Dagfari - des. 2020, Blaðsíða 38

Dagfari - des. 2020, Blaðsíða 38
38 DAGFARI Í Friðarhúsi gefur að líta þetta glæsilega listaverk af grimmum ránfugli sem slítur hjartað úr Íslandi miðju. Verkið túlkar tilfinningar listamannsins, Sigurðar Sigurðarsonar, í upphafi þrásetu hers á Íslandi skömmu eftir stofnun lýðveldis. Fyrir fáeinum árum færði hann Samtökum hernaðarandstæðinga verkið að gjöf. Sigurður var húsa- og skipasmíðameistari, fæddur í Vatnsdal í Vestmannaeyjum 22. júlí 1928. Hann flutti ungur frá Eyjum og ólst upp í Reykjavík. Var Sigurður alla tíð mjög listrænn og ungur að árum skar hann mikið út í tré. Hann lagði útskurðinn á hilluna í mörg ár, en hóf aftur að skera út um það bil sem hann hætti að starfa sem smiður. Útskurðarmyndirnar vann hann sjálfur frá grunni, teiknaði og skar út. Mörg myndverka hans sækja efnivið í norræna goðafræði og íslenskar þjóðsögur. Kona Sigurðar var Jóhanna Margrét Friðriks- dóttir verkakona og verkalýðsleiðtogi f. 13.10.1930 í Reykjavík, d.17.11. 2012. Þau giftust 1950 og byggðu sér hús í Kópavogi, fyrst í Víðihvammi og síðar í Hrauntungu. Þau fluttu til Vestmannaeyja 1970 og byggðu sér hús að Fjólugötu 29 þar sem þau bjuggu til 1999 að þau fluttu í Hafnarfjörð. Þeim varð fjögurra barna auðið, en þau eru Atli, Bjartey, Gylfi og Arnar. Sigurður hafði alla tíð mikinn áhuga á þjóð- málum og var m.a. virkur í Æskulýðsfylking- unni á sínum yngri árum og seinna í Alþýðu- bandalaginu, Samfylkingunni og Vinstri grænum. Einnig í Samtökum hernaðarand- stæðinga og öllu andófi gegn hernámi Íslands frá upphafi.Sigurður lést á liðnu sumri. Hjarta landsins blæðir Tréskurðarlistaverk í eigu SHA Sigurður Sigurðsson.. Bandarískur kjarnorkukafbátur – 130 milljarðar Bandaríkjadala Black Hawk herþyrla – 6 milljónir Bandaríkjadala F-35A orrustuþota – 80 milljónir Bandaríkjadala M1 Abrams skriðdreki – 4,5 milljón Bandaríkjadalir Þjálfun eins bandarísks hermanns – 35 þús.Bandaríkjadalir Kostnaður við klukkustundarflug F-15 orrustuþotu – 20 þús. Bandaríkjadalir Hernaðarhítin

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.