Fréttablaðið - 06.02.2021, Page 89

Fréttablaðið - 06.02.2021, Page 89
ÉG ER NÚNA AÐ VINNA SEX AUGLÝSINGAR FYRIR MANCHESTER CITY OG CHELSEA OG AKKÚRAT NÚNA ER ÉG AÐ VINNA MEÐ PHIL FODEN, SERGIO AGUERO OG EDERSON. Jakob Bræðurnir í Stokkhólmi í febrúar í fyrra en þótt COVID-19 hafi truflað kvikmyndabransann geta þeir ekki kvartað yfir verkefnaskorti. MYND/AÐSEND Nicki Minaj vildi fá Jónas í heimsókn og þá ræddu þau ýmislegt og hann segir kynnin af henni óneitanlega hafa verið lífsreynslu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Jakob, Patricia og Jónas við tökur á myndbandinu Lost fyrir Jón Jónsson í London þar sem þau unnu mikið þrjú saman áður en Jónas flutti til L.A. en Jakob var einmitt staddur í L.A. á þessum tíma og voru þeir bræður fengnir til að mæta á tökustað til að gefa ráð og leggja línur fyrir töku- liðið, þannig að eftirvinnslan yrði þægilegri. „Megan Thee Stallion er með þeim stærstu í kvennarappdeild- inni og vinnan fyrir hana varð til þess að ég var fenginn til þess að klippa myndbandið við „Hot Girl Summer“ með henni og Nicki Minaj,“ segir Jónas. „Þetta var stressandi törn,“ segir Jónas um gerð myndbandsins fyrir Nicki Minaj þar sem gekk á ýmsu. „Þegar ferlið var langt komið fékk ég skilaboð frá framleiðandanum um að Nicki vildi hitta mig heima hjá sér. Ég hafði áhyggjur af því hvort ég væri nógu vel undirbúinn en að lokum gekk þetta allt upp og hún var ánægð. Við spjölluðum heil- mikið og þetta var lífsreynsla og gaman að fá tækifæri til að kynnast henni aðeins.“ Stöngin inn Jakob bætir við að þeim bræðrum hafi tekist ótrúlega f ljótt að hasla sér völl en meðal þeirra sem hann hefur unnið fyrir í London eru knattspyrnufélögin Manchester City og Chelsea auk þess sem bræð- urnir hafa gert tónlistarmyndbönd fyrir sjónvarpsþætti Jimmy Kim- mel, Ellen og Kelly Clarkson. „Ég er núna að vinna sex aug- lýsingar fyrir Manchester City og Chelsea og akkúrat núna er ég að vinna með Phil Foden, Sergio Agu- ero og Ederson hjá Manchester City. Það sem ég er að gera fyrir Chelsea snýst um Tammy Abraham, Timo Werner og Thiago Silva. „Ég er Liver- pool-aðdáandi þannig að ég er að bíða eftir því að heyra frá þeim,“ segir Jakob, og brosir glettnislega, um það sem hann myndi telja topp- inn í þessum málum. „Það var líka gaman að gera myndband sem gefið var út þegar Lewis Hamilton varð heimsmeistari í F1. Þetta var snúið verkefni og ég þurfti að vinna með mikið af göml- um tökum þar sem verkefnið fólst í því að láta þær renna saman í eina heild og staðsetja Lewis á sama stað í rammanum. Þetta kom skemmti- lega út og gaman að fá þetta tæki- færi.“ Spennandi tímar Síðasta ár reyndist kvikmyndaiðn- aðinum sérlega þungt en bræðurnir segjast þó hvorugur geta kvartað yfir verkefnaskorti. „Hvað mig varð- ar er 2020 besta árið hingað til og ég hafði fullt að gera,“ segir Jónas sem undir lok árs kom að gerð bíómynd- ar en hugurinn stefnir enn frekar í þá átt. „Síðan eru bara spennandi tímar fram undan og önnur bíó- mynd í pípunum og svo bara sjáum við til en markmið ársins er að byrja að vinna meira í bíómyndum.“ Jakob segist hafa haft mjög mikið að gera alveg frá árslokum 2019. „Þótt COVID hafi ekki verið gott fyrir bransann almennt þá hefur mikilvægi eftirvinnslunnar aukist mikið vegna takmarkana sem sótt- varnareglur setja um fjölda fólks sem hægt er að hafa á tökustað samtímis. Í eftirvinnslunni, hins vegar, situr einn maður í einangrun heima hjá sér fyrir framan tölvu- skjá og þarf ekki einu sinni að setja upp grímu!“ segir Jakob um augljósa kosti þess að geta unnið einn. toti@frettabladid.is MÁNUDAGA KL. 20.30 KARLMENNSKAN Fróðlegur og skemmtilegur þáttur með áherslu á karla, karlmennsku og jafnréttismál í umsjón Þorsteins V. Einarssonar. Tekin eru fyrir málefni á borð við klám, ofbeldi gegn körlum, sjálfsvíg og auðvitað karlmennskan sjálf. Þátturinn er á dagskrá alla mánudaga kl. 20.30 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I ÐL Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 51L A U G A R D A G U R 6 . F E B R Ú A R 2 0 2 1

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.