Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.12.2001, Side 18

Bæjarins besta - 20.12.2001, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 Bessastaðir á Álftanesi við Faxaflóa væru engu að síður einn af merkustu stöðum íslenskrar þjóðarsögu þótt svo hefði ekki viljað til, að þar yrði aðsetur forseta lýðveldis- ins. Þetta gamla og nýja höfðingjasetur virðist undarlega vel í sveit sett í ljósi líðandi daga þeirra sem nú byggja Ísland. Örskammt frá ys og þys höfuðborgar; samt langt í burtu. Túnið, fjaran, fuglalífið. Einu sinni átti Snorri Sturluson Bessastaði. Hér stendur Bessastaðastofa eins og hún hefur gert í hálfa þriðju öld, og áður konungs- garðurinn, bústaður danska konungsvaldsins á Íslandi, með réttu eða röngu táknmynd útlendra kúgara en núna er staðurinn tákngervingur íslenskrar þjóðar með íslenskan þjóðhöfðingja. Það er auð jörð og hlýtt í veðri á vetrarmorgni. Fáir á ferð á Álftanesvegi. Enginn sést á ferli við Bessastaði. Bóndinn eflaust kominn frá gegningum. Grímur Thom- sen situr væntanlega í skrifstofu sinni við ljóðasmíð en grái frakkinn hangir á snaga í anddyrinu. Hrafnhetta læð- ist um ganga. Jón Hreggviðsson á Rein kveður við raust einhvers staðar í undirdjúpunum. Manni finnst varla við hæfi að koma akandi á sjálfrennireið á þennan stað. Væri ekki réttast að parkera við vegamótin og ganga heim til bæjar? Nei, það kemur enginn gangandi að Bessastöðum síðan í Móðuharðindum. Gestir koma ríðandi í blám kápum en þénarar staðarins róa yfir fjörðinn. Bóndinn á Bessastöðum á því Herrans ári 2001 er kom- inn langa leið. Kominn frá Ísafirði með viðkomu á Þing- eyri og síðan í skólum syðra og ytra, á Alþingi, í ríkis- stjórn. Allir sem setið hafa Bessastaði frá stofnun lýð- veldis hafa átt langa leið að baki. Farsæla ferð um tor- sóttan veg og sigursæla baráttu á ýmsum vettvangi. Vegferð Ólafs Ragnars Grímssonar hófst vestur á Ísa- firði á dögum seinni heimsstyrjaldar, eins og Íslendingar af bjartsýni sinni kalla þann ófrið sem aðrar þjóðir nefna heimsstríð númer tvö. Nú situr hann Bessastaði. Við ræðum saman í bókaherbergi; annar drekkur te, hinn kaffi. Báðir narta í smákökur öðru hverju. Sveinn Björnsson stendur við Packardinn fræga fyrir hálfri öld á ljósmynd uppi í hillu og fylgist með. Ja margt hefur nú breyst, hugsar hann. Sveinn var líka af vestfirskum stofni. Ólafur Ragnar Grímsson lítur til baka, til þeirra ára þegar Sveinn Björnsson var að móta embætti hins íslenska þjóðhöfðingja en lífið fyrir vestan, bæði mildi þess og harka, að móta ungan dreng sem átti langan veg fyrir höndum hingað til Bessastaða. Eða er það ekki rétt, að lengi búi að fyrstu gerð? Jólaviðtal Bæjarins besta við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands Leiðin langa frá Ísafir „Mannlífið á Vestfjörðum var ríkur þáttur í uppeldi mínu og mótaði lífssýn mína þegar í æsku“, segir Ólafur Ragnar. „Ég var alinn upp til tíu ára aldurs á tveimur stöðum, á Ísafirði og á Þingeyri. Móðir mín var berklaveik og glímdi við mikla erfiðleika í þeim veikindum og var langdvölum á sjúkrahúsum, bæði á Vífils- stöðum og á Akureyri. Þess vegna ákváðu foreldrar mínir þegar ég var þriggja ára að ég skyldi vera hjá afa mínum og ömmu á Þingeyri. Þar var ég að mestu leyti í sex eða sjö ár. Svo kom ég aftur til Ísafjarðar og var þar í skóla einn vetur en síðan fluttum við suður. En þó að ég væri kominn suður, þá settu Ísafjörður, Þingeyri og Vestfirðir áfram sterkan svip í heimilislíf, sam- ræður og allar frásagnir. Iðu- lega var rætt um fólk og við- burði á Vestfjörðum, sagðar sögur, vinir pabba og mömmu að vestan komu í heimsókn; langt fram á unglingsár voru Ísafjörður og Þingeyri stór hluti af mínu lífi. Reyndar fór ég á hverju sumri vestur til afa og ömmu á Þingeyri allt fram til þrettán ára aldurs. Og á þeim aldri var ég eitt sumar í Kaupfélaginu á Þingeyri, með Guðmundi Ingvarssyni, sem þá kom þar til verka korn- ungur maður og hefur búið á Þingeyri síðan. Við höfum oft rifjað það upp, að þetta hafi verið merki- legur tími þarna í Kaupfélag- inu, því að Guðmundur var aðeins rúmlega tvítugur og okkar elstur. Síðan voru tveir aðrir, Eiríkur sonur kaupfé- lagsstjórans og Elías. Þeir voru unglingar, ég aðeins þrettán ára. Árin vestra eru í minningunni frábær tími, og í þessu umhverfi, bæði á Þing- eyri og Ísafirði, voru þjóð- málin mjög fyrirferðarmikil. Tveggja heima sýn – Á þessum tíma var póli- tíkin fyrir vestan miklu harðari en hún er núna, þegar segja má að hennar verði helst vart í jólablöðum stjórnmálaflokk- anna. Nú ert þú ungur drengur á mjög pólitísku heimili hjá Grími rakara bæjarfulltrúa, mjög kröftugum baráttu- manni. Varð drengurinn mjög var við pólitíkina og þjóð- málabaráttuna í föðurgarði? „Ég naut þess að kynnast ólíkum sjónarhornum. Pabbi var um áratugi í forystusveit Alþýðuflokksins á Ísafirði, sat þar í bæjarstjórn og átti þátt í mörgum framfaramálum í bænum. Hann tók að sér að annast byggingu Sundhallar- innar og Húsmæðraskólans á sínum tíma og hafði mikil af- skipti af útgerðarmálum. Afi minn, Ólafur Ragnar, var hins vegar gegnheill íhaldsmaður og alla sína ævi traustur að- dáandi Jóns Þorlákssonar, Ól- afs Thors og Bjarna Bene- diktssonar. Hann starfaði í smiðjunni hjá Guðmundi J. Sigurðssyni á Þingeyri og flestir sem þar voru, bæði Guðmundur og Matthías son- ur hans, voru einnig traustir liðsmenn Sjálfstæðisflokks- ins. Þannig hafði ég tveggja heima sýn á þjóðmálin strax í æsku og var mjög áhugasamur um kosningar. Ég man skýrt eftir fyrstu alþingiskosning- unum sem Þorvaldur Garðar Kristjánsson fór fram í eftir að Ásgeir Ásgeirsson var kosinn forseti, aukakosning- um í Vestur-Ísafjarðarsýslu ár- ið 1952. Ég tók að mér að bera minnismiða upp á senuna til Þorvaldar frá Höskuldi Ól- afssyni, sem þá var banka- stjóri Verzlunarbankans í Reykjavík og hafði komið vestur á firði til að hjálpa Þor- valdi.“ „Þú færð ekki að selja þetta blað“ „Á Ísafirði kynntist ég því að glíman gat verið grimm, deilur harðar og oft var hvasst. Viðtal: Hlynur Þór Magnússon. Nýjar ljósmyndir: Kjartan Þorbjörnsson (Golli) Ég man til dæmis eftir því að einu sinni ætlaði ég að slást í hóp félaga minna, nokkurra stráka, og selja málgagn Sjálf- stæðisflokksins. Þá voru flokksblöðin seld en ekki gefin eins og fór að tíðkast seinna. Þetta var ein helsta aðferð okkar til að ná í vasa- peninga. Aðallega voru það strákar sem seldu blöðin og það myndaðist biðröð fyrir framan afgreiðsluna sem var í sama húsi og bókabúð Matt- híasar Bjarnasonar. Svo kom að mér í biðröðinni og þá leit afgreiðslumaðurinn upp, horfði á mig dálítið brúna- þungur og spurði: Ert þú ekki sonur Gríms rakara? Jú, ég játaði því. Þá sagði hann af bragði: Þú færð ekki að selja þetta blað. Og mér var vikið úr biðröðinni. Þannig kynntist ég því ung- ur strákur, að nokkur fórnar- kostnaður gat verið í því fólg- inn hvar faðir minn stóð í stjórnmálunum“, segir Ólafur og brosir við. „Kannski má segja að ég hafi bætt þetta upp í forsetakosningunum 1952 því þá var pabbi um- boðsmaður fyrir Ásgeir Ás- geirsson á Ísafirði. Stuðnings- menn Ásgeirs gáfu út öflugt blað sem selt var um allt land. Ég naut góðrar aðstöðu við að selja það á Ísafirði og man vel hvað það gaf mér góð sölu- laun. Auðvitað varð ég ein- dreginn stuðningsmaður Ás- geirs í þeim kosningum! Já, það er alveg rétt, að í uppeldinu kynntist maður því að þjóðmálaumræðan var rík- ur þáttur í lífi fólks vestra og hélt áfram að vera það í hinu vestfirska samfélagi hér syðra. Menn fylgdust vel með mál- efnum fyrir vestan. Persónur sem voru þekktar í bæjarlífinu á Ísafirði héldu áfram að lifa sínu lífi við matarborðið heima hjá mér og í stofunni á kvöldin. Pabbi hafði yndi af því að segja sögur af Hagalín og Vilmundi lækni og Stebba skó og öðrum góðum mönn- um fyrir vestan. Oft var lýst ítarlega hörðum deilum fyrr- um um uppbyggingu Ísafjarð- ar og atvinnumálin og kosn- ingabaráttuna. Þessu kynntist ég öllu mjög vel.“ Mýkt og harka „Kjartan læknir, mikill forystumaður Sjálfstæðis- flokksins – sem felldi Hanni- bal á sínum tíma eins og menn muna og það var nú ekki heigl- um hent – hann var mikill vinur fjölskyldunnar. Og í raun og veru lífgjafi minn. Mamma átti mig heima í Tún- götunni. Fæðingin var erfið og ég var ekki með miklu lífs- marki þegar ég kom í heiminn. Kjartan kallaði þá eftir tveim- ur bölum, setti heitt vatn í annan og kalt vatn í hinn og færði snáðann á milli þessara bala til að koma lífi í hann. Pabbi og mamma töldu alltaf að Kjartan hefði bjargað lífi mínu. Fyrir það voru þau hon- um ævinlega þakklát og ég hef alltaf hugsað til hans með mikilli hlýju. Þannig var það á Ísafirði, að þrátt fyrir stjórn- málin, þrátt fyrir harðar deilur, þá tengdist fólk sterkum vina- böndum. Menn gerði sér skýra grein fyrir mikilvægi hvers einstaklings í samfélaginu. Og þegar öllu er á botninn hvolft, þá held ég að hagur Ísafjarðar og Vestfjarða hafi verið öllum svo nákominn, að það hafi í raun og veru yfirskyggt allar deilur. Svona var þetta líka í Dýra- firði. Þó að menn deildu hart, svo sem Eiríkur kaupfélags- stjóri og Magnús Amlín, þó að menn tækju miklar lotur og allt þorpið fylgdist með og mikill hiti væri í kosningum, þá var það hagur Þingeyrar og Dýrafjarðar sem öllu skipti. Það er einmitt þessi umhyggja fyrir Vestfjörðum, fyrir fólk- 51.PM5 19.4.2017, 09:5218

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.