Heimilispósturinn - 15.03.1950, Síða 18

Heimilispósturinn - 15.03.1950, Síða 18
GIOVANNI BOCCACCIO: Saga úr Kona læknis nokkurs leggur elsk- huga sinn, sem lítur út fyrir að sé dáinn, i kistu, en tveir okrarar fara með hana með manninum i heim til húss hennar. Maðurinn vaknar aftur og er tekinn fastur sem þjófur. Þerna frúarinar skýrir dómurunum frá því að það sé hún, sem hafi falið hann í kistu, sem okraramir hafi svo stol- ið. Verður það til þess að forða hon- um frá gálganum, en okrararnir eru dæmdir í sektir fyrir þjófnaðinn. Er kóngurinn hafði lokið sögu sinni, voru ekki aðrir eftir en Dioneo, er eftir hans skipun hóf frásögn sína þannig: Allar þessar hörmungar og ó- hamingjusömu ástir hafa ekki einungis gengið ykkur til hjarta, konur góðar, heldur hef ég einn- ig sjálfur viknað við, og þess vegna hef ég beðið eftir síðasta þættinum með eftirvæntingu. Nú er honum, sem betur fer, lok- ið, ef ég skyldi þá ekki, sem ég vona að guð forði mér frá, slá botninn í allt saman með enn þá raunalegri sorgarsögu. Það er vissulega ekki ætlun mín, því ég vildi fitja upp á léttara og betra efni, sem gæti gefið bendingu um, hvað við munum hafa til frásagnar á morgun. Þið getið nú fengið að vita það, mínar elskanlegu, að fjTÍr ekki alls löngu síðan var læknir í Salerno, sem hét Messer Maz- zeo della Montagna. Á efri ár- um hafði hann kvænzt fallegri Tídœgru og göfugri stúlku þaðan úr borg- inni, og lét hann hana hvorki skorta góð klæði né gersemar, eða annað það, sem konur meta mikils. Þrátt fyrir það, þótt hún þannig væri betur klædd en nokkur önnur kona þar í borg- inni, þjáðist hún næstum stöð- ugt af ofkælingu, vegna þess að læknirinn varekkinógunærgæt- inn að hlúa að henni í rúminu- Á sama hátt og Messer Ricci- ardo af Chinzica, sem áður hef- ur verið sagt frá, kenndi konu sinnar á helgidögum, þannig skapraunaði læknirinn sinni konu með þvaðri um það, hve marga daga maðurinn þyrfti til að ná sér aftur eftir að hafa kennt konu sinnar og öðrum slíkum þvættingi sem henni dauðleiddist. En af því hún var hyggin kona með hjartað á rétt- um stað, þá ákvað hún að spara vinnuaflið heima fyrir og reyna heldur að fá sér aðstoðarmann utan að. Hún gerði því liðs- könnun meðal allmargra ungra manna og valdi að lokum einn, er hún svo tengdi allar sínar vonir og trúnaðartraust við. Ungi maðurinn komst ekki hjá að verða þess áskynja og lét sér það vel líka, svo ekki leið á löngu þar til ástin blossaði einn- ig upp í honum. Hann hét Ruggieri frá Jeroli, og var af aðalskyni, en sakir hneykslanlegs lífernis var hann svo djúpt sokkinn, að hvorki 16 HEIMILISPÓSTURINN ? $ 9

x

Heimilispósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.