Dagfari - des. 2020, Blaðsíða 33

Dagfari - des. 2020, Blaðsíða 33
33 DESEMBER 2020 undir söguskoðun Stimsons. Í þriðja lagi má telja líklegt að hér spili hið „sérstaka sam- band“ Bandaríkjamanna og Breta inn í. Breskir svarendur sem fundu til mikillar samkenndar með Bandaríkjunum höfðu til- hneigingu til að fallast á að kjarnorkuárás- irnar hafi verið áhrifaríkar og þar með rétt- lætanlegar.Það er athyglisvert að breskur almenningur er talsvert meira sammála söguskoðun Stimsons en Frakkar – íbúar hins kjarnorkuveldisins í Vestur-Evrópu. Afstaðan til kjarnorkuafvopnunar Almenningur í Evrópu hefur um langt árabil látið í ljósi mikinn stuðning við takmörkun vígvæðingar og útrýmingu kjarnorkuvopna.9) Þessi afstaða kemur skýrt fram í niðurstöðum könnunarinnar sem sýna víðtækan stuðning við kjarnorkuafvopnun. Á meðan 74% að- spurðra sögðust styðja „alþjóðlegt samkomu- lag um útrýmingu kjarnavopna“ sögðust einungis 6% vera á móti slíku samkomulagi (aðrir tóku ekki afstöðu). Við staðhæfingunni „æskilegt er að útrýma öllum kjarnorkuvopn- um á næsta aldarfjórðungi“ sögðust 60% vera „mjög sammála“ og 20% til viðbótar „nokkuð sammála“. Um 13% svöruðu hvorki af né á en einungis 7% voru ýmist „mjög“ eða „nokkuð ósammála“. Stuðningurinn við afvopnun er mikill og stöðugur: 81% þeirra sem voru „mjög sam- mála“ markmiðinu um útrýmingu kjarnorku- vopna á næstu 25 árum lýstu einnig miklum stuðningi við kjarnorkuafvopnunarsamninga. Ef til vill kemur ekki á óvart að stuðning- urinn við afvopnun var mestur í Þýskalandi, þar sem 76% voru „mjög sammála“ því að útrýming kjarnavopna væri æskileg en minnstur í Frakklandi þar sem um helmingur þjóðarinnar, 49%, sagðist „mjög sammála“ slíku samkomulagi (og 28% til viðbótar sögðust „nokkuð sammála“). Engu að síður er bein fylgni milli þess hversu mikinn trúnað fólk leggur á söguskoðun Stimsons og afstöðunnar til kjarnorkuaf- vopnunar. Svarendur sem töldu að kjarnorku- Glaðbeitt áhöfn Enola Gay, sprengjuflugvélarinnar sem eyddi Hírósíma. 9) Tom Sauer: „Power and Nuclear Weapons: The Case of the European Union“, Journal for Peace and Nuclear Disarmament, 2020/3.

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.