Dagfari - des. 2020, Blaðsíða 35

Dagfari - des. 2020, Blaðsíða 35
35 DESEMBER 2020 Loftmynd af Nagasakí fyrir og eftir árásina. valkostinn „ef framtíð þjóðar minnar er í voða“, 45% svöruðu „sem svar við kjarn- orkuárás“, 16% svöruðu „ef ráðist er á annað land“ og 35% merktu við „til að sigrast á hryðjuverkahópum“. Athygli vekur að 45% - sem samsvarar 9% af öllum svarendum – merktu við þann valkost sem helst minnir á túlkun Stimson á kjarnorkuárásunum á Japan: „til að binda enda á styrjöld og bjarga þannig mannslífum“. Hvernig mun framtíðin sjá Hírósíma og Nagasakí? Við endum umfjöllun okkar á þeirri mikil- vægu spurningu hvort minningin um Hírósíma og Nagasakí sé líkleg til að lifa til frambúðar? Þegar þátttakendur voru beðnir um að nefna hvaða borg eða borgir voru sprengdar með kjarnorkuvopnum í síðari heimsstyrjöldinni nefndu 85% borgina Hírósíma og 67% þekktu Nagasakí. Það er hins vegar talsverður munur eftir aldri svarenda þegar kemur að þessari spurningu. Mun fleiri úr eldri hópnum gátu nefnt borgirnar tvær, þannig þekktu 80% svarenda yfir sjötugu borgina Nagasakí en ekki nema 53% fólks undir tvítugu. Í öllum spurningalöndunum reyndust færri þekkja Nagasakí en Hírósíma (munurinn er 18% í heildina og sveiflaðist frá 11% til 23% milli landa). Þessi munur kann að hafa áhrif á upplifun fólks á ógnum kjarnorkuvopna og veikleikum þeirra sem aftur kann að skipta máli varðandi kjarnorkuvopnastefnu í framtíðinni. Nýlegar rannsóknir á árásinni á Nagasakí minna okkur á mikilvægan þátt varðandi kjarnorkuvígbúnað sem oft vill gleymast: það er þáttur mistækra stjórnenda og hvað tilviljanir, heppni og óheppni geta ráðið miklu um niðurstöðu aðgerða. Á meðan árásin á Hírósíma var þaulskipulögð og fram- kvæmd af nákvæmni, var málum þveröfugt farið varðandi Nagasakí. Sú borg var ekki fyrsti valkostur og hafði flugvélin sem varpaði sprengjunni í upphafi stefnt á borgina Kókúra. Enn er ekki fullljóst hvers vegna þau áform breyttust og mörgum árum síðar sagðist hershöfðinginn Leslie Groves, yfirmaður Manhattan-áætlunarinnar, ekki vita hvers vegna Nagasakí varð fyrir valinu. Þar að auki sprakk sprengjan meira en kílómetra frá fyrirhuguðu skotmarki.10) Með því að gleyma ekki Nagasakí erum við minnt á takmarkanir þær sem stjórnun og ákvarðanatöku fylgja þegar kemur að kjarn- orkuvopnum. Í sumum tilvikum ræðst niður- staðan hreinlega af heppni eða óheppni.11) Það hvort almenningur muni eftir Nagasakí getur breytt sameiginlegum minningum fólks um kjarnorkuárásirnar úr því að vera dæmi um yfirvegaða ákvörðunartöku, undirbúning og hárnákvæma framkvæmd yfir í að vera saga um mistök, tilviljanir, óheppni íbúa Nagasakí en heppni fólksins í Kókúra.12) Árásirnar á Hírósíma og Nagasakí eru oft teknar sem dæmi um varnarleysi samfélaga gegn kjarnorkuvopnum. Þessi sömu samfélög eru hins vegar líka berskjölduð fyrir minnis- leysi, rangminni og goðsögnum, sem skekkja dómgreindina. 75 árum eftir hina afdrifaríku atburði, þá mótar söguskoðun Stimsons ennþá afstöðu stórs hluta almennings sem aftur hefur áhrif á skoðanir fólks á kjarnorku- vopnamálum, þrátt fyrir að vitneskju sagn- fræðinga hafi fleytt mikið fram. Á hinn bóginn hafa öll dæmin þar sem beiting kjarnorkuvopna hefur staðið tæpt eða þegar stjórn og meðferð þeirra hefur brugðist fallið í gleymsku. Það er á ábyrgð fræðimanna og kennara að bæta úr þessum gloppum og tryggja að almenningur sé meðvitaður um nýjustu þekkingu og geti þannig tekið upplýstar ákvarðanir á sviði stjórnmála.13) 10) Alex Wellerstein: „Nagasaki: The Last Bomb“, The New Yorker, 7. ág. 2015. 11) Benoît Pelopidas: „The unbearable lightness of luck: Three sourches of overconfidence in manageability of nuclear crises“, European Journal of International Security, 2017/2. 12) http://blog.nuclearsecrecy.com/2014/08/22/luck-kokura/ 13) Benoît Pelopidas: „Nuclear Weapons Scholarship as a Case of Self- Censorship in Security Studies“, Journal of Global Security Studies, 2016/1.

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.