Dagfari - des. 2020, Blaðsíða 34

Dagfari - des. 2020, Blaðsíða 34
34 DAGFARI „að hvetja til kjarnorkuafvopnunar en aðrir. (Hinir valkostirnir voru: „að njóta verndar af kjarnorkuvopnum bandalagsríkis“, „þróa sín eigin kjarnorkuvopn til sjálfsvarnar“, „leita loforða fyrir því að kjarnorkuvopnum verði ekki beint gegn þeim“, „byggja upp öflugt vopnabúr með hefðbundnum vopnabúnaði“ og „að óska verndar bandalagsríkja, þó án notkunar kjarnorkuvopna. Unnt var að velja fleiri en einn þessara kosta.) Á hinn bóginn voru þeir svarendur sem höfnuðu túlkun Stimson líklegri til að álíta baráttu fyrir útrýmingu kjarnavopna vænlega leið fyrir ríki sem ekki eiga slík vopn. Könnunin leiðir líka í ljós tölfræðilega mark- tæka fylgni milli annars vegar þeirrar sann- færingar að kjarnorkuárásirnar hafi bjargað lífum bandarískra hermanna og verið for- senda uppgjafar Japana og hins vegar minni stuðnings við þá fullyrðingu að æskilegt væri að útrýma kjarnavopnum í veröldinni á næsta aldarfjórðungnum. Þeir sem aðylltust þessi viðhorf voru jafnframt líklegri en aðrir til að segjast vera ósammála því að vinna bæri að alþjóðlegu samkomulagi um útrýmingu kjarnavopna. Þó ber að halda því til haga að meirihluti allra svarenda, þar með talið þeirra sem leggja trúnað á söguskoðun Stimson, eru hlynnt afvopnun. Með öðrum orðum: meiri- hluti þeirra sem fylgja Stimson að málum eru ekki mótfallnir kjarnorkuafvopnun, en flestir þeirra sem eru andsnúnir útrýmingu kjarnavopna aðhyllast kenningar Stimsons. Þegar spurt var hvort hugsa mætti sér „nokkrar þær kringumstæður þar sem beiting kjarnorkuvopna væri siðferðislega réttlætanleg“ (einungis Bretar og Frakkar fengu þessa spurningu), sögðu 79% svo ekki vera. Aðeins 21% tók undir þá staðhæfingu að „við sérstakar aðstæður væri siðferðislega verjandi að nota kjarnorkuvopn“. Þetta er vísbending um að jafnvel þótt fólk kunni að fallast á söguskoðun Stimsons leiði það ekki óhjákvæmlega af sér siðferðislegan stuðning við beitingu þessara vopna í framtíðinni. En hvað með þann hóp sem telur að beiting kjarnorkuvopna kunni að vera réttmæt? Hvaða forsendur telur þessi hópur að þurfi að vera fyrir hendi? Af því 21% þátttakenda sem svaraði á þann veg merkti helmingurinn við árásirnar hafi stytt heimsstyrjöldina til muna, þær hafi verið nauðsynlegar til að knýja Japani til uppgjafar eða hafi bjargað lífum bandarískra hermanna voru umtalsvert lík- legri til að telja að kjarnorkuafvopnun myndi stuðla að óöryggi í heiminum samanborið við aðra hópa. Sé horft til þeirra sem sögðust „mjög sam- mála“ þeirri staðhæfingu að kjarnorkuárás- irnar hafi verið nauðsynlegar til að ljúka stríðinu (12% aðspurðra) álitu um 43% að kjarnorkuafvopnun myndi gera veröldina hættulegri á meðan 38% voru á öndverðu máli. Til samanburðar má nefna að hjá hópnum sem var „mjög ósammála“ því að brýn þörf hafi verið á varpa sprengjunum (22% aðspurðra) taldi aðeins 9% að heimur- inn yrði háskalegri án kjarnavopna á meðan 81% voru á öndverðum meiði. Aðspurðir um til hvaða ráða ríki án kjarn- orkuvopna skuli grípa til að verja sig í heimi fullum af slíkum vopnum reyndust þeir svarendur sem leggja trúnað á söguskýringar Stimson mun ólíklegri til að velja valkostinn Munstur Kímónósins brann inn í húð eftirlifanda kjarnorkusprengjunnar. Árásanna minnst

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.