Dagfari - des. 2020, Blaðsíða 3

Dagfari - des. 2020, Blaðsíða 3
3 DESEMBER 2020 Pistill formanns Núna árið 2020 er ekki lengur hægt að líta á gróðurhúsaáhrifin sem vandamál komandi kynslóða, áhrifin eru þegar komin fram. Öll af tíu heitustu árum síðan mælingar hófust eru á þessari öld og það liggur við að hvert ár sé það heitasta fram að þessu. Hlýnun jarðar er nú þegar orðin ein gráða yfir meðaltali frá því fyrir iðnvæðingu og mest á norður- hveli jarðar. Það er því ekki að undra að það sé mikill slagkraftur í mótmælum gegn áframhaldandi mengun og útblástri gróður- húsalofttegunda, sérstaklega hjá yngri kyn- slóðum sem munu þurfa að lifa með afleiðingunum. Barátta fyrir umhverfismálum og gegn hernaði og vígbúnaði er nátengd. Í Dagfara hafa oft birst greinar um mengun af hernaði. Árið 1992 kom til dæmis út sérstakt tölu- blað um umhverfismál og Einar Valur umhverfisverkfræðingur skrifaði um mengun frá Bandaríska hernum hér á landi árið 1997. Nú er aftur tímabært að helga Dagfara umhverfismálum því þau hafa enn frekari tengingar við ógnina af hernaði og kjarnorku- vígbúnaði á tímum þar sem eyðing vistkerfa og ofsafengnara veður kyndir undir ófriði og hrekur fólk á flótta. Friðarsinnar og umhverfisverndarsinnar verða að bindast böndum til að berjast fyrir betri heimi og koma í veg fyrir stríð um þverrandi náttúru- auðlindir. Öll helstu herveldi eru nú farin að undirbúa sig undir hlýnandi heimi. Hernaðaráætlanir Breta og Bandaríkjamanna gera ráð fyrir martraðakenndum veruleika 4 gráður hlýnunar á þessari öld sem stjórnmálamenn geta auðvitað ekki viðurkennt því að afleiðingarnar eru svo hrikalegar. Aukin hernaðarsamvinna í Evrópu snýst svo fyrst og fremst um það að efla landamæragæslu og halda tilvonandi loftslagsflóttamönnum úti. En hið raunsæja svar við þessum spám er ekki vígbúnaðaruppbygging heldur að koma í veg fyrir að þær rætist. Ef við stefnum í raun að hamfarahlýnun upp á fleiri gráður þá er það ekki bara loftslagið sjálft sem ógnar okkur heldur upplausn samfélaga og ofbeldið sem leiðir af í heimi þar sem fjölmörg ríki búa yfir kjarnorkusprengjum. Kjarnorkuafvopnun er líka augljós snerti- flötur friðar- og umhverfissinna þar sem varla er hægt að hugsa sér meira mengandi eyðingarafl en kjarnorkusprengjur. Hundruðir þúsunda létust fyrir 75 árum þegar þeim var fyrst beitt á Hírósíma og Nagasaki og næstu áratugi létustu þúsundir úr krabbameini vegna prófanna á þeim. Þrýstingur frá almenningi skilaði því að kjarnorkutilraunir voru loksins bannaðar og nú er næsta skref að krefjast þess að þessi vopn verði bönnuð með öllu. Að því stefnir samningur Sameinuðu Þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum sem hefur nýlega öðlast gildi. Það er krafa SHA að Íslensk stjórnvöld láti ekki þrýsting frá kjarnorkuvopnabandalaginu Nató beygja sig og skrifi undir þennan sáttmála sem fyrst.

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.