Heimilispósturinn - 15.03.1950, Side 34

Heimilispósturinn - 15.03.1950, Side 34
HEIMILIS PósTuRINN KVIKMYNDAOPNAN TJARNARBIÖ : Fjórar sögur (Quartet) eftir Somerset Maugham. Aðalhlutverk: Mai Zetterling og Basil Bradford. — Myndin er gerð hjá J. Arthur Rank. Mai Zetterling Tjarnarbíó sýnir á næstunni mynd, sem byggð er á 4 sögum eftir hinn heimsfræga brezka rithöfund Somerset Maugham. Sögur þessar eru: The Facts of Life, The Alien Corn, The Kite, Thc Colonel’s Lady. Aliar eru sögur þessar mjög þekktar og hver á sinu sviði taldar með beztu smásögum liöfundarins. i'umar þeirra hafa verið þýddar á íslenzku. J. Arthur Rank, sem hefur látið gera myndina, hefur ekkert til sparað, enda hefur myndin fengið geysimikla aðsókn hvar, sem hún hefur verið sýnd. T. d. má geta þess, að þær þrjár myndir, brezkar, sem náð hafa metaðsókn í Bandaríkjun- um eru: Hamlet, Rauðu skórnir og Fjór- ar sögur, og sú siðasttalda ekki sízt. Margir frægustu leikarar Breta leika í myndinni; nægir í því efni að nefna, Mai Zetterling og Basil Bradford. Fullvíst má telja, að íslenzkir kvik- myndahúsgestir muni fagna því, að þes3i ágæta mynd skuli sýnd hér. 1 næsta hefti Heimilispóstsins verður skýrt frá stórmyndinni Kristófer Kolum- bus, sem væntanleg er í Tjarnarbíó í vor. AUSTURBÆJARBÍÓ : HUMORES QUE Sjá mynd á bls. 31 (Konur). Aðalhlutverk: John Garfield og Joan Crawford. Meðal tónverka þeirra, sem leikin eru í myndinni eru: „Humoresque" eftir Dvo- rak, fiðlukonsertar Mendelssohn og Tshai- kowsky, ,,Habanera“ úr óperunni ,,Car- men“ eftir Bizet, fiðlukonsert í D-dúr eftir Wieniawsky, píanó og fiðlusónata eftir César Franck, „Zigeunerweisen" eftir Sa- rasato, „Symphonie Espagnol" eftir Lalo, polka eftir Shostakovich, vals í As-dúr eftir Brahms, pianoconsertar Grieg og Prokofieff og G-dúr sónata eftir Bach. Paul Boray (John Garfield) er barn að aldri, þegar hann eignast fyrstu fiðluna, og sýnir hann fljótt frábæra hæfileika. Er hann stækkar, fer hann á tónlistar- skóla og kynnist þar ungri stúlku, sem Gina heitir. Hann trúir henni fyrir draum- um sínum um að verða víðfrægur fiðlu- leikari. Hann kemst í kynni við Helen Wright (Joan Crawford), fagra og gáf- aða lconu. Hún er gift, en hjónaband henn- ar er mjög' ófarsælt. Helen er auðug, og er hún glöggskygn á hæfileika ungra lista- manna og hefur ánægju af að hjálpa þeim. Hún kostar fyrstu hljómleika Pauls, og vekja þeir mikla athygli og fá góða dóma. Síðan fær hún honum áheyrn hjá Hager- strom, hljómsveitarstjóra New York Sym- phony. Paul er hrifinn af Helen og mjög háð- ur henni. Hann gleymir Gina og á lítið samneyti við foreldra sína. Eiginmaður Helen býður henni skilnað, og Paul bið- ur hana að giftast sér, en Helen hikar og færist undan. Þegar Paul leikur í fyrsta skipti ein- leik með New York Symphony, er Helen ekki í stúku sinni. Hún er ein í sumar- húsi sínu og hlustar á hljómleikana í út- varpinu. Þegar einleikur Pauls nálgast hápunkt, gengur hún til strandar. — — — Daginn eftir stendur Paul þögull við vatnið, þar sem lieien drekkti sér. Hann heldur heim, tekur fiðlu sína og snýr til föðurhúsa. HAFNARBIÖ : Moskvanœlur Aðalhlutverk: Annabella og Harry Baur. — Leikstjóri: Alexis Granow- sky. — Frönsk mynd. Myndin gerist í Rússlandi skömmu fyrir byltinguna, eða um 1916. Nathalie Kov- ine, ung og fögur stúlka, er heitbundin gömlum, ríkum kaupmanni, Briovkow. Móð- ir Nathalie hefur komið á þessum ráðahag. Hún er ekkja, og þegar maður henn- ar, Kovrine hershöfðingi, féll frá, var hann eignalaus, svo að ekkjan sá sig nauðbeygða til að útvega dóttur sinni ríkt mannsefni. Nathaile er hjúkr- unarkona á hermannasjúkra- húsi í Moskva. Þar kynnist hún ungum liðsforingja, og verða þau strax mjög hrifin hvort af öðru. Briovkow kemst að samdrætti þeirra og fyllist afbrýðisemi. Þegar liðsforinginn útskrifast af sjúkrahúsinu, er hann settur til starfa á skrifstofu herfor- ingjaráðsins. Kvöld eitt lend- ir liðsforinginn í fjárhættu- spili við Briovkow og lýkur þvi svo.að liðsforinginn skuld- ar Briovkow 50 þús. rúblur. Fær hann 72 stunda frest til að borga skuldina. Liðsforing- inn sér enga leið til að afla fjár þessa, en kona ein, er hann hafði kynnzt lítilsháttar áður, býðst til að útvega hon- um féð. Þegar hann kemur til að sækja peningana, Seg- ist hún vilja fá í staðinn viss- ar hernaðarlegar upplýsingar. Hann neitarþví, en í því koma menn frá leyniþjónustunni og taka konitna höndum, og er liðsforinginn einnig tekinn. Fyrir herrétti getur hann ekki afsannað samband sitt við konuna. Það eina, sem nú getur bjargað liðsfor- ingjanum, er vitnisburður Briovkows. Na- thalie hefur áður sagt honum, að hún elski liðsforingjann, og er BriovkoW ákveðinn i áöíTCrí.BfSsT^r reiummra iianTrnraxorr baráttu við sjálfan sig, en svo fer, að hefnigirnin víkur fyrir hinum góðu tilfinn- ingum hans og hann vitnar unga mann- inum í vil. Liðsforinginn er látinn laus og hinir ungu elskendur ná saman.

x

Heimilispósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.