Dagfari - des. 2020, Blaðsíða 28

Dagfari - des. 2020, Blaðsíða 28
28 DAGFARI Breska varnarmálaráðuneytið pantaði í fyrra skýrslu frá evrópska útibúi RAND- hugveitunnar um loftslagsbreytingar til að móta stefnu hersins í hlýnandi heimi. Hún kom út fyrir skemmstu undir nafninu „A Changing Climate, Exploring the Implications of Climate Change for UK Defence and Security“ Tvennt vekur ugg í þeiri skýrslu, annarsvegar að hamfarahlýnun upp á fjórar gráður á næstu öld er tekið sem gefinni og svo hvernig herinn hyggst bregðast við henni. Eins og segir frá í grein Vice um skýrsluna þá er fjögurra gráðu hlýnun ekki einungis sett fram sem einn af möguleikunum heldur er litið á það sem orðinn hlut. Þetta byggir á spám um hvert núverandi losun gróðurhúsa- lofttegunda leiði okkur, jafnvel þó ríki heims standi við allt of veikburða áætlanir um að takmarka losun. Í skýrslunni er nefnt að það muni leiða til 2,5-3,5 gráðu hlýnunar fyrir næstu aldamót og svo meiri á næstu öld. Það er því í einum skilningi varfærið mat því að flest ríki eru langt frá því að standa við eigin áætlanir en það er líka uppgjöf. Það bendir ekki til þess að bresk hernaðaryfirvöld telji minni losun og stefnu sem miðar við hana raunhæfan möguleika. Það er hinsvegar aug- ljóslega rangt því að það er enn tími til þess að skerða verulega útblástur með núverandi tækni og halda hlýnun jarðar innan einnar og hálfrar gráðu, hvað þá fjögurra gráðu. En það myndi kalla á róttækar aðgerðir í dag, sem breski herinn er ekki tilbúinn að íhuga. En hvort sem dregið verður úr útblástri eða ekki þá munu eiga sér stað róttækar breytingar. Í skýrslunni frá RAND er þetta augljóst, þau sjá fyrir sér að aukin eftirspurn eftir vatni, mat og hráefnum muni valda auknum ófriði strax fyrir árið 2030 og að ís á norðurhöfum muni hverfa fyrir miðja þessa öld. Búist er við því að herinn þurfi oftar að bregðast við náttúruhamförum, bæði heima við og erlendis en einnig að þessar hamfarir, ófriðurinn og flóttamannastraumurinn sem hljótist af þeim muni skrúfa fyrir aðgang að hráefnum og eldsneyti fyrir her og hergagna- iðnað Bretlands. Á móti munu opnast tæki- færi til að nýta hráefni á norðurslóðum og sömuleiðis muni samkeppnin um þau aukast. Þetta snertir því Ísland líka. Þannig er ýjað að því að til þess að varðveita bardagahæfni breska hersins muni þurfa að berjast fyrir sífellt eftirsóttari hráefnum í hlýnandi heimi. Bæði þar sem opnast mögu- leikar á að nýta olíu, jarðgas og sjaldgæfa jarðmálma sem finna má á norðurheim- skautinu, með tilheyrandi mengun og stór- veldasamkeppni og ráðast í hernaðaríhlutanir á tilvonandi ófriðarsvæðum sem búa yfir þessum hráefnum. Það hefur allavega ekki þurft hnattræna hlýnun til þess að bresk stjórnvöld hlutist til um hráefnaauðug lönd í þriðja heiminum hingað til svo það er ólíklegt til að breytast með enn frekari skorti. Skýrsla bandaríska flotans sem kom út fyrir nokkrum árum um hlýnandi heim komst að svipaðri niðurstöðu, að óhjákvæmileg hlýnun mun valda meiri ófriði og hráefnaskorti og það kalli á aukna getu til þess að bregðast við hernaðarlega. Þessi myrka framtíðarsýn hernaðaryfirvalda á Vesturlöndum sýnir að hugsanagangur hernaðarhyggjunar er hættu- legt veganesti inn í hlýnandi heim. Herir þurfa alltaf að réttlæta tilvist sýna með því að sýna fram á ógn og í þessu tilviki er hún vissulega til staðar, en lausnin felst ekki í frekari vígvæðingu eða aukinni aðlögunar- hæfni herja. Lausnin er að draga úr útblæstri og efla innviði og uppbygging herja gengur þvert gegn þeim markmiðum með þeirri mengun og fjáraustri sem fylgir henni. Þessir sömu herir munu einungis auka líkurnar á átökum í heimi sem krefst mun frekar samkomulags um útblásturstakmarkanir, samvinnu um viðbrögð við náttúruham- förum og samtarf um að hjálpa loftslags- flóttamönnum. Breski herinn undirbýr stríð í hlýnandi heimi Bresk stjórnvöld gera ráð fyrir auknum íhlutunum í þriðja heiminum

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.