Dagfari - des. 2020, Blaðsíða 26

Dagfari - des. 2020, Blaðsíða 26
26 DAGFARI Leikstjórinn Kolbrún Halldórsdóttir svarar spurningunni: „Hvert er eftirlætis listaverkið þitt tengt stríði og friði?“ „Þarna stóð ég frammi fyrir Guernicu Picassos með kökk í hálsinum og tárin í augunum….“ þetta hljómar kannski ekki sennilega, mun líklegra er að fólk tárist yfir áhrifamiklum sögum í bókum, kvikmyndum eða leiksýningum. En að missa tökin á tilfinningunum framan við málverk á listasafni hlýtur að teljast fremur sérstakt. Þetta var haustið 2010 og ég var í minni fyrstu, og raunar einu hingað til, heimsókn til Madrídar og fyrir einhverja tilviljun örlaganna var hótelið mitt rétt við Museo Reina Sofia, þar sem Guernica Picassos er varðveitt. Þangað lá leið mín í fylgd með hópi frá Evrópusamtökum listamanna og sáu gestgjafarnir okkur fyrir leiðsögumanni, sem var vel að sér um verkið og sögu þess. Verkið málaði Picasso í maí og júní 1937 fyrir heimssýninguna í París, þar sem það var hluti af spænska skálanum. Kveikjuna sótti hann í loftárásir þýskra nasista og ítalskra fasista, á basknesku borgina Guernica 23. apríl 1937. Verkið hefur þó ekki beinar skírskotanir til þess atburðar og ef lýsa ætti því í einu orði þá kemur „ringulreið“ upp í hugann. Myndflötinn fylla skelfingu lostin andlit, spenntir líkamar og stakir líkamshlutar, börn og fullorðnir, menn og skepnur, sumar stungnar á hol, allt málað í svart-hvítu og orkan í því áþreifanleg og yfirþyrmandi. Ljóst er að angistin innra með Picasso hefur haldið um pensilinn, enda hafa friðarsinnar iðulega notað verkið með beinum hætti í mótmælum gegn stríðsátökum. Skyldi engan undra, þar sem nálægðin við það framkallar kökk í hálsinn og tár í augun….! Stóra spurningin… Yfirþyrmandi upplifun Stríð er græðgi Teitur Magnússon tónlistarmaður svarar spurningunni: „Hver er besta bókin sem þú hefur lesið um frið og ófrið?· Bókin, Mátturinn í núinu eftir Eckhart Tolle, braut blað í mínu eigin lífi. Bókin er tilvalin fyrir rökþenkjandi, langskólagengna Vesturlandabúa, til að skynja núvitund. Það sat í mér hvernig hann útskýrir mengunina í heiminum sem endurspeglun á menguninni innra með okkur. Það sama á við um friðinn og ófriðinn. Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum eins og Gandhi sagði. Mikilvægur þáttur í núvitund er að horfast í augu við óttann, því hvað er stríð annað en græðgi og hvað er græðgi annað en ótti við framtíðarskort? Þess vegna er núvitund öflugt mótvægi því hún stuðlar að innri frið.

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.