Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.12.2001, Qupperneq 24

Bæjarins besta - 20.12.2001, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 Það var um miðjan nóvember árið 1918 að báti var hrundið á flot í Ögurvíkinni og siglt sem leið lá inn Ísafjarðardjúp og að Ármúla þar sem Sig- valdi Kaldalóns læknir var búsettur. Læknirinn ferðbjóst í snatri og síðan var siglt sömu leið til baka. Um leið og komið var í land hélt læknirinn beina leið upp í Ögur þar sem hann tók á móti fyrsta barni þeirra Salóme Rannveigar Gunnars- dóttur og Hermanns Hermannssonar. Þremur dögum áður hafði lokum fyrri heimsstyrjaldar- innar verið fagnað víða um heim en í Reykjavík blöktu fánar í hálfa stöng sökum spænsku veik- innar sem þá var í hámarki. Árið hafði óneitanlega verið landsmönnum erfitt og máttu þeir meðal annars takast á við frosta- vetur aldarinnar, Kötlugos og inflúensufaraldur auk þess sem skortur var á öllum nauðsynjum sökum heimsstyrjaldarinnar. Telpukrílið sem í heiminn kom 14. nóvember 1918 lét sig hins vegar þetta allt saman litlu varða og helst mátti heyra hana kvarta ef hún var svöng eða fékk ekki að kúra í hlýjum móðurfaðmi. Fljótlega var henni gefið nafnið Kristín Anna, eftir móðurömmu hennar, en hún hefur hins vegar aldrei verið köll- uð neitt annað en Anna eða Anna Hermanns. Veit ekki hvernig hefði gengið að vera með allan þennan hóp í kaupstað – segir Anna Hermannsdóttir, 83 ára gömul og elst ellefu systkina frá Svalbarði í Ögurvík móður minni að vera þarna uppi á loftinu enda þurfti t.d. að bera allt vatn upp bratta stigana og sömuleiðis þurfti að bera allt skolp niður. Það var alltaf margt fólk í Ögri. Ég man ekki eftir Þuríði enda var ég ekki nema þriggja ára þegar hún dó en ég þekkti vel þær systur Halldóru og Ragnhildi, dætur Þuríðar og Jakobs Rósinkarssonar. Þær voru húsfreyjur í Ögri og mikl- ar myndarkonur. Þær voru alltaf mjög góðar við okkur krakkana en ég var eitthvað um fermingu þegar Halldóra dó. Ragnhildur var ákveðin manneskja og varð líka að vera það enda lenti það á henni að stjórna þessu stórbúi. Hún varð fyrir miklu áfalli þegar Árni bróðir hennar fyrirfór sér úti í Kaupmannahöfn og í fleiri ár á eftir kom hún ekki á hestbak en hafði áður gert mikið af því að ríða út. Þarna var líka Gísli Sæmundsson, ráðsmaður, og heyrt hef ég að honum og Halldóru hafi verið vel til vina, hvað sem satt er í því. Þær systur giftu sig hins vegar aldrei og ekki veit ég til þess að Ragnhildur hafi nokk- urn tímann litið á neinn mann. Hófu búskapinn á háaloftinu í Ögri „Faðir minn, Hermann Her- mannsson, var fæddur á Krossanesi á Ströndum árið 1893, sonur Hermanns Þórð- arsonar og Guðrúnar Bjarna- dóttur. Móðir mín, Salóme Gunnarsdóttir, var frá Eyri í Skötufirði og fædd árið 1895. Foreldar hennar voru Gunnar Sigurðsson, garðyrkjumaður, og Kristín Anna Haraldsdóttir. Móðir hennar lést þegar hún var rétt þriggja ára gömul og eftir það var hún að mestu alin upp í Ögri hjá Þuríði Ól- afsdóttur. Foreldrar mínir hófu sinn búskap í Ögri og bjuggu fyrstu árin uppi á háalofti í Ögur- húsinu. Ég man ekki eftir öðru en að það hafi verið ósköp notalegt þarna og seinna var mér sagt að ég hefði ævinlega byrjað á að borða á háaloftinu, síðan hefði ég fært mig niður og borðað á miðloftinu og loks hefði ég fengið að borða í kjallaranum. Ég hef verið það lítil að ég man ekki eftir þessu en eitthvað hefur nú verið dekrað við mann. Hins vegar var þetta sjálfsagt erfitt hjá Mamma og þessar konur þarna voru stundum að pískra sín á milli en aldrei man ég til þess að þannig væri talað um Ragnhildi. Milli Ögurs og Garðsstaða var mikill sam- gangur og voru Jón Auðuns og hans fjölskylda mikið vina- fólk Ögurfólksins. Á sumrin var alltaf talsverður gesta- gangur og kom þá jafnvel fólk úr öðrum landshlutum og dvaldi um tíma hjá þeim systr- um.“ Haldið að vinnu frá blautu barnsbeini „Nokkrum árum seinna byggði pabbi hús sem hann kallaði Svalbarð og var það nokkru utan til við túngarðinn í Ögri. Þar hafði hann uppsátur fyrir báta sína og túnbleðill fylgdi. Þarna var hægt að vera með smávegis búskap og höfðum við nokkrar kindur og hænsni. Seinna bættist við ein belja. Ég var sjö ára þegar við fluttum úr Ögri og vorum við þá orðin fjögur systkinin; ég, Þuríður, Gunnar og Þórður. Hópurinn stækkaði síðan á næstu árum og alls urðum við ellefu systkinin en þau sem bættust við eru Karítas, Sig- ríður, Sverrir, Gísli Jón, Hall- dór, Guðrún Dóra og Birgir. Okkur var haldið að vinnu frá blautu barnsbeini og þau voru mörg verkin sem þurfti að vinna. Við hjálpuðum t.d. pabba alltaf við að beita og hann tók strákana með sér á sjó um leið og þeir höfðu getu til. Þar var engin miskunn sýnd enda urðu þeir allir harð- duglegir menn. Pabbi var með Anna og Ásgeir með börnum sínum og tengdabörnum, talið frá vinstri: Gísli Jón, Anna Kristín, Sigga Bogga, Ólafur, Guðfinna og Hermann. bát sem hét Hermóður og eitt sumarið tóku þeir Gunnar og Doddi, elstu bræður mínir, við bátnum og reru honum um sumarið vegna þess að pabbi átti þá við einhver veikindi að stríða. Þegar frí gafst frá skyldu- verkunum lékum við okkur eins og barna er siður og ým- islegt var þá gert sér til gam- ans. Við vorum oft í bolta- leikjum, komum okkur upp skeljabúi, fórum í stuttar berjaferðir upp á hjallana og margt fleira. Í Ögurvíkinni voru þá nokk- ur önnur hús fyrir utan Ögur og Garðsstaði. Skammt frá Svalbarði stóð Oddi og þar bjuggu hjónin Þórður Ólafs- son og Kristín Helgadóttir ásamt fjórum börnum sínum, mjög gott fólk allt saman. 51.PM5 19.4.2017, 09:5224

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.