Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.12.2001, Qupperneq 30

Bæjarins besta - 20.12.2001, Qupperneq 30
30 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 Aðalstræti 9 · Ísafirði · Sími 456 4905 Óskum Vestfirð- ingum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða! Afar mikilvæg viðurkenning fyrir vestfirska ferðaþjónustu Vestfirðir valdir besti áfangastaðurinn á Norðurlöndum – Dorothee Lubecki ferðamálafulltrúi hlaut þýsku verðlaunin „Scandinavian Travel Award 2001“ Dorothee Lubecki, ferða- málafulltrúi Atvinnuþróunar- félags Vestfjarða, var á dög- unum í Berlín þar sem hún tók á móti „Scandinavian Travel Award 2001“ eða Ferðaþjónustuverðlaunum Norðurlanda 2001. Verðlaun- in voru afhent á tveggja daga Skandinavíuhátíð sem kynn- ingarfyrirtækið Nordis í Þýskalandi stóð fyrir. Nordis er mjög þekkt kynningar- og útgáfufyrirtæki sem sérhæfir sig í útgáfu á tímaritum þar sem eingöngu er fjallað um Norðurlönd, jafnframt því að gefa árlega út ferðahandbók (Das Skandinavien Reise- handbuch) um sama efni. Að sögn Dorothee virðist sem umræddum aðilum þarna ytra hafi fundist lítið nýtt vera að gerast í ferðaþjónustunni og jafnvel að hálfgerð stöðnun ætti sér stað. Þess vegna var ákveðið í sumar að auglýsa eftir tillögum um áhugaverð verkefni á Norðurlöndum og veita þeim bestu þeirra viður- kenningu. Var lagt upp með fimm flokka þar sem verðlaun voru veitt fyrir besta áfanga- staðinn, besta ferðamátann, bestu ferðaskrifstofuna, besta minjagripinn, bestu ferða- skrifstofuna og besta ferða- málaráðið. Það er skemmst frá því að segja að samkvæmt úrskurði dómnefndar hlutu Vestfirðir viðurkenningu sem besti áfangastaðurinn á Norð- urlöndum. Dorothee segir að upphafið að þessu öllu saman megi rekja til þess að hún fékk sent eyðublað frá Nordis þar sem hægt var að koma á framfæri tillögum. Hún segist gera ráð fyrir að þetta hafi verið sent til sín þar sem hún hafi und- anfarin ár verið með auglýs- ingu í ferðahandbókinni og líklega hafa flestir þeir sem auglýsa þar fengið svona eyðublöð. „Þegar ég skoðaði málið til að sjá hvort þetta væri eitthvað fyrir okkur, þá var ég í raun ekki viss um að ég ætti að senda neitt inn. Ég hafði því samband út til Þýskalands og ráðfærði mig við þessa aðila hjá Nordis en þeir hvöttu mig eindregið til að vera með. Fyrst sendi ég inn upplýsingar um heildarhugmyndina í ferðaþjónustu á Vestfjörðum þar sem reynt er að vinna í takt við náttúru, menningu og mannafla í fjórðungnum“. Dorothee segist síðan hafa nefnt sérstaklega þrjú verkefni sem dæmi um það sem hér væri að gerast. Í fyrsta lagi Sagnarekann þar sem verið er að miðla staðbundinni þekk- ingu til ferðamanna sem hætt er við að hverfi í fjórðungnum, en sagnareki er bæði í senn sögustaðamerking og um- hverfislistaverk. Þá nefndi hún einnig Galdrasýninguna á Ströndum og segir að þótt hún eigi ekki heiður af henni, þá sé hún hluti af þeim verkefn- um sem unnin eru á svæðinu og getur þess að heimasíða Galdrasýningarinnar hafi fengið mikið hrós dómnefnd- ar. Síðast en ekki síst nefndi hún Svaðilfarir-Hestaferðir en það verkefni vakti heilmikla athygli og var sá þáttur sem dómnefndin tiltók sérstaklega í áliti sínu. Segir Dorothee að viðurkenning sem þessi skipti óneitanlega miklu máli fyrir ferðaþjónustuna á Vestfjörð- um. Hún segir miklu skipta að dómnefndin var skipuð sér- fræðingum í markaðs- og kynningarmálum á Norður- löndum og álit þeirra sé gríð- arlega mikilvægt. Hún sjálf segist alltaf vera dálítið gagn- rýnin á það sem hér er verið að gera og finnist oft að gera mætti hlutina miklu betur. Þarna sýndi það sig hins vegar að Vestfirðingar eru á réttri leið í markaðssetningu svæð- isins fyrir ferðamenn. Dóm- nefndin var mjög hrifin af því kynningarefni sem lagt var fram, hvort sem um var að ræða bæklinga eða upplýs- ingar á Netinu, og það þrátt fyrir að það væri að mestu á íslensku. „Og það sem mér fannst líka svo skemmtilegt við þetta allt saman var að ég þurfti ekki að galdra fram neitt efni eða búa það til í snarhasti af þessu tilefni. Allt var þetta fyrir hendi og tilbúið til notkunar“, segir Dorothee. Skandinavíuhátíðin í Ber- lín, sem fram fór dagana 24.- 25. nóvember, er í raun heil- mikil kaupstefna og þar gefst fólki kostur á að kynna það helsta sem það er að gera í tengslum við ferðamennsku. Segir Dorothee að kaupstefn- an hafi verið gríðarlega vel sótt og telur að allt að sex þúsund manns hafi komið þessa tvo daga sem hátíðin stóð. Þarna voru fjölmargir sölu- og kynningarbásar þar sem allt mögulegt var kynnt í tengslum við Norðurlönd. Dorothee segist sjálf hafa verið með bás þar sem hún dreifði vestfirskum bækling- um og auglýsingum. Hún seg- ir þessa kynningu hafa vakið heilmikla athygli og fékk hún fjölmargar heimsóknir í bás- inn til sín og dreifði líklega yfir þúsund bæklingum þessa tvo daga. Þá var hún einnig með tvær litskyggnusýningar sem hún segir að hafi komið mjög vel út. „Ég fékk mikið af fyrir- spurnum og nú þegar eru blaðamenn búnir að hafa sam- band sem vilja koma og skrifa um svæðið. Þá er ég einnig að vinna að því að skipuleggja heimsókn ungs manns sem vinnur hjá Nordis og langar að heimsækja Vestfirði strax eftir áramót. Þannig að það er ekki spurning að kynningin í Berlín er strax farin að hafa áhrif“, segir Dorothee. Aðspurð um það helsta framundan segir Dorothee að nú sé hið hefðbundna vetrar- starf í gangi þar sem allar upplýsingar eru uppfærðar og unnið að gerð nýrra þjónustu- bæklinga. Í janúar er síðan önnur kaupstefna (Reisepav- ilion) þar sem markmiðið er 51.PM5 19.4.2017, 09:5230

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.