Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 52

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 52
51UM JARÐHÝSI, DYNGJUR OG BAÐSTOFUR forða eldiviðar í landinu. En hús þróuðust á margvíslegan hátt, og ekki verður sagt að þetta mæli gegn því að gömlu jarðhýsin og baðstofurnar sem Gísli fjallaði um hafi haft sama aðalhlutverk. Sagt er að línvefnað þurfi að stunda í heitu og röku lofti,51 svo að jarðhýsi með afbrigðilega stórum eldstæðum og aðstöðu til að ausa þau vatni hefði kannski hentað sem vefnaðarhús ef Íslendingar hefðu stundað línvefnað, en engar heimildir þekki ég um að það hafi þeir gert.52 Ullarvefnaður mun hvorki krefjast hita né raka, enda var það sagður siður á 18. öld að setja vefstaði upp „í köldum húsum, oftast á móts við bæjardyrnar.“53 Ég sé enga aðra skýringu á stærð eldstæðanna í jarðhýsunum en að þau hafi mörg verið skipulögð og notuð sem baðhús. Það útilokar auðvitað ekki að konur hafi notað hlýjuna í jarðhýsunum til að spinna þar og vefa eftir að búið var að njóta hennar í gufuböðum. Hvernig notuðu Íslendingar böð á víkingaöld og miðöldum? Í baðstofum virðast menn hafa tíðkað gufuböð og framleitt gufu með því að hella vatni á hitað grjót. Í Íslendingasögum virðast slík böð hvergi nefnd nema í frásögn Eyrbyggju og Heiðarvíga sögu af berserkjum Víga-Styrs. Í Sturlunga sögu eru einar sjö frásagnir þar sem menn ganga til baðs, eru í baði, koma úr baði eða biskupi er búið bað.54 Í öllum tilfellum gerist þetta að kvöldlagi og þeir sem eru nefndir í baðferðum eru karlmenn. Ég veit um enga konu í fornsögum sem er sögð hafa farið í baðstofu, og eina konan sem er líklega sögð hafa baðað sig var heimasætan Guðrún Ósvífursdóttir á Laugum í Sælingsdal því „jafnan bar svá til“ að hún var „at laugu“ þegar Kjartan Ólafsson kom þangað.55 Þetta sannar auðvitað ekki að konur hafi ekki notað baðstofurnar til að fara í gufuböð; fornsögurnar segja yfirleitt svo miklu meira frá körlum en konum. En ef baðstofurnar voru jarðhýsi sanna sögurnar að minnsta kosti að þau voru ekki eins eindregið kvennasvæði og Karen Milek heldur fram. Ef karlar (og kannski konur) hituðu upp baðstofurnar á kvöldin hafa konur varla getað nýtt þá upphitun fyrr en morguninn eftir. Voru baðstofurnar þá enn hlýrri en skálarnir sem heimilisfólk hafði hitað upp 51 Milek 2012, bls. 119. 52 Jón Jóhannesson (1956, bls. 351-352) segir að örnefni eins og Línekrudalur og Línakrar bendi til að landsmenn hafi reynt línrækt, en lítið hafi að henni kveðið. Kona að nafni Jónína Hallgrímsdóttir var um árabil húsmóðir á Gauksmýri í Línakradal, Vestur-Húnavatnssýslu. Henni datt í hug að nafn dalsins væri dregið af miklum fífubreiðum sem þar vaxa. 53 Landsnefndin fyrri 1770-1771 I 2016, bls. 676 („Íslands fátæklingar“ skýra frá kjörum sínum). 54 Sturlunga saga 1946, bls. 336, 337, 458 (Íslendinga saga, 76., 154. kap.), II, bls. 40 (Þórðar saga kakala, 20. kap.), 97 (Svínfellinga saga, 10. kap.), 148 (Þorgils saga skarða, 24. kap.), 254 (Arons saga, 9. kap.). 55 Laxdæla saga 1934, bls. 112 (39. kap.).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.