Fréttablaðið - 06.02.2021, Side 76
Konráð
á ferð og flugi
og félagar
440
„Og hvað eigum við nú
að gera við þessa gulu og
grænu þríhyrninga?,“
spurði Kata snúðug. „Ég
sé átta gula og átta græna
þríhyrninga. Þetta er nú
ekki erfið þraut,“ bætti
hún við roggin. „Þrautin
er ekki alveg svona
einföld,“ sagði Lísaloppa.
„Við eigum líka að telja
alla þá þríhyrninga
sem við getum séð út úr
myndinni, líka þá
þríhyrninga sem verða til
úr öðrum.“ „Þú meinar
ekki bara þessa átta gulu
og átta grænu?,“ spurði
Kata. „Líka þá sem verða
til, eins og
einn gulur plús sá græni
við hliðina á honum
og svo framvegis?“
„Já, einmitt,“ sagði
Lísaloppa. Það hnussaði
í Kötu. „Auðvitað, gera
manni lífið erfiðara en
nauðsynlegt er.“ Konráð
horfði á myndina og
byrjaði að telja. Hann
fann að hann ruglaðist
oft og var farinn að sjá
þríhyrninga alls staðar
í myndinni og tapaði
tölunni fljótlega. „Úff,
það eru endalausir
þríhyrningar í þessari
mynd,“ sagði hann og
dæsti. „Ekki endalausir,“
sagði Lísaloppa. „En
mér sýnist þeir vera
ansi margir.“
Getur þú talið hvað eru margir þríhyrningar í þessari mynd?
?
? ??
?
Lausn á gátunni
Það eru fjörutíu og fjórir þríhyrningar i myndinni?
Kári Rafnar Eyjólfsson, tíu ára,
sigraði í Ljóðakeppni grunnskóla
Kópavogs. Hann kveðst hafa verið
smá hissa fyrst.
Yrkir þú mikið, Kári Rafnar? Bara
stundum.
Í skólanum eða heima? Ég sem
ljóðin heima en mér er kennt það í
skólanum.
Englabróðir er frekar sorglegt
ljóð. Já, Sverrir Rafn bróðir minn
dó áður en ég fæddist en ég sakna
hans samt.
Samdir þú ljóðið fyrir keppnina?
Ég gerði hluta af því meðan mamma
fór að gröf bróður míns. Svo bætti ég
við það og sendi í keppnina.
Hugsar þú oft um hvernig lífið
væri ef Sverrir Rafn væri lifandi?
Já, en ég reyni að særast ekki of
mikið.
Áttu f leiri systkini? Tvo bræður,
annar er 30 ára og hinn 21. Ég er eini
krakkinn á heimilinu núna.
Hver eru helstu áhugamálin þín?
Fótbolti og handbolti. Ég er nýbyrj-
aður í handbolta eftir hlé en hef
verið í fótbolta frá því ég var fimm
eða sex ára.
Hvert er uppáhaldsfagið í skól-
anum? Líklega samfélagsfræði, mér
gengur best þar.
Lestu mikið? Ágætlega mikið, oft
þegar ég fer að sofa.
Ég man mest eftir nýjustu bók-
inni um Kidda klaufa. Núna er ég að
lesa bók um Klopp, þjálfara Liver-
pool.
Hefurðu lent í ævintýrum? Ég hef
oft farið til útlanda að heimsækja
bróður minn þar, hann er stöðugt
að f lytja en er í Þrándheimi núna.
Svo var ævintýri þegar bíllinn hans
pabba festi sig í drullu.
Reyni að
særast ekki
of mikið
„Ég sem ljóð heima en mér er kennt það í skólanum,“ segir Kári Rafnar.
Englabróðir
Stóri bróðir ég sakna þín.
Eitt það sem ég þrái heitast er
bara að sjá þig,
bara einu sinni alla vega.
En ég veit að þú ert alltaf hjá
mér
og gætir mín í gegnum skýin.
Nú værir þú tólf ára,
tveimur árum eldri en ég.
Þú myndir gæta mín samt,
þótt við hefðum fengið að vera
hér
samtímis.
En nú gerir þú það í gegnum
skýin.
Það er skrítin tilfinning að sakna
þín
án þess að hafa hitt þig.
Mér finnst ég hafa hitt þig
Í gegnum minningar þeirra
sem þekktu þig best
og við elskum báðir.
Þú hést Rafn, ég heiti Rafnar
því ég gæti krummans þíns.
Gestur á veitingahúsi: „Þjónn. Ég
vil gjarnan fá það sem maðurinn
þarna er að borða.“
Þjónninn: „Ég skal reyna að ná
diskinum af honum en ég er ekki
viss um að hann verði ánægður
með það.“
Gunnar: „Pabbi, er Kyrrahafið alltaf
kyrrt?“
Pabbi: „Geturðu ekki spurt að ein-
hverju gáfulegra?“
Gunnar: „Jú, hvenær dó Dauða-
hafið?“
Skúli: Nú get ég varið mig ef ein-
hver ræðst á mig. Ég er byrjaður að
æfa karate og er þegar búinn að
brjóta múrstein með hnefanum.
Stebbi: Það er flott hjá þér, en er
ekki frekar sjaldgæft að múrsteinar
ráðist á fólk?
Málfræðikennarinn var að reyna
að útskýra muninn á nútíð og þátíð
fyrir Júlíusi og vildi ekki gefast upp.
„Júlíus minn,“ sagði hann. „Hvaða
tíð er „ég borða““?
Júlíus: „Það er pottþétt máltíð.“
Brandarar
Hæ, gosi!
Spilararnir eru tveir. Annar stokkar
spilin og gefur, skiptir spilunum
jafnt þannig að hvor sé með 26
spil. Best er að gefa þrjú og þrjú í
einu.
Spilararnir hafa bunkana á
hvolfi fyrir framan sig og skiptast
á að fletta upp einu spili, hvor af
sínum bunka, og leggja það á mitt
borðið í kastbunka. Sá sem ekki
gaf byrjar.
Þegar spilin tía, gosi, drottning
kóngur og ás koma upp keppast
spilararnir um að gefa eftirfarandi
merki.
n Tía: Skella flötum lófa ofan á
bunkann.
n Gosi: Hrópa „Hæ, gosi.“
n Drottning: Blístra.
n Kóngur: Bera hönd að enni að
hermannasið.
n Ás: Standa upp.
Sá spilari sem er fyrri til að gefa
merki tekur allan kastbunkann og
bætir honum neðst í eigin bunka.
Ef báðir eru alveg jafn fljótir að
gefa merki er bunkinn látinn liggja
áfram á borðinu. Sá vinnur sem
endar með allan bunkann í lokin.
Spilið
Öll þessi fimm spil hafa sitt hlutverk og eru þýðingarmikil í spilinu Hæ gosi!
6 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R38 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
KRAKKAR