Dagfari - des. 2020, Blaðsíða 8

Dagfari - des. 2020, Blaðsíða 8
8 DAGFARI Trident kjarnorkuskotflaug skotið úr kafbát. Árið 1968 var undirritaður einhver mikil- vægasti sáttmáli sögunnar um takmörkun vígbúnaðar. Það var NPT-samningurinn (e. Non-Proliferation of Nuclear Weapons Treaty) sem kallaður hefur verið upp á íslensku sáttmálinn um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna. Hann var viðbragð við þeirri háskalegu stöðu sem upp hafði komið fyrr á sjöunda áratugnum þegar gegndarlaust vígbúnaðarkapphlaup risaveldanna stóð hvað hæst, með óheftum kjarnorkutilraunum í andrúmsloftinu og spennu sem náði hámarki í Kúbudeilunni þar sem hársbreidd munaði að heims- styrjöld brytist út. Alls eru 189 ríki aðilar að NPT-sáttmálanum en fimm lönd standa utan hans: Indland, Pakistan, Ísrael, Norður-Kórea og Suður- Súdan. Síðastnefnda ríkið er ungt að árum og hefur enn ekki komið því í verk að undirrita sáttmálann, en hin fjögur eiga öll kjarnorkuvopn og myndu því brjóta gegn ákvæðum hans. Skylda til afvopnunar Kjarni NPT-samningsins er sá að kjarnorku- vopnaeign fimm ríkja er viðurkennd: Banda- ríkjanna, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Kína, en þetta eru jafnframt þau lönd sem hafa neitunarvald í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Öðrum ríkjum er óheimilt að koma sér upp kjarnorkuvopnum og eru stórveldin dugleg við að halda þeim ákvæðum á lofti líkt og sjá mátti í deilunum um kjarnorku- áætlun Írans. Á hinn bóginn hafa kjarnorkuveldin fimm minna viljað vita af öðrum ákvæðum NPT- samningsins sem leggja þeim sjálfum skyldur á herðar um að vinna að kjarnorkuafvopnun. Þótt heildarfjöldi kjarnaflauga sé í dag tals- vert minni en þegar Kalda stríðið stóð sem hæst, hafa öflugri og háskalegri sprengjur leyst þær gömlu af hólmi. Sleitulítið er unnið að þróun kjarnorkuvopna og uppsetning fullkomnari skotpalla og eldflaugavarnakerfa hafa aukið líkurnar á beitingu þeirra. Hers- höfðingjar ræða sífellt opinskár möguleikann á taktískri notkun slíkra vopna í hernaði, í stað þess að einungis sé litið á þau sem lokaúrræði og örþrifaráð. Friðarsinnar og stjórnvöld ýmissa ríkja hafa lengi gagnrýnt þetta tómlæti kjarnorkuveld- anna og þrýst á um afvopnun innan ramma NPT-samningsins. Að lokum var þolinmæðin á þrotum og ákveðið að leita yrði nýrra leiða. Samtökin ICAN (International Campaign to Abolish Nuclear Weapon), sem stofnuð Kjarnorkuvopnabannið og ICAN

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.