Fréttablaðið - 06.02.2021, Page 12

Fréttablaðið - 06.02.2021, Page 12
ÍRAK Múslímar, kristnir og Jasídar vinna nú saman að því að byggja upp hina fornu borg Mosul í norður- hluta Íraks. Borgin var að stórum hluta rústir einar eftir hernám hryðjuverkasamtakanna ISIS árið 2014 og bardaga til að endurheimta hana árin 2016 til 2017. „Þetta er ekkert vandamál. Við erum bræður, múslímar, kristnir og Jasídar,“ segir Emad Sabri Abdula- had, öryggisfulltrúi UNESCO, við sjónvarpsstöðina BBC. Stofnunin hóf árið 2018 stórt endurbygg- ingarverkefni á Al-Nuri moskunni og öðrum menningarverðmætum borgarinnar sem eyðilögðust að stórum hluta. ISIS stunduðu sína hryðjuverka- starfsemi ekki aðeins gegn íbúum þeirra svæða sem hertekin voru, heldur einnig menningu og sögu þjóðanna. Í Mosul safninu voru til að mynda eyðilagðar steinstyttur frá tímum Assyríumanna í fornöld, en höfuðborg veldisins var í Níníve skammt frá Mosul. Hinn merki bænaturn Al-Nuri moskunnar, eitt helsta tákn borgarinnar, var felldur af ISIS þegar þeir f lúðu úr borginni. Margir kristnir höfðu flúið borg- ina fyrir innrás ISIS, vegna árása annarra hryðjuverkahópa. Restin f lúði þegar ISIS tóku borgina en þeir sem voru eftir voru neyddir til að taka múhameðstrú eða voru teknir af lífi. Það sama gilti um Jasída. Fornar kirkjur og klaustur eins og al-Tahera og al-Saa´a voru eyðilögð. UNESCO hefur tekið að sér að endurbyggja þau einnig með stuðningi Íraks og Sameinuðu arab- ísku furstadæmanna. Kristnir og múslimar starfa saman við endur- byggingu moskna og kirkna. Trúarlegar og menningarlegar stofnanir voru ekki einu bygging- arnar sem urðu fyrir barðinu á ISIS og átökunum. Fjórum árum eftir frelsun borgarinnar er stór hluti hennar enn rústir, sérstaklega elsti hlutinn. „Þeir reyndu að eyðileggja sögu borgarinnar. Þeir reyndu að breyta sögunni fyrir sig sjálfa, ekki fyrir múslima eða kristna sem hér búa,“ segir Omar Yasir Adil Taqa, umsjónarmaður UNESCO. Takmarkið er að nota sem mest af upprunalegu byggingarefni til þess að endurbyggja Mosul, með það fyrir augum að varðveita sögu og menningu borgarinnar. Þetta er hins vegar ekki auðvelt verkefni því að enn finnast ósprengdar sprengjur innan í veggjum bygginga. Þetta eru ókláruð skemmdarverk ISIS-liða og sprengjur úr sprengjuvörpum sem hafa einhverra hluta vegna ekki sprungið. Enn finnast einnig lík eða líkamshlutar fórnarlamba stríðsins. Miklu verki er ólokið en grettis- taki hefur verið lyft og margar bygg- ingar verið reistar til fyrri dýrðar. Þar á meðal hin kaþólska kirkja al- Bishara, en presturinn Emmanuel Raed Adel, sem flúði Mosul við inn- rás ISIS, hefur leitt uppbygginguna. „Í þessari borg er von og þrá um friðsamlega sambúð,“ segir hann. Frans páfi mun heimsækja Mosul í mars, bæði kirkjurnar og al-Nuri moskuna. kristinnhaukur@frettabladid.is Endurbyggja Mosul eftir vargöld ISIS Undir leiðsögn UNESCO er unnið að endurbyggingu hinnar fornu borgar Mosul í norðurhluta Írak. Koma allir trúarhóparnir þar að verkinu. Hryðjuverkasamtökin ISIS lögðu stóran hluta Mosul í rúst 2014 til 2017 og eyðilögðu vísvitandi menningarverðmæti. Í þessari borg er von og þrá um friðsam- lega sambúð. Emmanuel Raed Adel prestur UNESCO hafa starfað að endurbyggingu í Mosul síðan árið 2018. Mikið verk er enn óunnið. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Karldýrin eru aðeins 22 millimetrar á lengd með halanum. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA VÍSINDI Náttúruvísindamenn frá Madagaskar og Þýskalandi hafa fundið smæsta skriðdýr jarðar, sem kallast nanó-kameljón. Dýrið fannst í leiðangri á norðurhluta eyjunnar Madagaskar austan við meginland Afríku. Er búkur og höfuð karldýrsins einungis 13,5 millimetrar að lengd og 22 milli- metrar með halanum. Kvendýrið er aðeins lengra, eða 29 millimetrar með halanum. Fundurinn er ansi merkur, sér- staklega í ljósi þess að þekktar skriðdýrategundir eru 11.500 talsins. Nanó-kameljónin fundust í skógi sem hefur verið ruddur að stórum hluta. Oliver Hawlitschek, vísindamaður við Náttúrugripa- safn Hamborgar, hefur þó ekki áhyggjur af því að tegundin verði útdauð á næstunni. „Svæðið var nýlega friðlýst, þannig að tegundin mun braggast,“ sagði hann í yfir- lýsingu vísindamannanna eftir fundinn. Rúmlega 200 tegundir kamel- jóna eru þekktar um alla Afríku, Miðausturlönd og Suður-Evrópu. Þær hafa einnig verið innfluttar til Bandaríkjanna og eru vinsæl gælu- dýr. Fjölmargar tegundir finnast á Madagaskar og er nanó-kameljónið talið náskylt míkró-kameljóninu sem fannst þar árið 2015. – khg Fundu smæsta skriðdýr heims á Madagaskar Þekktar eru 11.500 tegundir skriðdýra og 200 tegundir kamelljóna. E N N E M M / S ÍA / N M 8 6 5 4 9 Styrkir til verkefna sem tengjast hagsmunum fatlaðs fólks og öryrkja Öryrkjabandalag Íslands veitir árlega sérstaka styrki til ýmissa hagnýtra verkefna sem tengjast hagsmunum fatlaðs fólks og öryrkja í samræmi við málefni, markmið og/eða stefnu bandalagsins. ÖBÍ auglýsir hér með eftir styrkumsóknum. Umsóknarfrestur er til 15. mars næstkomandi. Sótt er um styrk rafrænt á vef Öryrkjabandalagsins, obi.is. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk á skrifstofu ÖBÍ. Netfang: mottaka@obi.is. Sími. 530 6700. 6 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.