Skólavarðan - 2017, Qupperneq 36

Skólavarðan - 2017, Qupperneq 36
36 HAUST 2017 Ragnheiður Bjarnadóttir ólst upp á bæ í Skagafirði þar sem var gamalt, fótstigið orgel. „Ég hef sennilega byrjað að spila á það fimm eða sex ára og rétt náði niður á fótstigið. Ég hafði alltaf ánægju af þessu; mér fannst þetta vera spennandi og skemmti- legt. Ég fór í tónlistarnám á Hofsósi sjö ára og lærði þar á píanó þar til ég kláraði 10. bekk, en ári eftir að ég byrjaði í tónlistarskólanum fengum við píanó á heimilið. Svo fór ég í Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki og var jafnframt í tónlistarskólanum þar í þrjú ár. Veturinn 1994-95, þegar ég hafði útskrifast sem stúdent, fór ég aftur í tónlistar- skólann á Hofsósi og tók 8. stig um vorið.“ Ragnheiður flutti suður haustið 1996, þá 20 ára, og hóf nám við píanókennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík. Það nám tók þá þrjú ár. „Ég held að ég hafi valið píanókennaradeildina af því að ég er svo rosalega praktísk; ég taldi mig vita að ef ég ætlaði að vinna við tónlist yrði ég örugglega að kenna, a.m.k. líka, og þá væri málið að læra það.“ Ragnheiður segir að hún hafi verið ánægð með námið í deildinni. „Mér fannst þetta vera mjög flott nám. Ég sótti meðal annars tíma í kennslufræði og sálfræði. Mér Ragnheiður Bjarnadóttir hefur starfað sem píanókennari í 20 ár. Hún kennir í Tónskóla Eddu Borg sem er í samstarfi við grunnskóla í hverfinu þannig að Ragnheiður kennir sumum nemend- um sínum þar á morgnana. Svava Jónsdóttir fór á fund Ragnheiðar. SKÓLARNIR SPILI SAMAN

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.