Dagfari - des. 2020, Blaðsíða 27

Dagfari - des. 2020, Blaðsíða 27
27 DESEMBER 2020 Bestíur rústa borgum Myndlistarmaðurinn Þrándur Þórarins- son svarar spurningunni: „Hvert er eftirlætis málverkið þitt sem fjallar um stríð eða frið?“ Eftirlætis málverk mitt sem fjallar um ófrið er meðfylgjandi mynd eftir undirritaðan. Hér sést frelsisstyttan í útrás í ótilgreindri borg, sem gæti einna helst verið í Miðaustur- löndum, af bænaturnunum að dæma. Mér þótti tilhlýðilegt að mála táknmynd frelsis og lýðræðis sem skaðvald, enda heyja Bandaríkin einlægt stríð sín í nafni frelsis, lýðræðis og friðar. Þá vildi ég einnig kinka kolli til Hollywood, en það er löng hefð fyrir því þar vestra að gera stórslysamyndir þar sem stærðarinnar bestíur rústa borgum, samanber King Kong og Godzilla. Hin síðarnefnda ókind er að vísu japönsk endur- speglun á kjarnorkuárasir Kana í því landi.

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.