Dagfari - des. 2020, Blaðsíða 9

Dagfari - des. 2020, Blaðsíða 9
9 DESEMBER 2020 Ríki sem hafa undirritað samninginn í gulu og ríki sem hafa staðfest hann í grænu. voru í Ástralíu árið 2013 en þróuðust fljótlega upp í að vera regnhlífarsamtök fjölda friðarsamtaka og –hópa í meira en 100 löndum, höfðu forgöngu um að saminn yrði nýr sáttmáli á vegum Sameinuðu þjóðanna sem kvæði á um fortakslaust bann við kjarnorkuvopnum. Fyrir þá baráttu sína hlaut ICAN friðarverðlaun Nóbels árið 2017. Vopnin kvödd Á ráðstefnum Sameinuðu þjóðanna árin 2016 og 2017 settust þjóðir heims á rökstóla og sömdu sáttmála þessa efnis. Var hann samþykktur af 122 ríkjum á ráðstefnu SÞ í New York 7. júlí 2017. Kjarnorkuveldin og aðildarlönd Nató sniðgengu umræðurnar og studdu ekki sáttmálann. Þess í stað sögðust þessi ríki vilja vinna áfram að kjarnorkuafvopnun innan ramma NPT- samningsins. Ýmsir hafa lýst áhyggjum af því að sniðganga kjarnorkuveldanna þýði að sáttmálinn sé í raun andvana fæddur. Aðstandendurnir segja það þó öðru nær. Bent er á að fyrirmynd hans séu ýmsir aðrir afvopnunarsamningar: Sáttmálinn um bann við sýklavopnum frá 1972, bann við efnavopnum frá 1993, jarð- sprengjusáttmálinn frá 1997 og samningur gegn notkun klasasprengja frá 2006. Í öllum tilvikum hafi frumkvæðið að þessum sátt- málum komið frá baráttufólki og ríkjum sem ekki höfðu yfir slíkum vopnum að búa en í óþökk hinna. Sáttmálarnir hafi hins vegar öðlast lögmæti í huga alþjóðasamfélagsins og að lokum orðið til að viðkomandi vígtól töldust siðferðislega óverjandi. Á lokasprettinum Til að samningar af þessu tagi öðlist sess að alþjóðalögum sem fullgildir sáttmálar Sameinuðu þjóðanna þurfa þeir að uppfylla ýmis skilyrði. Sú krafa er gerð að ríkis- stjórnir í það minnsta fimmtíu ríkja undirriti hann. Því næst þurfa að minnsta kosti fimmtíu þjóðþing að fullgilda hann og tilkynna aðalritara SÞ það með formlegum hætti. Þremur mánuðum eftir að þau skilyrði eru uppfyllt telst sáttmálinn fullgildur. Þann 24 október 2020 bárust gleðifregnirnar. Þá höfðu 84 ríkisstjórnir undirritað sátt- málann og af þeim varð Hondúras fimmtug- asta landið til að fullgilda hann. Meðal þeirra landa sem undirritað hafa sáttmálann eru Írland, Austurríki, Malta og Nýja- Sjáland, auk fjölda þriðja heims ríkja. Ekkert aðildarríki Nató hefur ljáð máls á stuðningi við sáttmálann, enda er kjarnorkuvopnastefna bandalagsins einn af hornsteinum þess. En dropinn holar steininn. Aðildarfélög ICAN víða um lönd vinna ötullega að því að auka stuðninginn við kjarnorkuvopnabannið. Dæmi um þá baráttu er átak þar sem borgar- stjórnir heimsins eru hvattar til að lýsa stuðningi við sáttmálann og sérstakt heit þar sem þingmenn lýsa yfir stuðningi sínum við málefnið. Sem stendur hafa þingmenn úr Samfylkingu, Pírötum, Flokki fólksins, Framsóknarflokknum, Vinstri grænna og utan flokka skrifað undir heitið, þar af allir í þingflokkum Samfylkingar og Vinstri grænna.

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.