Heimilispósturinn - 15.03.1950, Síða 3

Heimilispósturinn - 15.03.1950, Síða 3
HEIMILIS RsTuRINN 3. HEFTI REYKJAVlK MARZ 1950 | KONUR! I þessum Kluta | ritsins er lestrarefni I fyrir konur. GÍSLI BRYNJÚLFSSON: KOLBRÚN Hvert var það fljóða, sem ég sá mér svífa um anganstundu hjá svo fagurleit og blökk á brá sem blys um geiminn viða? Hrafnsvörtum lék í lokkum hár Ijósan um háls, um dökkar brár tindrandi augu ástarþrár •eldgeisla sendu þýða .... Kulnað var að um ýmis hold, eldurinn falinn djúpt í mold; mér var að líta menjafold sem mjöll af himinboga .... Andaði þá um eyru mér ilmhlýjum blœ, er mœtti þér, blíðviðri lék í brjósti sér sem blési gola um voga .... Ó, augu blökk, er brúna há blikandi skinuð liimni á, og kolsvört undir blakkri brá brunnuð í dimmum loga! Ö, augu dökk, ég yður sá, og aldrei síðan gleyma má — ég nötra eins og nakið strá, er nœturvindar soga! * Mörg eru liðin árin ör, éldur er minni, kulnað fjör; en þau, sem sœrðu seimabör, svanna augun þýðu — Þau eru enn í minni mér, og munu, hvað sem eftir fer, unz móður hnígur málmagrér að moldarskauti viðu. Og er á vori sunnan sól senda gjörir um bala og hól lifandi geisla guðs, sem ól gróðrarfoldm blíða —- Þá lifnar enn hin aldna þrá, aftur mig langar þig að sjá ókunnu vengi viða frá að vegi minum liða! 2 2 2 HEIMILISPÓSTURINN 1

x

Heimilispósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.