Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.12.2001, Page 19

Bæjarins besta - 20.12.2001, Page 19
FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 19 Ísafirði til Bessastaða inu í sjávarbyggðunum, fyrir mannlífinu í fjörðunum milli fjallanna, sem hefur fylgt mér sem vegarnesti frá æsku.“ Heimsóknir vestur á firði – Hvernig hefur þér fundist að koma á heimaslóðir mörg- um áratugum seinna, leiðin langa að baki, litli drengurinn úr Túngötunni á Ísafirði orð- inn forseti Íslands, vestfirsku fjöllin og firðirnir enn á sínum stað þótt annað hafi breyst, förunautarnir ekki piltarnir á Þingeyri heldur Margrét Þór- hildur Danadrottning, Silfur- torgið enn á sínum stað á Skut- ulsfjarðareyri þótt umgerðin hafi breyst …? „Það var mér kært að koma á Vestfirði skömmu eftir að ég var kjörinn forseti. Ég mat það mikils að Vestfirðingar lögðu á það kapp að ég kæmi í heimsókn á Vestfirði á fyrstu vikum í embætti. Að mörgu leyti var það rökrétt að hefja leikinn á mínum bernskuslóð- um. Þær hlýju mótttökur sem við Guðrún Katrín fengum munu fylgja mér ævilangt. Ég hef síðan komið vestur við ýmis önnur tækifæri. Eins og þú nefndir, þá er kannski einna minnisstæðust heimsóknin í maí 1998 þegar við Guðrún Katrín buðum Margréti Danadrottningu og Hinriki prins vestur á firði. Veðrið var dálítið hráslagalegt þannig að fjöllin og firðirnir voru tignarleg og drungaleg. Það hafði djúp áhrif á Margréti að skynja landslagið með þessum hætti. Síðan var mannfjöldinn á Silfurtorginu á Ísafirði slíkur þegar við komum þangað, að telja má nokkuð einstætt í sögu bæjar- ins; þetta var bæði hátíðlegt og alþýðlegt. Síðan hefur oft komið fram í samræðum við Margréti drottningu hvað henni er þessi ferð eftirminni- leg; einstök náttúra, móttökur fólksins og gömlu húsin á Ísa- firði gáfu henni nýja sýn á Ísland. Síðast kom ég vestur á Ísa- fjörð á Sjómannadaginn nú í sumar. Mér þótti vænt um að sjómannasamtökin skyldu bjóða mér að koma og flytja ræðu á þessum degi. Ég gerði mér hins vegar grein fyrir því, að það gæti orðið nokkuð snú- ið að fjalla um málefni sjó- manna og sjávarútvegsins fyr- ir vestan, en ég reyndi að gera það á þann hátt að það gæti verið bæði Vestfirðingum og sjávarútveginum í heild til styrktar. Mér hefur þótt gott að eiga Vestfirði að þessi ár sem ég hef verið forseti. Mér þykir vænt um samræðurnar sem ég hef átt við fjölmarga Vest- firðinga, bæði þá sem hafa komið hingað á Bessastaði og aðra sem ég hef rætt við í síma eða hitt við önnur tæki- færi. Það hefur treyst tengslin við fólkið vestra og gert mér kleift að að fylgjast með þeim vandamálum sem þar er tekist á við, velta þeim fyrir mér og reyna að leggjast á árar þegar þurft hefur. Ég held að þrátt fyrir erfið- leika geti Vestfirðingar horft bjartsýnir og sókndjarfir til nýrra tíma og tækifæra, auð- linda sem að mestu eru enn ónýttar. Þá vísa ég einkum til sögunnar, menningar og minja í einstakri náttúru sem í sam- einingu gera Vestfirði að töfralandi fyrir ferðamenn. Ég hef stundum sagt, að Vestfirðir séu varasjóður íslenskrar ferðamennsku, yfirskyggt svæði sem menn eiga eftir að uppgötva, en geymir svo fjöl- breytilegt landslag og einstakt mannlíf að það hefur alla burði til þess að geta orðið öflugur þátttakandi í ferðaþjónustu 21. aldarinnar.“ Ekki aðeins „opin- berar heimsóknir“ – Í þessum ummælum birt- ist enn áhugi þeirra sem gegnt hafa embætti forseta Íslands á málefnum landsins alls, þjóðarinnar allrar til sjávar og sveita, og þá ekki síst þess manns sem nú gegnir embætt- inu eins og fjölmargar heim- sóknir hans til fólksins um land allt bera vitni um … „Eftir að ég tók við embætti hef ég reynt eftir föngum að rækta sambandið við lands- byggðina. Ég ákvað snemma að veita þeim byggðarlögum sem ættu undir högg að sækja forgang í mínum heimsókn- um. Bæði vildi ég gefa íbúun- um tækifæri til þess að taka saman höndum og meta sína heimabyggð í sameiningu og líka vildi ég vekja athygli þjóðarinnar allrar á því merka starfi sem víða væri unnið og þeim athyglisverðu nýmælum sem finna mætti á fjölmörgum sviðum á landsbyggðinni. Ég vildi reyna að haga því svo til, að þessar heimsóknir efldu byggðarlögin, ykju þeim sjálfstraust og gæfu þeim til- efni til að koma á framfæri sjónarmiðum sínum og fram- tíðarsýn. Á þessum fimm árum sem liðin eru hef ég víða farið um landið og haft af því ómælda ánægju og fróðleik, heimsótt marga hulduheima íslenskrar náttúru og mannlífs, kynnst merkilegri nýsköpun og sókn- dirfsku, stundum við mót- drægar aðstæður, og síðast en ekki síst hef ég átt þess kost að ræða við fjölmarga ein- staklinga. Ég hef ekki aðeins heimsótt byggðarlögin með þeim hætti sem stundum er nefndur „opinber heimsókn“ heldur líka sótt fjölmargar samkomur af ýmsu tilefni; af- mælishátíðir og aðra merkis- daga á ævi byggðarlaga, eftir- minnilegar leiksýningar og óperuflutning, og svo mætti lengi telja. Allar þessar heim- sóknir hafa aukið mér skilning á fjölbreytni íslensks mannlífs og náttúru.“ „Á rauðu ljósi“ á Ísafirði – Mætti hér ef til vill víkja að annarri heimsókn af allt öðru tagi, sem er Ísfirðingum afar minnisstæð? Það var þegar tveir af kunnustu sonum Ísafjarðar fóru um landið „á rauðu ljósi“ seint á níunda áratug nýliðinnar aldar og héldu almennan fund í Al- þýðuhúsinu á Ísafirði ... „Þetta var merkileg ferð. Kannski sérstaklega vegna þess að búið var að banna allt flug yfir landinu vegna óveð- urs. Engu að síður fréttum við að sá frækni flugmaður, sem víða flaug um Vestfirði á þeim árum við erfiðar aðstæður, ætlaði að fljúga vestur. Við gerðum okkur ljóst, að ef við færum ekki með, þá skipti engu hvað við teldum okkur til málsbóta; við yrðum sagðir kjarklausir. Og þannig lögð- um við í þetta ferðalag, flug- um vestur og lentum en gerð- um okkur enga grein fyrir því hvað veðrið var illvígt. Vélin renndi beint inn í skýlið og það var ekki fyrr en við kom- um út úr því að við fundum að það var ekki stætt. Mig minnir að Finnbogi Hermannsson hafi sagt mér síðar, að hann hafi orðið svo hræddur þegar hann horfði á lendinguna að hann hafi orðið að snúa sér undan. Eftir þetta var skemmtilegur fundur í Alþýðuhúsinu á Ísa- firði, eftirminnilegur fundur í troðfullu húsi, þar sem Hall- dór Hermannsson átti ekki síður hlutdeild í fundinum en við sem vorum langt að kom- nir. Og í minningunni er þessi fundur ágætur vitnisburður um sterka lýðræðishefð, opna umræðu, kjarkinn til skoðana- skipta, sem lengi hefur loðað við Vestfirðinga. Og kannski gert það að verkum, að margir sem slitið hafa barnsskónum vestra og mótaðir eru af þessu umhverfi hafa verið djarftæk- ari í umræðunni, látið meira að sér kveða, verið reiðubúnir til að láta skoðanir sínar í ljós, sækja á brattann og tefla á tvær hættur. Fundurinn var í anda þessarar hefðar og í minningunni þykir mér gam- 51.PM5 19.4.2017, 09:5219

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.