Dagfari - des. 2020, Blaðsíða 30

Dagfari - des. 2020, Blaðsíða 30
30 DAGFARI Sveppaskýið yfir Nagasakí Bulletin of the Atomic Scientists hefur um áratuga skeið verið virtasta útgáfa andstæðinga kjarnorkuvopna í heiminum. Í tilefni af því að 75 ár voru liðin frá kjarnorkuárásum Bandaríkjanna á Japan birtu þeir Benoît Pelopidas og Kjølv Egeland áhugaverða grein um sögu þessara hörmulegu atburða og hvernig þeir hafa verið túlkaðir í gegnum tíðina. Greinin birtist hér í íslenskri þýðingu með góðfúslegu leyfi höfunda. Urðu kjarnorkuárásirnar á Hírósíma og Nagasakí til þess að stytta heimsstyrjöldina síðari og voru þær nauðsynlegar til að neyða Japani til uppgjafar? Fjölmargir svara báðum þessum spurningum játandi og álíta að með því að varpa sprengjunum hafi Bandaríkja- menn valið illskárri kostinn. Þótt sagnfræðingar hafi lengi bent á að þessi söguskýring sé beinlínis röng eða í það minnsta villandi, er ljóst að talsvert margir Evrópubúar aðhyllast hana. Það er í það minnsta niðurstaða nýlegrar könnunar á afstöðu fólks í Evrópu til kjarnorkuvopna almennt og árásanna á Japan sérstaklega. Könnunin, sem fram fór í október 2019, náði til um 7000 manna úrtaks, átján ára og eldri, sem var vandlega valið til að gefa góða mynd af viðhorfum fólks í Belgíu, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Hollandi, Póllandi, Svíþjóð, Tyrklandi og Bretlandi. Rannsóknin leiddi í ljós að þau sem telja að kjarnorkuárásirnar hafi verið nauðsynlegar og áhrifaríkar til að stytta styrjöldina að ráði séu jafnframt líklegri til að efast um kosti kjarnorkuafvopnunar en þau sem eru á annarri skoðun. Að því sögðu virðist evrópsk- ur almenningur upp til hópa einbeittur í stuðningi sínum við útrýmingu kjarnorku- vopna. Jafnvel í kjarnorkuveldunum Frakk- landi og Bretlandi hafnar mikill meirihluti fólks þeirri hugmynd að notkun kjarnorku- vopna geti við vissar kringumstæður verið siðferðislega verjandi. Ekki verður fullyrt um hvort slík viðhorf séu ríkjandi annars staðar í heiminum, svo sem í Bandaríkjunum, þar sem rannsóknir á afstöðu fólks í þessum efnum skortir tilfinnanlega. Stimson-túlkunin dregin í efa Deilurnar um siðferðislegt réttmæti og hernaðarlega nauðsyn kjarnorkuárásanna á Japan hófust nánast um leið og heims- styrjöldinn lauk. Þótt þorri Bandaríkjamanna hafi stutt ákvörðun ríkisstjórnar sinnar um að beita kjarnorkusprengjunni, heyrðust þá þegar gagnrýnisraddir úr ýmsum áttum. Sagnfræðingurinn Barton Bernstein hefur bent á að ýmsir þeirra sem báru ábyrgð á þróun og síðar notkun kjarnorkusprengjunnar hafi verið viðkvæmir fyrir þessari gagnrýni. Fyrir vikið hafi verið ráðist í samhent átak Hvað veit Evrópa um Hírósíma – og hvers vegna skiptir það máli?

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.