Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.02.2021, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 06.02.2021, Qupperneq 10
FERÐAÞJÓNUSTA Friðheimahjónin Knútur Rafn Ármann, búfræðingur frá Hólum, og Helena Hermundar- dóttir, garðyrkjufræðingur frá Reykjum, settu ferðamennsku- hlutann aðeins til hliðar og byggðu fimm þúsund fermetra gróðurhús þar sem tómatar eru ræktaðir. Í Friðheimum snýst jú allt um tóm- ata. Þeim tókst þannig að halda sínu kjarnastarfsfólki á launum og þurfti ekki að segja neinum upp. Það er þó ávallt opið í Friðheimum og hefur verið. „Við fórum í það þegar óveð- ursskýin voru að hrannast upp í kringum COVID síðasta vor. Það hefur verið skortur á íslenskum tómötum í svolítinn tíma og við höfum haft þann draum að koma með meira magn á markaðinn en höfum verið upptekin af því að byggja upp ferðaþjónustuhlutann í fyrirtækinu. Þegar COVID bankaði á dyrnar sáum við fljótt að þetta ár yrði ansi rólegt í ferðaþjónustunni þannig að það var ákveðið að reyna að nýta það til að stækka garðyrkju- stöðina,“ segir Knútur. Fyrst var farið að byggja og nú tínir og pakkar starfsfólkið tómöt- unum af jafn mikilli ástríðu og það gerði þegar það þjónaði til borðs og tók á móti gestum. „Þegar ferða- menn koma til baka þá getum við fært þau í sín upprunalegu störf. Þetta var okkar leið að komast í gegnum þetta tímabil. Með nýju húsunum erum við að að tvöfalda ræktunina miðað við það sem við höfðum áður.“ Sem fyrr verður gamli góði tómaturinn ræktaður en einnig Piccolo og plómutómatar. Knútur var ekki sá eini í Reyk- holti sem fór í stækkun en mögnuð uppbygging hefur átt sér stað í þorpinu síðan COVID bankaði upp á. „Það er búið að vera stórt ár hér í Reykholti. Við vorum þrír garð- yrkjubændur sem stækkuðum hjá okkur gróðurhúsin og ég held að það hafi verið byggðir um níu þús- und fermetrar af gróðurhúsum. Þar að auki var sett af stað uppbygging á 40 herbergja hóteli í þorpinu sem verður tilbúið í júlí.“ Hann segir að mesta kúnstin hafi verið að taka það jákvæða út úr ástandinu og nýta tímann til góðs. „Þegar hlutirnir fara svo af stað aftur þá erum við sterkari, búin að betrumbæta, byggja upp og endurmennta starfsfólkið. Þetta er snúið árferði þegar tekjurnar detta svona mikið niður. Sérstaklega þegar þetta er orðinn svona langur tími, mun lengri en búist var við í byrjun.“ Hann segir að það verði áhugavert að fylgjast með ferðamennskunni, hvort hún muni eitthvað breytast þegar heimurinn fer að snúast á ný. „Mun fólk breyta ferðavenjum sínum og mun það til dæmis ferðast lengur og undirbúa þær ferðir sem það fer í lengra fram í tímann og jafnvel betur? Gæði og öryggi tel ég muni skipta miklu máli svona fyrst um sinn allavega og þar stöndum við Íslendingar framarlega. Ísland sem áfangastaður verður mjög áhugaverður staður á heimsvísu því við stöndum mjög framarlega í þessum málum.“ Hann vonast til að f lest innlend ferðaþjónustufyrirtæki standi af sér storminn og nái vopnum sínum á ný. „Ég hef mikla trú á íslenskri ferðaþjónustu. Það skiptir okkur miklu máli að sem f lest fyrir- tæki komist út úr þessu ástandi þannig að við höldum okkar inn- viðum í ferðaþjónustunni. Það eru búnir að vera byggðir upp og gerðir alveg ótrúlega f lottir hlutir í ferðaþjónustu á síðustu árum sem að Íslendingar upplifðu og sáu þegar þeir voru duglegir að ferðast innanlands síðasta sumar. Hvað sé hægt að gera og hvað er margt skemmtilegt komið hér á landi.“ benediktboas@frettabladid.is Bjargaði starfsfólkinu með byggingu á nýju gróðurhúsi Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundsdóttir í Friðheimum réðust í byggingu á tæplega fimm þúsund fermetra gróðurhúsi þegar þau sáu óveðurskýin hrannast upp síðasta ár. Hann veltir fyrir sér hvort ferða- mennska muni breytast og vonar að sem flest íslensk ferðaþjónustufyrirtæki standi COVID-storminn af sér. Auk starfsfólksins eru um 1200 býflugur að störfum til að frjóvga plönturnar en Knútur kaupir flugurnar frá Hol- landi og kemur ný sending nánast í hverri viku. Hér er Rós Guðmundsdóttir að týna tómata. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ísland sem áfanga- staður verður mjög áhugaverður staður á heimsvísu því við stöndum mjög framar- lega í þessum málum. Knútur Rafn Ármann REYK JAVÍK Reykjavíkurborg er fylgjandi stofnun þjóðgarðs á mið- hálendinu en telur að það yrði mik- ill fengur að fá fulltrúa borgarinnar að borðinu við stjórnun hans. Í umsögn borgarinnar til Alþingis segir að borgin hafi nokkrar áhyggj- ur af því að þeir sem lifa eða starfa í meiri fjarlægð frá mörkum þjóð- garðsins hafi ekki áhrif á stjórnun hans og ákvarðanir sem þar eru teknar. Ekki sé gert ráð fyrir að íbúar eða yfirvöld sveitarfélaga sem séu staðsett utan marka þjóð- garðsins fái aðkomu að stjórn eða umdæmisráðum. „Það er þrátt fyrir að mörg mikilvæg samtök sem nota hálendið mikið til ýmissa nota eru með meginstarfsemi sína annars staðar til dæmis á höfuðborgar- svæðinu. Til dæmis eru stærstu ferðaþjónustufyrirtækin sem mörg stunda ferðaþjónustu á hálendinu staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Sama á við um mörg útivistar- og náttúruverndarsamtök,“ segir í umsögn borgarinnar. Í bókun meirihlutans á borgar- ráðsfundi er bent á að langf lest ferðaþjónustufyrirtæki séu staðsett í Reykjavík eins og útivistar- og nátt- úruverndarsamtök og önnur mikil- væg samtök sem noti hálendið. Vig- dís Hauksdóttir var þó ekki hrifin og bókaði: „Að stofna til Hálendisþjóð- garðs á öllu hálendinu er eignaupp- taka og útópía sem aldrei verður að veruleika. Já, borgarfulltrúi Mið- flokksins tilheyrir litlum grenjandi minnihluta landsmanna.“ – bb Borgin styður hálendisþjóðgarð en vill líka völd Borgin vill fá að hafa völd í hálendis- þjóðgarði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Umsagna frestur um hálend is þjóð garð rann út 1. febr ú ar. Yfir 130 umsagnir og athuga semdir bár ust. NORÐURLAND Niðurskurður hjá Akureyrarbæ er helsta ástæðan fyrir því að ekkert verður af mið- aldadögum á Gásum í ár. Hátíðin féll niður í fyrra vegna faraldursins og framtíðin er í óvissu. Sjálfs- eignarstofnuninni sem rekið hefur hátíðina verður slitið á miðvikudag. Forsvarsmenn segja það ekki endi- lega þýða að hátíðin sé úr sögunni. Með slitunum sé hægt að spara pen- inga vegna yfirbyggingar. „Við óskuðum eftir því við sveit- arfélögin að gera samninga til að miðaldahátíðin gæti lifað en það náðist ekki í þetta skiptið,“ segir Kristín Sóley Björnsdóttir, stjórnar- formaður Gásakaupstaðar. Stærstu eigendurnir eru Akureyrarbær og Hörgársveit en önnur nágranna- sveitarfélög og fleiri koma að Gása- kaupstað sem stofnaður var árið 2007. Miðaldadagarnir hafa verið haldnir um miðjan júlí síðan 2003 á hinum forna verslunarstað við mynni Hörgár þar sem fornleifar hafa verið grafnar úr jörðu. Hlutverk Gásakaupstaðar hefur verið að byggja upp á svæðinu og halda hátíðina. Vegna þröngrar fjár- hagsstöðu hefur uppbyggingin setið á hakanum. „Við höfum gengið á eigið fé til að halda miðaldadagana og fengið styrki,“ segir Kristín. Hún segir þó að eigendurnir séu velviljaðir hátíðinni og von- ast til þess að hægt verði að halda hana árið 2022. „Sjálf boðaliðarnir hafa lagt mikið á sig til að skapa þennan lifandi verslunarstað sem Gásir eru,“ segir hún. Á Gásum hafi skapast mikil menningarverðmæti, meðal annars í formi verkkunnáttu. Gásakaupstaður á nokkrar eignir, til að mynda landskika með bíla- stæðum og snyrtingu. Ekki hefur verið ákveðið hvert þessar eignir renna. – khg Framtíð miðaldadaganna á Gásum í Eyjafirði í óvissu Miðaldadagar hafa verið haldnir síðan árið 2003 ef undan er skilið árið 2020. MYND/HÖRÐUR GEIRSSON Við höfum gengið á eigið fé til að halda miðaldadagana og fengið styrki. Kristín Sóley Björnsdóttir, stjórnarformaður Gásakaupstaðar VESTMANNAEYJAR Árið 2020 voru alls 600 börn og ungmenni frá tveggja til 18 ára sem nýttu sér frí- stundastyrk Vestmannaeyjabæjar að hluta eða öllu leyti. Þetta eru samtals 69 prósent af börnum í bænum á þessum aldri og er mikil hækkun frá árinu áður. Þá nýttu sér um 37 prósent barna á þessum aldri sér styrkinn. Þetta kemur fram hjá fjölskyldu- og tóm st u nd a r áði bæja r i n s sem fagnar aukinni hreyfingu. Flestir nýta styrkinn til æfinga hjá ÍBV en Fimleikafélagið Rán fylgir þar á eftir. Örlítið fleiri drengir en stúlkur nýta sér frístundastyrkinn en dreifingin milli kynja og árganga er misjöfn. Heildarkostnaður Vestmannaeyja- bæjar vegna frístundastyrkjar fyrir árið 2020 var um 17,2 milljónir og hækkaði um 1,5 milljónir á milli ára eða tæp 10 prósent. – bb Börn í Eyjum hreyfa sig meira Jarlhettur þar sem uppbygging er fram undan. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LANGJÖKULL Sveitarstjórn Blá- skógabyggðar hefur samþykkt til- lögu um að gera allt að 800 fermetra íshelli í suðurhlíð Langjökuls. Á sveitastjórnarfundi í gær var lögð fram tillaga að aðalskipulagsbreyt- ingu vegna íshellis í suðurhlíðinni. Innan tillögunnar er gert ráð fyrir þeim möguleika að gera mann- gerðan íshelli sem viðkomustað fyrir ferðamenn sem gæti orðið allt að 800 fermetrar að stærð. Ekki er gert ráð fyrir varanlegum mann- virkjum innan svæðisins. Samkvæmt skýrslu Eflu hafa tvö ferðaþjónustufyrirtæki, Straum- hvarf ehf. og Skálpi ehf., óskað eftir að fá lóðir fyrir manngerða íshella. Svæðið sem Straumhvarf óskar eftir er í um 900 metra hæð yfir sjó, í suðurhlíðum Langjökuls, nálægt innstu Jarlhettu. Jarlhettur eru hverfisverndaðar og er fyrirhugaður íshellir utan þess. Svæðið sem Skálpi óskar eftir er í um 600 metra hæð yfir sjó, neðarlega á Suðurjökli. „Uppbygging íshella eykur fjöl- breytni í ferðaþjónustu og er í sátt við umhverfið og er afturkræf fram- kvæmd. Með framkvæmdunum er hægt að tryggja ferðir á jökulinn með áhugaverðum áfangastað allt árið um kring,“ segir í skýrslunni. Ekki kemur fram í fundargerð Blá- skógabyggðar hvort fyrirtækið það var sem fékk samþykki. – bb Gera ráð fyrir stórum íshelli 6 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.