðvitað. Hann er yfir rannsóknardeild lögreglunnar á Norður- landi,“ svaraði Elísa um hæl um leið og hún skoðaði sig um. „En þá mun hann vita að við vorum hérna í leyfisleysi. Er það ekki?“ Það kom hik á Elísu á meðan hún var að melta það sem Anna sagði. Síðan sagði hún: „Jú reyndar, en hann sagði alltaf við mig að ég ætti að gera það rétta. En það gæti verið að þetta sé ekki rétta leiðin til þess að gera það rétta þegar ég fer að hugsa út í það. En það er of seint að hætta við núna. Við verðum að komast að því hvað hann gerði við Rakel. Áður en það verður of seint.“ Hún hélt áfram að skoða hvern krók og kima á skrifstofunni en sá ekki neitt athugavert. „Allt í lagi, þannig að við erum að leita að stað þar sem hann gæti hafa falið hana? Hvað með þennan hlera í loftinu beint fyrir ofan þig?“ sagði Anna og benti á hlera í loftinu. „Þú ert snillingur Anna! Okkur var sagt það í sjötta bekk að ef okkur vantaði eitthvað af loftinu, einhverra hluta vegna, ættum við að tala við Hauk. Hann væri sá eini sem væri með hlera upp á háaloftið!“ Síðan hoppaði Elísa upp á borðið og reyndi að opna hlerann. Eftir mikið vesen tókst henni það loksins og stigi datt niður. Hún kom stiganum fyrir á réttum stað, kveikti á vasaljósinu á símanum sínum og leit einu sinni á vinkonu sína áður en hún byrjaði að klifra upp. Þegar hún var komin nógu hátt til að sjá upp á loftið, datt hún næstum niður aftur. Þau lágu þarna öll. Allir krakkarnir sem höfðu horfið síðustu vikurnar. Hún flýtti sér aftur niður og hringdi í pabba sinn gráti nær. Anna stóð skelkuð hjá á meðan Elísa stóð skjálfandi með símann í höndunum. Anna tók símann úr höndunum á Elísu, kveikti á hátalaranum og setti hann á borðið fyrir framan þær. Loksins svaraði Steini, pabbi Elísu. „Pabbi, manstu eftir öllum krökkunum sem eru búnir að vera að hverfa úr skólanum? „Já, Elísa mín. Þetta er búinn að vera minn helsti hausverkur undanfarnar vikur. Hvað ertu að spá í því?“ „Getur þú komið niður í skóla? Ég held að ég hafi fundið þau öll.“ Anna leit hissa á Elísu. „Hvað segir þú? Niður í skóla? Hvað ert þú að gera þar?“ „Ég skal segja þér það allt seinna. Gerðu það, komdu bara með einhverja menn. Ég skal hleypa ykkur inn. Gerðu það, ég þarfnast þín.“ „Ég kem eftir korter.“ Að þessu sögðu skellti hann á. Korteri seinna kom Steini með menn úr rannsóknardeildinni og nokkra lögreglumenn niður í skóla. Elísa fór með þá upp á skrifstof- una hans Hauks þar sem Anna beið eftir þeim. „Þau eru upp á lofti, öllsömul,“ sagði Elísa og samstundis fór einn frá rannsóknar- deildinni upp stigann. Um leið og hann sá hvað var þar að finna varð uppi fótur og fit. Einhver frá lögreglunni hringdi á sjúkrahúsið og allir hinir fóru að reyna að ná niður mátt- lausum líkömunum. Allir nema Steini. „Jæja, Elísa mín. Myndir þú vilja segja mér hvað er í gangi? Af hverju eruð þið tvær hérna? Og af hverju léstu mig ekki vita að þig grunaði eitthvað?“ spurði Steini Elísu. „Í morgun voru þau enn eina ferðina að tala um að enn væri einhverra saknað. Ég sagði við Önnu að við þyrftum að komast að því hver væri á bak við þetta. Við vorum hérna eftir, eftir skóla og fylgdumst með hverjum kennaranum á fætur öðrum fara. Einmitt þegar við vorum að gefast upp á þessu kom Rakel, og við eltum hana hingað. Haukur talaði eitthvað við hana og þegar hún svaraði hljómaði þetta ekkert eins og hún. Þegar Haukur fór einn komum við hingað inn til að leita að henni.“ „Já, en af hverju léstu mig ekki vita? Og hver er þessi Haukur?“ „Haukur er enskukennarinn sem allir hata,“ sagði Anna, bæði Elísu og Steina til mikillar furðu. „Já, hann er enskukennarinn. En ég lét þig ekki vita vegna þess að ég hafði trú á því að ég gæti fundið út úr þessu sjálf. Fyrirgefðu pabbi,“ sagði Elísa sakbitin. „Þetta verður allt í lagi elskan. Það hefði bara eitthvað getað komið fyrir þig,“ sagði Steini við dóttur sína um leið og hann knúsaði hana þétt. „Herra, það eru fjórir krakkar látnir. Þrír á lífi. Á ég að láta fjölskyldurnar vita?“ spurði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.