Fréttablaðið - 06.02.2021, Síða 42
V
ið erum
að ráða
Öflugur og faglegur leiðtogi óskast í stöðu
leikskólastjóra á leikskólann Stekkjarás.
Leitað er að einstaklingi sem býr yfir góðum
samstarfshæfileikum, er lausnamiðaður og
hefur skýra framtíðarsýn um að viðhalda
öflugu leikskólastarfi. Ráðið verður í
stöðuna frá og með 1. maí.
Umsóknarfrestur er til og með
21. febrúar 2021
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar
að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum
og að vinnustaðir bæjarins endurspegli
fjölbreytileika samfélagsins.
Nánari upplýsingar á:
radningar.hafnarfjordur.is
Leikskólastjóri Stekkjaráss
Sendu okkur umsókn
Umsóknarfrestur er til og með 22. febrúar nk.
Starf í miðlun og þróun hjá Samkeppniseftirlitinu
Samkeppniseftirlitið leitar að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi í nýtt starf við
miðlun og þróun. Viðkomandi verður hluti af stoðteymi Samkeppniseftirlitsins.
Starfið felur í sér yfirsýn, ábyrgð og umsjón með kynningar- og vefmálum, ásamt því
að fylgja eftir innleiðingu stafrænna lausna og þróunarverkefna.
Starf í öryggis- og upplýsingatækni hjá Samkeppniseftirlitinu
Samkeppniseftirlitið leitar að metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi til að
hafa umsjón með upplýsingatækni- og öryggismálum stofnunarinnar.
Leitað er að einstaklingi með mikið frumkvæði til að afla nýrrar þekkingar, taka
þátt í alþjóðlegu samstarfi og innleiða nýja ferla. Viðkomandi þarf að hafa góða
þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Vefstjórn, miðlun efnis á aðra miðla og umsjón með annarri útgáfu
• Gerð áætlana og kynningarefnis
• Verkefnastjórn stafrænna lausna, þróunar- og umbótaverkefna
• Þjónusta við viðskiptavini stafrænna lausna
• Samskipti við samstarfsaðila, fjölmiðla og notendur stafrænna lausna
• Aðstoð við stjórnendur í fjölbreyttum verkefnum
Menntunar og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Mikil áhersla er lögð á gott vald á íslensku í ræðu og riti
• Reynsla og þekking á kynningarmálum, reynsla af almannatengslum æskileg
• Reynsla og þekking á vefstjórn og samfélagsmiðlum
• Reynsla af verkefnastjórn þ.m.t. verkefnastjórn stafrænna verkefna
• Nákvæmni, frumkvæði og ögun í vinnubrögðum
• Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymi, eftirfylgni mála og lausnaleit
• Mjög góð kunnátta í ensku og þekking á a.m.k. einu Norðurlandamáli
• Góð samskiptahæfni er skilyrði
Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Haukur Guðmundsson, verkefnastjóri
(gudmundurh@samkeppni.is) og Karítas Jónsdóttir, rekstrarstjóri
(karitas@samkeppni.is) í síma 585-0700.
Helstu verkefni sem viðkomandi vinnur, hefur umsjón með eða tekur þátt í:
• Almenn notendaþjónusta og umsýsla í Microsoft umhverfi
• Kerfisumsjón, greining og úrbætur
• Uppsetning og rekstur á útstöðvum og búnaði
• Kennsla, leiðbeiningar og innleiðing nýrra ferla
• Hönnun tækniumhverfis sem styður við kerfis- og vinnuferla
• Tæknileg aðstoð við húsleitir og tölvurannsóknir
• Alþjóðlegt samstarf tengt tölvurannsóknum vegna meintra samkeppnislagabrota
Menntunar og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af rekstri, uppsetningu kerfa og tækniumhverfis og notendaaðstoð
• Góð þekking á öryggiskröfum í upplýsingatækniumhverfi
• Góð þekking á Microsoft lausnum og Microsoft vottun ef kostur er
• Frumkvæði til að afla sér nýrrar þekkingar
• Öguð, nákvæm og skipulögð vinnubrögð
• Sjálfstæð vinnubrögð og hæfni til hópavinnu
• Geta til að vinna undir miklu álagi
• Góð íslensku og enskukunnátta
• Starfsreynsla mikils metin
Nánari upplýsingar veitir Karítas Jónsdóttir, rekstrarstjóri (karitas@samkeppni.is)
í síma 585-0700.Um Samkeppniseftirlitið
Það er eitt af verkefnum Samkeppniseftirlitsins að efla þekkingu á samkeppnisreglum
og mikilvægi virkrar samkeppni á mörkuðum, til hagsbóta fyrir atvinnulíf og almenning.
Með aukinni upplýsingamiðlun og þekkingu á þessu sviði dregur úr hættunni á
samkeppnishindrunum og tjóni sem af því hlýst. Þetta starf gegnir lykilhlutverki í þessu
verkefni.
Hjá Samkeppniseftirlitinu starfar fjölbreyttur hópur sérfræðinga sem hefur brennandi áhuga á
samkeppnismálum og nær árangri í starfi. Samkeppniseftirlitið leggur áherslu á að starfsmenn
þess fái tækifæri til að sinna spennandi verkefnum, þróast í starfi og viðhalda jafnvægi milli
vinnu og einkalífs.
www.samkeppni.is
Samkeppniseftirlitið áskilur sér rétt til þess að ráða á grundvelli auglýsingarinnar næstu sex mánuði eftir birtingu
hennar, sbr. reglur um auglýsingar á lausum störfum nr. 1000/2019. Við ráðningar hjá Samkeppniseftirlitinu er tekið
mið af jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun stofnunarinnar.
Sótt er rafrænt um störfin á www.starfatorg.is.
Með umsókninni þarf að fylgja kynningarbréf og starfsferilskrá.
Starfshlutfall er 100%. Laun eru skv. kjarasamningi fjármálaráðuneytisins
og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Laus störf hjá Samkeppniseftirlitinu
Erum við
að leita
að þér?