Heimilispósturinn - 15.03.1950, Side 12

Heimilispósturinn - 15.03.1950, Side 12
in. Hann drap hvert einasta spil, sem var slegiS út og sagði blíðlega og alveg utan við sig: — Laufkóngurinn þinn? Ég gef honum bara spark í rassinn. — Nei, nei, öskraði Pignol, þú átt að svara lit! — Ég gef honum spark í rassinn, hélt gamli maðurinn áfram. Klukkan ellefu voru þeir Frelin og Pignol einir eftir í knæpunni, blind- fullir. Þeir sátu andspænis hvor öðr- um og gláptu hvor á annan með sljóum augum. — Þegar þú hafðir þennan lit, áttir þú að svara út, endurtók Pignol. Gamli maðurinn, sem mátti ekki lengur mæla, samsinnti með því að kinka kolli. — En nú verðum við að fara að komast heim með skepnurnar, sagði Pignol að lokum. Þeir héldu heim á leið og létu kýrnar ráða ferðinni. Án þess að hirða um Pignol, teymdi gamli mað- urinn kúna inn í fjósið, og þar valt hann út af á hálmhrúgu. Áður en hann sofnaði, heyrði hann hvella rödd Pignols gegnum opnar dyrnar: — Bölvað kvikindið! Viltu . . . Ég skal kenna þér að hegða þér almenni- lega! Pignol var farinn að hátta í svefn- herberginu, þegar hann tók allt í einu eftir því, að Jouque var ekki í rúm- inu. — Hvar getur hún verið svona seint? hugsaði hann með sér. Hann leitaði í framherbergjun- um, og síðan í hlöðunni og gripa- húsinu. — Þetta er skrítið, tautaði' hann. Hann kallaði. Jouque, Jouque! En Jouque svaraði ekki. Pignol stóð í miðjum húsagarðinum og furð- aði sig á, að hún skyldi vera horfin. Allt í einu kom hann auga á brunn- inn. Hann varð óttasleginn. — Ja, hver fjandinn, sagði hann, nei, það getur ekki verið! Ætli ég hafi látið hana síga niður í brunn- inn, áður en ég lagði af stað? Það rann nærri af honum við geðs- hræringuna. Hann hljóp að brunn- inum og hrópaði niður í hann: „Jou- que! Jouque!“ Festin hékk niður í brunninn, og hann dró hana upp, án þess að nein mótstaða væri. Konan hans var ekki í fötunni — var þar ekki lengur, hugsaði hann með sér. Skjálfandi og titrandi settist hann á steinþróna, sem var hjá brunninum, og reyndi að rifja upp fyrir sér, það sem hafði gerzt. En skelfingin og ölvunin máðu minni hans, og honum var ómögulegt að muna, hvað komið hafði fyrir, áður en hann lagði af stað. Hann var alveg orðinn ruglað- ur og var alltaf að spyrja sjálfan sig sömu spurningar: „Ætli ég hafi látið hana síga niður í brunninn, áð- ur en ég fór?“ Væl í uglu, sem var uppi í háu valhnotutré, gerði hann frávita af hræðslu. Tennurnar glömr- uðu í honum og hann lagðist á mag- ann niður í vatnsþróna. Hann heyrði ugluna væla nafn Jonque. -— Jouque, Jouque, hvar er Jou- que. Hann reis upp úr þrónni og hljóp heim að húsinu. Þegar hann opnaði svefnherbergisdyrnar, heyrði hann þrusk og hrökk í kút. Honum lá við öngviti, en hann herti upp hugann og fór inn. Þar stóð Jonque og var að hátta sig. Pignol þreif i handlegg- ina á henni og stamaði: — Hvar hefurðu verið? Hvar hef- urðu verið? — Hvar hef ég verið ? svaraði Jouque stillilega, ég var í bíó. Pignol létti of mikið til þess, að reiði hans gæti brotist út strax. Hann beit saman tönnunum og lét sér nægja að muldra: 10 HEIMILISPÓSTTJRINN 9 9?

x

Heimilispósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.