Fréttablaðið - 06.02.2021, Síða 30

Fréttablaðið - 06.02.2021, Síða 30
væri að kalla þessa daga fjölskyldu- daga. „Ég fékk þau svör að þetta væri hefð og það væri bara svona.“ Að mati móðurinnar er yfirleitt kom- inn tími á breytingar þegar svörin eru af því tagi. Kallaði hann strax pabba Á fimmta ári drengsins hafði faðir- inn samband og óskaði eftir að hitta soninn. Móðirin hugsaði að það yrði gaman fyrir soninn að hitta föður sinn. „Hann hefur alltaf vitað af honum og ég hef alltaf sagt að hann eigi pabba.“ Í heimsókninni var eldri dóttir föðurins með í för. „Ég þekki eldri systur hans vel og ég og hin barns- móðir hans höfum alltaf verið góðar vinkonur og leyfum systkinunum að hittast reglulega.“ Þennan dag hitti drengurinn hins vegar föður sinn í fyrsta skipti sem hann man eftir. „Við fórum öll saman í sund og strákurinn minn byrjaði strax að kalla hann pabba því systir hans gerði það.“ Hún segir þetta hafa verið mikla gleðistund. Feðgarnir hittust einu sinni í viðbót en eftir það fjöruðu öll samskipti út. Rígheldur í minninguna „Ég finn að strákurinn minn rígheld- ur í minninguna um þessa sundferð.“ Mánuðir og ár liðu og enn rifjaði drengurinn reglulega upp þennan fyrsta fund við föður sinn. „Hann spyr mig oft hvort ég muni eftir því þegar við hittum pabba í sundi.“ Skömmu eftir sundferðina fór móðirin til fjölskylduráðgjafa. „Ég hugsaði að það hlyti að vera eitt- hvað sem ég gæti gert til að bæta samskipti okkar og reyna að láta þetta ganga upp.“ Faðirinn sam- þykkti að mæta til ráðgjafa en móðirin segir fundinn hafa endað á því að hann hafi stormað út áður en tímanum lauk. „Við tók alger þögn. Engin símtöl, afmælis- eða jólagjafir eða neitt. Það féll allt aftur í sama horfið.“ Nær vart endum saman Móðirin vinnur í heilbrigðis- geiranum á sumrin en stundar háskólanám á veturna. „Ég verð að vinna yfir sumarið til að ná endum saman, námslánin ná ekki alltaf að brúa bilið þó að ég búi á stúdenta- görðum.“ Engin aukaaðstoð er í boði frá hinu opinbera. „Það er ekki gert ráð fyrir fólki eins og mér.“ Meðlagið er það sama og fyrir mæður sem deila forsjá með feðrum. „Það er ekki horft á aðstæður hverju sinni eða tekið inn í reikninginn að faðir taki engan þátt.“ Feðgarnir hafa ekki hist síðustu tvö ár en undanfarna mánuði hefur hann þó hitt föðurömmu sína og afa. „Mér líður eins og amma hans hafi ákveðið að taka svolítið ábyrgðina fyrir son sinn í bili.“ Drengurinn kann vel að meta það og hefur haft orð á því að honum þyki í lagi að hitta ekki pabba sinn. „Það róar aðeins mömmuhjartað að hann sé ekki að upplifa stanslausa höfnun. Mér líður líka eins og hann sé farinn að átta sig á því að pabbi hans geti ekki verið pabbi núna.“ Ákvað ein að eiga barnið Önnur móðir hefur svipaða sögu að segja. „Ég hef séð hversu mikil áhrif þetta hefur á barnið mitt og þá verð ég reið.“ Hún segir erfitt að hugsa til þess að manneskja þarna úti viti ekki að hann sé að særa lítið barn. „Eða ég ímynda mér allavega að hann geri sér ekki grein fyrir því.“ Móðirin varð ólétt á tvítugsaldri og var ekki í sambandi á þeim tíma. „Þetta voru svokölluð skyndikynni en við þekktumst samt fyrir.“ Það kom að hennar sögn f latt upp á aðstandendur þegar hún sagðist ætla að eignast barnið. Faðirinn óskaði einnig eftir að framkvæmt yrði faðernispróf. „Ég var einhleyp á þessum tíma og þrátt fyrir að ég hafi vitað að hann væri pabbinn fannst mér eðlilegt að gangast undir DNA- próf.“ Á meðan beðið var eftir niður- stöðu prófsins var hún ekki í sam- bandi við föðurinn. „Þetta var erfið meðganga sem endaði á 27. viku,“ útskýrir móðirin, sem eyddi fyrstu vikum í lífi dóttur sinnar einstæð á vökudeildinni. Á síðari árum hefur móðirin útskýrt fyrir dóttur sinni að hún hafi sjálf ákveðið að eiga hana og viljað vera mamma hennar. Fjar- vera föðurins hefur þó ætíð verið dóttur hennar hugleikin. „Hún er mjög skýrt barn og hefur upp- lifað sterka höfnunartilfinningu í gegnum árin.“ Í gegnum það tíma- bil hafi verið mikilvægt að útskýra fyrir henni að þetta tengdist henni sjálfri ekki neitt. Meira en líffræði „Hún tók í raun út hefðbundið sorg- arferli yfir þessu,“ útskýrir móðirin. „Fyrst einkenndust tilfinningarnar af sorg og gráti en svo kom reiðin yfir því að hann væri ekki í sam- bandi.“ Nýlega upplifir móðirin að dóttir hennar hafi sætt sig við aðstæðurnar og þar hafi hjálpað mikið að nú eigi hún stjúpföður sem hefur gengið henni í föðurstað. „Ég veit í rauninni ekki hvort það mætti segja að blóðfaðir hennar sé pabbi hennar í dag, þar sem hún þekkir hann ekki,“ segir hún og bendir á að það sé meira en líffræði sem geri fólk að foreldri. Myndi ekki þekkja pabba sinn Að sögn móðurinnar er ólíklegt að stúlkan myndi þekkja líffræði- legan föður sinn á förnum vegi. „Hún hefur oft fabúlerað um að ein- hverjir ókunnugir menn gætu verið feður hennar þrátt fyrir að sú sé ekki raunin.“ „Ég skil sjálf ekki þá ákvörðun að fría sig allri ábyrgð og taka ekki þátt og ég get alls ekki sett mig í þessi spor að vilja ekki vera í sam- bandi við barnið mitt.“ Engin aug- ljós ástæða sé fyrir því. „Það er engin saga um veikindi, vanda eða erfiðleika, en fólk leitar oft að slíkri ástæðu þegar það spyr.“ Þá sé iðulega spurt hvort það hafi eitthvað komið upp þeirra á milli. „Fólk heldur oft að okkar sam- skipti gætu hafa hindrað hann í að hitta barnið sitt.“ Það finnst henni fremur barnaleg afsökun. „Það sem máli skiptir er að þetta er lítið barn og ef þú vilt raunverulega hafa sam- band við barnið þá berstu fyrir því. Það á ekki að vera óyfirstíganlegt að hringja eitt símtal.“ Ég er enn að vinna í þessu í dag Ellý Ármannsdóttir þekkir það á eigin skinni hvernig það er að alast upp með fjarverandi föður og hefur það haft gríðarleg áhrif á hennar líf. „Þetta mótar ekki aðeins barnæsk- una heldur hefur þetta alltaf fylgt mér alla daga og ég er enn að vinna í þessu í dag,“ útskýrir Ellý alvarleg. „Ég er dóttir pabba míns, þó að ég hafi ekki beint fengið að hafa hann í lífi mínu.“ Móðir Ellýjar þurfti að berjast fyrir því að faðir hennar gengist við henni. „Aðeins sautján ára gömul fór hún í mál við pabba, en það dómsmál tók heil þrjú ár og mikla staðfestu af hennar hálfu.“ Fram- kvæmt var faðernispróf og þegar Ellý var orðin þriggja ára fékk hún loks nafn og staðfestingu á því að Ármann væri faðir hennar. „Ég fékk föðurnafnið mitt og það tekur eng- inn frá mér,“ segir hún stolt. Systirin fæddist sjö dögum síðar Mæðgurnar voru ekki í neinum samskiptum við Ármann fyrstu árin í lífi Ellýjar. „Ég vissi að ég átti pabba en það var eiginlega það eina sem ég vissi.“ Fjölskylduaðstæður Ármanns voru nokkuð f lóknar á þessum tíma en hann átti fyrir eig- inkonu og börn. Systir Ellýjar fædd- ist sjö dögum á eftir henni og gerði það aðstæður mögulega erfiðari. Þegar Ellý var á fermingaraldri hitti hún föður sinn óvænt í heim- sókn hjá ömmu sinni. „Það voru náttúrulega gríðarleg vonbrigði þar sem hann sagði bara „hæ, þekkirðu mig ekki?“ stoppaði örstutt og fór svo.“ Ellý hafði séð fyrir sér mikla fagnaðarfundi eða tilfinningalega stund en þess í stað voru kynnin heldur hversdagsleg. „Hann var almennilegur en ég var búin að gera mér svo miklar vonir eftir allan þennan tíma.“ Þegar á leið braut Ellý heilann um það hvernig hún gæti náð sambandi við föður sinn. „Það var þá sem ég ákvað að verða þula.“ Í þeirri veiku von að bæta samband sitt og föður síns ákvað hún að fanga athygli hans með því að gerast þula hjá RÚV og starfaði við það um árabil. „Ég vissi að hann horfði alltaf á frétt- irnar og ég vonaðist til þess að hann sæi mig og myndi hafa samband.“ Það gerðist þó aldrei. Áhrifin óneitanleg Ellý kveðst ekki vita hvort faðir hennar hafi gert sér grein fyrir hversu mikil áhrif fjarvera hans hafði á líf hennar, en hann féll frá fyrir nokkrum árum. „Það var rosa- lega gott þegar ég hætti að hata sjálfa mig og allt í heiminum af því að enginn vildi mig.” Sú hafi ekki verið raunin en upplifunin var á þá leið. „Ég hélt að hann myndi koma þegar ég eignaðist börn.“ Þráin um að hann yrði hluti af lífi barnanna var á pari við drauminn um feðgina- sambandið. „Elsta barnið mitt heitir Ármann Elías í höfuðið á honum,“ útskýrir Ellý. Faðir hennar óskaði aldrei eftir því að hitta hana eða börnin en Ellý tekur þó fram að hann hafi alltaf verið tilbúinn til þess þegar hún bauð. „Hann kom í skírnina hjá yngri syni mínum, sem var alveg yndislegt.“ Bæði sem barn og fullorðin átti Ellý erfitt með að tala um föður sinn. „Ég gat það ekki því ég hafði engin svör.“ Enn í dag taki það á. „Þegar ég tala við börnin mín um hvernig þetta var þá finnst mér það enn þá rosalega erfitt og reyni að segja þeim bara stuttu útgáfuna því annars fer ég bara að gráta.” Þrátt fyrir allt er Ellý innilega þakklát fyrir þann tíma sem hún átti með föður sínum sem hún segir að hafi verið draumi líkast. „Í jarðarförinni hans fékk ég að eiga stund með honum í kirkjunni og ég sagði honum að ég fyrirgæfi honum allt,“ segir Ellý og brestur í grát. „Ég verð bara fimm ára aftur að tala um þetta,“ segir hún og brosir í gegnum tárin. „Pabbi var alveg frábær maður og ég reyni alltaf að sjá það besta í honum. Það er það eina sem ég get gert.” Ellý þekkir það á eigin skinni hvernig það er að alast upp án samskipta við föður. FRÉTTA- BLAÐIÐ/SIG- TRYGGUR ARI ÞETTA MÓTAR EKKI AÐ- EINS BARNÆSKUNA HELD- UR HEFUR ÞETTA FYLGT MÉR ALLA DAGA OG ÉG ER ENN AÐ VINNA Í ÞESSU Í DAG. 6 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.