Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.12.2001, Page 27

Bæjarins besta - 20.12.2001, Page 27
FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 27 Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og þökkum árið sem er að líða Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og þökkum árið sem er að líða Suðurtangi 7 – Ísafirði Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og þökkum árið sem er að líða Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og þökkum árið sem er að líða Aðalstræti 26 – Ísafirði Atlastaðir ehf. Seljalandsvegi 78 Ísafirði Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og þökkum árið sem er að líða Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og þökkum árið sem er að líða Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf., Hafnarstræti 1 – Ísafirði söknuði hugsaði hann til jólanna í sveitinni. Allt var svo fallegt, hvítt yfir öllu og jólaljósin loguðu glatt. Þeim fylgdi gleði þótt þau væru fá. Jólin í sveitinni voru einhvern veginn miklu fall- egri en hér. En þetta var áður en stelpur skiptu máli og fóru að verða plássfrekar í hugsun drengsins. Nú voru það þær eða stærðfræðin sem héldu hugsuninni fang- inni, aðallega þær eða hún. Þær kepptust um athyglina þessa síðustu daga fyrir jól, Særún og stærðfræðin. Sú fyrri átti hug hans all- an, hin heltók hann. Áfram rigndi. „Stærðfræði eins og þessi sem verið er að reyna troða í hausinn á okkur er eitthvað það vesælasta sem manns- andinn hefur fundið upp.“ En frá henni varð ekki hlaupizt hvað sem það kost- aði. Hann varð að ná henni, prófið beið og Særún og jólin. Ekkert þeirra yrði flúið. Stundum langaði hann til þess að búa yfir þeirri náðargáfu að láta hið óþægi- lega hverfa. En allt var flóknara en þegar hann lítill drengur hafði skapað sér heim við hæfi og allt var skemmtilegt, gott og fallegt. Kjartan Steinn fann hvernig blaut og köld fötin límdust við líkamann og rigningin lak niður eftir honum innan klæða. Skúli gamli haltraði burt með byrðar byltingarinnar á herðunum, á einum náttúru- legum fæti og þeim sem til- veran hafði úthlutað honum í bland við byltinguna. Hann hafði víst misst fótinn á námsárum sínum í Kaup- mannahöfn, tapað í barátt- unni við sporvagninn sem kostaði hann gangliminn. Enginn fær flúið þau örlög að tapa fyrir sporvagni á fullri ferð. Hvort Skúli hafði ætlað að stöðva sporvagninn með því að bregða fyrir hann fæti eða hrasað vissi enginn af þeim sem Kjartan þekkti. Hverju skipti það? Sporvagninn nálgaðist Kjartan í líki stærðfræði- prófs. Hvor myndi hafa það í þessari lotu? Kjartan tautaði eitthvað, sneri sér að skólanum og fylltist djúpri lotningu, Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Ísafirði, hefur um langt árabil ritað jóla- sögur fyrir Bæjarins besta. Sú fyrsta birtist í jólablaði BB árið 1986 og síðan hafa sögur hans birst árlega að undanskildum árunum 1992 og 1993. Hér er nýjasta smásaga Ólafs Helga, jólasagan Óútreiknanleg ást. reyndar í hvert sinn er leit skjöldinn til minningar um Þjóðfundinn 1851. En nú beið annað en sagan og Jón Sigurðsson. Það yrði ekki eins eftirminnilegt hlutverk að taka prófið í stærðfræði. Færri kæmu við sögu og þjóðin léti sig það engu skipta. Það var þungbært gjaldið fyrir fallið. Hann opnaði dyr þessarar sögufrægu byggingar. Hugsunin um Særúnu varð yfirþyrmandi um leið og hann steig yfir þröskuldinn. Andlit hennar ljómaði í hugskoti hans, græn augun, rautt, strítt hárið og dular- fullt brosið. Sennilega elsk- aði drengurinn stúlkuna. En elskaði hún hann? Þegar inn var komið sneri Kjartan til hægri. Prófið átti að vera í stofu A-bekkjarins, ekki úti í Fjósi þar sem hann var vanur að vera. Nokkur skref voru að dyrum stof- unnar. Ætti hann að vera kaldur og snúa við? Löng- unin til að hlaupa og skilja öll þessi leiðindi að baki varð óumræðilega sterk. Samt vissi hann það strax að þó hann gæti hlaupið, skilað læknisvottorði eftir áramót og beðizt afsökunar, myndi hann ekki gera það. Svoleið- is gerir maður ekki. Hann bara vissi það og byrjaði að titra en um leið streymdi adrenalínið um líkamann. Af hverju ekki að biðja til Guðs eins og í sveitinni áður fyrr? Var það ekki bara hall- ærislegt að biðja einhvern sem maður hafði aldrei séð, um eitthvað sem maður átti ef til vill ekki skilið? Guð myndi ekki hafa skilning á íslenzkum sveitadrengjum, sem hlustuðu á rokk og ról, þó það ætti rætur sínar að rekja til svartra þræla í Bandaríkjunum, sem einmitt trúðu á þennan sama Guð. Þeir báðu til hans, lögðu líf sitt í hendur hans og sungu honum til dýrðar. Guð myndi ekki hafa velþóknun á sérvitringum, sem tóku grófa tónlist og texta fram yfir það ljúfa og eðlilega í lífinu. Reyndar var lífið svo fjölbreytilegt að drengurinn botnaði stundum hvorki upp né niður í því. En áhættan var engin. Í Biblíunni var týnda syninum fagnað. Hann kom aftur. Og Kjartan byrjaði að biðja um styrk. Blóðið dunaði í æðunum, adrenalínið streymdi og honum var ekki kalt, var bara blautur. Særún gleymd- ist eitt augnablik og stærð- fræðin tók völdin af fullum krafti. Auðvitað var það ekki alveg satt, en formúlur og sannanir runnu fram fyrir hugskotssjónum hans. Djúpt í huganum brauzt fram hlátur. Kjartan nam staðar framan við dyrnar, dró djúpt andann, rétti sig upp og fann vatnið leka niður bringuna, bakið, rassinn, kviðinn og lærin. Hann sá Særúnu standa framan við sig, fá- klædda. Sennilega yrði það aldrei að veruleika. En sýnin var raunverulegri en formúl- urnar áðan. „Góði Guð, gefðu mér styrk.“ Hann heyrði sjálfan sig segja orðin upphátt. Þau bergmáluðu í auðum gang- inum. Skyldi Jón Sigurðsson hafa beðið Guð um styrk í þessu sama húsi fyrir hundr- að og tutttugu árum, þegar honum reið mest á? Hugs- uninni laust niður í huga hans eins og eldingu. Svo leit hann á pollinn sem var að myndast á gólfinu, dró djúpt andann og lyfti hend- inni til að berja. Um leið opnuðst dyrnar og glaðlegur stærðfræðikennarinn stóð fyrir framan drenginn. Ótt- inn hvarf Kjartani um leið. Í huganum þakkaði hann Guði fyrirfram styrkinn og árangurinn. Voru þetta ein- hvers konar viðskipti? „Ertu svona blautur?“ spurði Steinólfur stærð- fræðikennari. Kjartan svaraði strax: „Það er ekkkert. Það þornar.“ „Ertu tilbúinn?“ „Já.“ „Þá byrjum við. Fáðu þér sæti. Ertu klár í munnlegt próf?“ „Já.“ Steinólfur kynnti próf- dómarann, virðulegan mann á óræðum aldri. Sá sagði ekkert. Kjartan Steinn leit á miðana á borðinu og vissi að hin hliðin, sú sem sneri niður, kynni að ráða nokkru, kannski öllu, um örlög hans. Næstu mínúturnar yrðu kannski þær mikilvægustu í lífi hans, að minnsta kosti hingað til. Í huganum mynd- uðst orð, sem urðu að bæn, afar auðmjúkri, og hann þakkaði Guði strax. „Betra að gera það áður en það gleymist“, hugsaði drengurinn og hlýddi fyrir- mælum um að draga miða, sem hefði að geyma verk- efnið, það sem réði hugsan- lega framtíð hans og klár- lega næstu mánuðum. Kjartan Steinn sneri mið- anaum við og sýndi hann, án þess að gá sjálfur hvað á honum stæði. Afleiður eða differentíalar reyndust hafa komið í hans hlut. Hugurinn byrjaði strax að fást við það sem hann vissi og rifja upp það sem hann kunni í diffr- unum. Af hverju fékk ég ekki integrölin eða tegrun- ina? spurði hann sjálfan sig í hljóði. Það kunni hann betur. En það skipti engu, bara að reyna. Og svo byrjaði hann hikandi. En bæði prófdómarinn og Steinólfur reyndust ljúfir og umburðarlyndir. Kjartan vissi að hann átti að kunna þetta, var bara betri í inte- gölunum. Auðvitað hefði hann átt að læra betur en ögurstundin var runnin upp svo nú var að draga djúpt andann. Örlítið tafsandi byrjaði hann að tala um integrölin og reyna að tengja saman við diffrunina eða afleið- urnar. Úr andlitum Steinólfs og prófdómarans skein sam- úð og góðvild. Steinólfur var miklu mýkri á svipinn en þegar hann var að reyna að halda þeim bekkjar- bræðrunum vakandi í tím- um. Um leið og Kjartan Steinn bað til Guðs um að detta niður á réttu lausnina dró prófdómarinn hann að landi og nefndi tenginguna sem dugði. Adrenalínið streymdi og hann sat örlítið stífur, loks færðist yfir hann ró. Hann fann hvorki fyrir bleytunni né kuldanum, skalf að vísu aðeins. Loks sagði prófdómarinn: „Var það nokkuð fleira sem þú vildir segja?“ Kjartan vissi að nóg var komið enda var hann aftur farinn að hugsa um Sæunni og hvort hún væri kominn til að bíða hans. „Nei.“ „Þú mátt bíða frammi meðan við berum saman bækur okkar. Það tekur bara nokkrar mínútur.“ Kjartan stóð þungt hugsi frammi á gangi og fann aftur til bleytu og kulda og velti því fyrir sér hvort hún myndi koma eða einfaldlega gefast upp á honum. Útlitið var ræfilslegt og fötin blaut. Hann gekk um gólf í þung- um þönkum þegar hann heyrði út undan sér dyrnar að stofu A opnuðust og Steinólfur bauð honum að koma inn. Hann mundi helzt að þeir voru almennilegir og höfðu nokkurt mál um það sem miður fór. Engu að síður ljómaðist hann við að heyra að einkunnin sem hann hlaut var fimm. Þeir óskuðu honum til hamingju, hvöttu hann eindregið til halda áfram á sömu braut og leggja sig enn frekar fram. Miðað við framfarirnar á tæpri viku væri sjáanlega um gott efni í stærðfræðing að ræða. „Jæja vinur, þetta var gott hjá þér. Við sjáumst eftir hátíðirnar. Gangi þér vel heim. Gleðileg jól.“ Í huganum þakkaði Kjart- an Guði fyrir hjálpina og leit á Steinólf um leið og hann óskaði honum gleðilegra jóla. Prófdómarinn, sem hafði sagt fátt, ræskti sig og tók til máls alvörugefnum rómi: „Ungi maður, þér hefur vafalaust farið fram en þú átt langt í land að ná fullnægjandi árangri. Hugs- aðu nú vel um það yfir jólin að leggja harðar að þér við stærðfræðina. Hún er grunn- ur rökhugsunar. Gangi þér vel. Þú komst á óvart miðað við prófið um daginn.“ Kjartani var annað í hug 51.PM5 19.4.2017, 09:5227

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.