Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.12.2001, Side 28

Bæjarins besta - 20.12.2001, Side 28
28 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 Stakkur skrifar Fyrstu jól og áramót á nýrri öld Netspurningin Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Netspurningin er birt viku- lega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Aðeins er tekið við einu svari frá hverri tölvu. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Spurt var: Borðarðu jafnan skötu á Þorláks- messu? Alls svöruðu 642. Já sögðu 429 eða 66,82% Nei sögðu 188 eða 29,28% Kemur fyrir sögðu 25 eða 3,89% varðandi jólin en stærð- fræði. Hann langaði heim í sveitina til foreldranna og systkina sinna, vina sinna, sem ekki gæfu tíeyringsvirði fyrir diffrun og tegrun, ef þau á annað borð vissu hvað það þýddi. Enda hafði þjóð- in komizt af án þeirrar vitn- eskju lengst af. Henn hafði dugað að þekkja sögu sína, Íslendingasögur og ættfræði höfðu reynzt andlega vega- nestið sem dugði til að þrauka í nærri ellefu aldir. Svo myndu þeir fara á eitt gott sveitaball með Mánum. Svo varð hann aftur auð- mjúkur, hlustaði á þá kveðja og spyrja hvort honum væri kalt. Í huganum ægði saman þökkum fyrir bænheyrsluna, áhyggjum af heimferðinni, en aðallega af Særúnu. Hann var orðinn alltof seinn og ekki sjón að sjá hann, eins og hundur af sundi dreginn, eða öllu heldur eins og rón- arnir, sem hvergi áttu stað til að halla að höfði sínu. Aftur stóð Kjartan fyrir framan Menntaskólann, Hinn Lærða Skóla í Reykja- vík, og var léttari í lundu þegar hann stikaði niður göngustíginn í fótspor Skúla gamla en á báðum þeim fót- um sem Guð hafði úthlutað. Báðir höfðu þeir Jón Sig- urðsson mætt örlögum sínum hér í þessu sama húsi, hvor með sínum hættinum þó. Enn ólgaði blóðið í æð- unum. Ekki gat hann munað hvernig hann hafði farið að því að svara spurningunum. Þetta var búið. Niðri í Lækj- argötu mætti hann róna, sem hann hafði stundum rétt einhverja aura af vorkunn- semi sinni. Sá leit á Kjartan og sagði: „Elsku drengurinn, er nú svona komið fyrir þér“, og rétti Kjartani hundrað króna seðil. Kjartan maldaði í móinn. „Jú, þú þarft á þessu að halda. Það kemur dagur eftir þannan hjá mér. Svoleiðis hefur það alltaf verið. Það fer ekkert að breytast.“ Þar með var hann horfinn og Kjartan hugsaði með þakklæti til almættisins. Við söfnunarpott Hjálpræðis- hersins á horni Lækjargötu og Austurstrætis lét hann hundraðkallinn detta í pott- inn og bætti við fimmhundr- uðkalli frá sjálfum sér. Maður á alltaf að þakka fyrir sig. Honum var létt í hug, hann hætti að hafa áhyggjur af Særúnu. Við þekkjumst ekki nógu vel til þess að gefa hvort öðru jólagjafir, hugsaði hann. Þurfum þess ekki. Hann greikkaði sporið og skaust upp á Tröð, sleppti því að fara í bókabúðina á neðri hæðinni að þessu sinni. Þegar hann sá spegil- mynd sína í glerhurðinni hætti hann næstum við að fara upp. Nú skildi hann til fulls af hverju róninn hafði gefið honum hundraðkall- inn. „Það skiptir engu“, hugsaði hann og tók tröpp- urnar í nokkrum skrefum. Uppi sátu nokkrir félagar hans, þeir lánsömu sem náðu í fyrstu tilraun. Kjartan kastaði á þá kveðju en þeir tóku dauflega undir og stóðu upp og tíndust út hver af öðrum. Það dró dökkt ský fyrir sólu í huga hans. Svo beit hann á jaxlinn og leit í kringum sig. Ekki kom hann auga á Særúnu strax. Þarna sat hún úti í horni og talaði við Önnu vinkonu sína. Þær voru báðar að teikna á laus blöð og hlógu. Hláturinn hætti þegar þær komu auga á Kjartan. Anna leit á hann með vanþóknun og sagði svo eitthvað við Særúnu, sem brosti og svaraði og hló svo. Báðar hlógu þær. „Hæ Kjartan! Komdu og seztu hjá mér.“ Særún brosti til hans óræðu brosi og yggldi brýrnar. „Hvað er að sjá þig elsku drengurinn minn, datztu í poll eða hvað? Gleymdirðu að fara í sundskýluna áður en þú stakkst þér? Varstu búinn að gleyma því að við ætluðum að hittast?“ Þær hlógu báðar. Kjartan varð vandræðalegur. Gleðin og þakklætið yfir óvæntri velgengninni í stærðfræði- prófinu hafði sennilega ruglað hann í ríminu. Þó var dómgreind hans venjulega í góðu lagi. „Þú ert alveg hræðilegur útlits, sagði Særún með væntumþykju í röddinni. Nú ætti að senda þig heim til mömmu ef það væri ekki svona langt að fara. Ég verð sennilega að sjá um þig.“ Hún brosti blítt. „Anna segir að ég geti ekki verið þekkt fyrir að láta sjá mig með þér hérna svo þú kemur heim með mér. Er þér ekki kalt? Ég ætlaði ekki að þekkja þig þegar þú komst inn. Og þegar þú hnepptir frá þér úlpunni, þá var eins og þú hefðir verið búinn að míga á þig.“ „Þá stóðu strákarnir upp og fóru“, sagði Anna. „Enda leiztu út eins og þú værir fullur eða dópaður. Þá nefndi Særún stærðfræði- prófið.“ „Hvernig gekk elsku drengurinn minn?“ Kjartani varð svars vant. Hann hafði ekki verið viss um að henni þætti vænt um hann. Særún stóð upp, tók utan um hann og kyssti hann, renndi vinstri hend- inni upp og niður eftir bak- inu, niður á rassinn og sagði: „Þú ert allur rennandi blautur. Komdu strax heim. Það verður að þurrka á þér hárið svo þú verðir sjálfum þér líkur aftur.“ Adrenalínið streymdi örar en fyrr og ánægjan yfir því að hafa náð stærðfræðinni hvarf í skuggann af frekari fyrirheitum aðventunnar um gott hlutskipti. Hann áttaði sig á því að hún var hærri en hann sjálfur. Það var eitt af því sem hann hafði reiknað sér til vansa í þessu stutta sambandi. Reyndar hafði hann haldið að hún væri búin að missa áhugann fyrir honum. Þau höfðu rifist um það fyrir nokkrum dögum að hann færi heim í sveitina um jólin. Særún tók í hendi hans. „Komdu! Bless Anna, við sjáumst á morgun. Manstu eftir textanum í Satisfaction, I´m on a loosing streak? Þú skalt fara heim um jólin en á gamlársdag verðum við saman. Lofarðu því? Nú verður að hátta þig ofan í rúm svo þú verðir ekki veikur.“ Allt sem Kjartan gat sagt var já. Hann hafði semsagt fallið á fleiri prófum en stærðfræðinni en nú fengi hann greinilega færi á end- urtekt. Hann hafði reyndar leyft sér að biðja um meira en að ná stærðfræðinni. Bænheyrslan var alger. Guð var óútreiknanlegur. Bænin dugði. Ástin var óútreiknanleg. Jólin yrðu dásamleg. Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jóla- og nýárshátíð og þökkum árið sem er að líða. Prentsmiðjan Oddi ÍÞRÓTTAHÚSIÐ Á TORFNESI Óskum eftir að ráða starfsmann (karl- mann) til starfa frá 1. janúar 2002 eða eftir samkomulagi. Unnið er sam- kvæmt vaktafyrirkomulagi. Upplýsingar um starfið gefur for- stöðumaður, Jóhanna Gunnarsdóttir, alla virka daga í síma 456 5260. Umsóknum skal skilað til forstöðu- manns íþróttahúss fyrir 28. desember 2001. SUNDLAUG VIÐ AUSTURVEG Óskum eftir að ráða tvo starfsmenn, ein kvenmann og einn karlmann við gæslu fyrir 1.-4. bekk í búningsklefum íþróttasalar á skólatíma grunnskólans. Upplýsingar um starfið gefur vakt- stjóri sundlaugarinnar, Guðjón Hösk- uldsson í síma 456 3200 eða forstöðu- maður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Ingibjörg María Guðmundsdóttir í síma 450 8001. Umsóknum skal skila á Skóla- og fjölskylduskrifstofu, 4. hæð í Stjórn- sýsluhúsinu Ísafirði fyrir 28. desember 2001. Ísafjörður Kyrrðarstund við kertaljós Kyrrðarstund við kerta- ljós verður í Ísafjarðar- kirkju nk. laugardag, 22. desember kl. 21:00. Þetta er í þriðja skiptið sem Kammerkórinn efnir til aðventustundar þar sem engin rafljós eru tendruð utan ljós fyrir organista. Með kórnum verður einnig sr. Stína Gísladóttir sem annast upplestur. Stjórnandi kórsins er Guð- rún Jónsdóttir og organisti er Hulda Bragadóttir. Að- gangur er ókeypis. Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jóla- og nýárshátíð og þökkum árið sem er að líða. Nú er senn liðið ár af nýrri öld. Hvort árið felur í sér vísbendingu um það hvað komandi öld ber í skauti sér er óvitað. Sennilega er of skammt liðið af öldinni til þess að draga marktækar ályktanir. Af öllum atburðum líðandi árs ber hæst árás hryðjuverkamanna af trú Íslams hinn 11. september 2001. Skotmörk urðu World Trade Center í New York og Pentagon í Washington, stjórnstöð hersins í Banda- ríkjum Norður-Ameríku. Augljóst mátti vera hverjum hugsandi manni á Vestur- löndum, að um var að ræða árás á vestræn gildi og þá menningu sem einkennir hinn vestræna heim. Viðbrögð þjóðarleiðtoga á Vesturlöndum urðu reyndar á eina lund. Árásirnar töldust stríðsyfirlýsing og lagt skyldi til atlögu við hryðjuverkamennina. Stríðið í Afganistan er rökrétt afleiðing þess er á undan var gengið. Í Ísrael geisar stríð. Arabar og Ísraelar berjast með auknum krafti og hinir síðarnefndu hafa lýst því yfir að þeir séu að berjast við hryðjuverkamenn. Sú yfirlýsing gefur því stríði nýtt yfirbragð. En það eru síst styrjaldir sem íbúar jarð- arinnar þurfa á að halda. Stór hluti jarðarbúa skrimtir undir hungurmörkum. Engu að síður er ljóst að stríð mun geisa, en með nýju yfirbragði og víðar um heim en fyrr og snerta fleiri en áður, þótt mannfall verði vonandi minna en fyrr- um. Efnahagur heims hefur átt undir högg að sækja á liðnu ári. Til þess liggja margar ástæður, þar á meðal hryðjuverkin sem getið var að ofan. Ferðaþjónusta hefur átt undir högg að sækja og flugfélög um heim allan berjast í bökkum. Íslendingar hafa ekki farið varhluta af þessum hremmingum. Þess vegna ber að fagna sérstaklega samkomulagi Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins sem miða að því að tryggja kaupmátt launþega. Það er djarfmannlegt og skilar vonandi góðu fyrir þjóðarbúið. Samþykkt fjárlaga veitir sömu vísbendingu. Þó væntu margir meiri hlutar. Vestfirðingum er væntanlega efst í huga kvótasetning á fisktegundir, sem staðið hafa undir smábátaútgerðinni. Þeim finnst að sér sótt, enda kreppir að í undirstöðu atvinnunnar í sjávarþorpum á Vestfjörðum. Hátt ber einnig sölu Orkubús Vestfjarða, sem í aldarfjórðung var tengt sjálfstæði fjórðungsins. Einnig má minna á það að kjör- dæmaskipan var endanlega breytt með kosningalögum í fyrra, árið 2000. Ýmsar breytingar hafa orðið og eru að verða á Vestfjörðum. En hér býr gott og traust fólk, sem bíður það hlutverk að ná vopnum sínum fyrir sókn til fjölgunar og betra lífs í fjórðungnum. Kosningar verða á næsta ári og nýjar sveit- arstjórnir munu taka við, en hvort það breyti gangi sögunnar veit nú enginn. Jólin vekja okkur hugsun um liðna tíð og þau gildi sem kristin trú hefur leitt inn í þjóðlífið. Menn staldra við, líta inn á við, verja tíma með ástvinum og búa sig undir nýtt ár, ný átök og sókn til framfara í einkalífi jafnt og þjóðlífi. Gleðileg jól og farsælt komandi ár með þökkum fyrir samfylgdina á árinu sem senn er horfið í aldanna skaut, þótt öldin sé ný. 51.PM5 19.4.2017, 09:5228

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.